Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. I Erlent Erlent D Sovézkur kafbátur á siglingu á Eystrasalti. Myndin er tekin af sænska hernum fyrir nokkrum árum og notuð sem sönnun fyrir þvi að Sovétmenn hefðu kafbáta búna kjarnorkuvopnum á þessu svæði. Svíar mótmæltu þvi formlega við Sovétmenn að kafbátarnir væru á Eystrasalti. Alvarlegt brot á sænskri landhelgi, segir vamarmálaráðhetra Svíþjóðar. Sovézkur kafbát- ur strandaður f sænskri landhelgi — sænski herinn mun grípa til vopna ef Sovétmenn reyna að frelsa hann „Við grípum til vopna ef Sovét- menn reyna sjálfir að frelsa kafbát- inn,” sagði sænski hershöfðinginn Bengt Schuback seint í gærkvöldi. Þá höfðu 12 herskip Varsjárbandalags- ins safnazt saman við 12 mílna land- helgi Svíþjóðar úti fyrir Karlskrona. Sovézkur kafbátur er strandaður mitt á mjög hernaðarlega mikilvægu svæði i sænska skerjagarðinum suð- austur af Karlskrona, en þar er. ein stærsta flotastöð sænska sjóhersins. Það mun hafa verið strax á þriðju- dagskvöld sem kafbáturinn strand- aði. Alla þá nótt reyndi hin sovézka áhöfn að losa bátinn en án árangurs. En það ar ekki fyrr en í gærmorgun sem sjómenn á fiskibáti urðu kaf- bátsins varir og gerðu sænskum yfir- völdum viðvart. Kafbáturinn strand- aði á skeri og stendur nú hálfur upp úrsjó. Sovézki kafbáturinn hefur verið kominn það langt inn í sænska skerjagarðinn er hann strandaði að skýringar áhafnar hans um að siglingatækin hafi bilað og hann villzt þykja í hæsta máta ósennilegar. Torsten Gustafsson, varnarmálaráð- herra Svíþjóðar, sagði enda í gær- kvöldi að þetta væri alvarlegasta brotið á sænskri landhelgi frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Olla Ulsten, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, kallaði sovézka sendiherrann Mikhail Jakovlev þegar á sinn fund í gær og bar fram mjög harðorð mót- mæli sænsku stjórnarinnar. Ullsten mætti í sjónvarpsviðtali seint í gærkvöldi, klæddur smóking- fötum. Hann kom beint í viðtalið frá Dramaten í Stokkhólmi, þar sem hann hafði verið viðstaddur leik- sýningu sem var liður í opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Svíþjóðar. Ullsten sagði atburðinn úti fyrir Karlskrona hinn alvarlegasta sem átt hefði sér stað úti fyrir ströndum Svíþjóðar i langan tima. „Kafbáturinn rauf sænska landhelgi og var auk þess á mjög hernaðarlega mikilvægu svæði,” sagði hann. Ullsten sagði aðspurður að það hefði ekki bætt ástandið neitt þó sænska ríkisstjórnin hefði raskað dagskrá heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur með því að sækja ekki leiksýninguna í Stokk- hólmi vegna þessa máls. Fjölmjörg sænsk herskip og bátar eru á verði við kafbátinn og hyggjast sjá til þess að áhöfn hans spilli ekki neinum þeim gögnum er sýni hvert erindi hann átti inn í sænska land- helgi. Engin opinber yfirlýsing hafði borizt frá sovézku ríkisstjórninni í gærkvöldi vegna þessa máls og sænski sjóherinn bíður nú aðeins skipunar frá ríkisstjórninni í Stokk- hólmi um að draga kafbátinn af strandstað. Reiknað er með að það verði gert í dag. Ullsten utanríkisráð- herra hefur neitað sovézkum her- skipum sem bíða utan sænsku land- helginnar um leyfi til að draga kaf- bátinn af strandstað og sagt að það myndi verða gert af sænskum skipum. Atburður þessi er talinn mjög póli- tískt skaðlegur fyrir ráðamenn í Kreml. Diplómatar í Moskvu sögðu í gærkvöldi að atburðurinn væri ekki sízt áfall með tilliti til hvatningar sovétmanna um að komið yrði á kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Höfuðröksemdin, loforð Sovétmanna um að þeir muni ekki ógna Norðurlöndum, þykir eftir atburðinn í sænska skerjagarðinum engan veginn eins trúverðug og áður. -GAJ, Lundi/ÓEF. • ' w. Vegna hræðslu við ofbeldismenn var útför Sadats Egyptalandsforseta hraðað sem mest og aðeins fáir útvaldir voru við- staddir. Áhorfendur að sorgargöngunni voru varla aðrir en blaðamenn og Ijósmyndarar, sorgarmarsinn var leikinn á tvö- földum hraða og jafnvel falskt. Erlendir heiðursgestir, þ.á m. þrír fyrrverandi Bandarfkjaforsetar, voru umkringdir öryggis- vörðum og biðu ekki eftir því að kistan hyrB i gröfina. Sadat hafði óskað eftir þvi að vera grafinn i Sinai eða i heimabx sinum, Miet Abul Koum. t stað þess var hann grafinn til bráðabirgða i óvistlegu úthverfi f Kairó. Engar grátkonur settu svip sinn á útför hans en hins vegar var honum ekki gleymt í heimabænum og sýnir myndin hér að ofan grátkonur syrgja leiðtoga sinn á útfarardaginn. Sadat verður því bætt upp þetta viðhafnarleysi með því aö skipt verður um nafn á Frelsistorginu í Kaíró og það nefnt Sadattorg. Einnig stendur tii að reisa þar styttu mikla af forsetanum. Nám írafvirkjun Óska eftir að komast í nám í rafvirkjun. Hef lokið undir- búningsdeild í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Uppl. ísima 44448. Restaurant, HAFNARSTRÆTI 15 jSTARFSKRAFTUR ÓSKAST Uppl. á skrifstofu Hornsins, 2. hæð, milli kl. 10 og 12 f.h. í dag og næstu daga (Uppl. ekki í síma). VERKAMANIMAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN. FELAGSFUNDUR verður í Hafnarbíói við Barónstíg laugardaginn 31. október kl. 2. e.h. Dagskrá: I. Samningamálin. II. Tillaga um verkfallsheimild. Féiagsmenn, komið á fundinn. Stjórnin. VERZLIÐ “ - ÓDÝRT^SÉ© Roykt rúllupylsa.......kg verð 26,00 kf. Hvalkjöt...............kg vorð 26,00 kr. Hrefnukjöt.............kg vorð 27,00 kr. Dilkalifur.............kg verð 40,30 kr. Dilkahjörtu............kg verð 26,70 kr. Dilkanýru..............kg verð 26,70 kr. Dilkamör...............kg verð 6,40 kr. Slagvefja með beikoni....... 29,00 kr. Kjúklingar, 4 stk. í poka,.kg verð 54,00 kr. Kjúklingar.............kg verð 61,00 kr. Slög...................kg verð 14,50 kr. Saltkjöt...............kg verð 38,95 kr. Stórlúða í sneiðum.....kg verð 22,50 kr. Strásykur..............kg verð 5,90 kr. Kakó, 1/2 kg,............... 20,60 kr. Flóru safi, 2,2 lítrar,..... 21,15 kr. Flóru appelsínumarmelaði, 1,2 kg.,.... 19,95 kr. Flóru blönduð sulta, 1,2 kg. 21,60 kr. Flóru jarðarberjasulta, 1,2 kg,... .. ... 23,25kr. 0PIÐ í ÖLLUM DEILDUM: Mánudaga — miðvikudaga kl. 9- Fimmtudaga kl. 9—20. Föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—12. -18. JÓN LOFTSSON H/F HRINGBRAUT 121 SÍMI 10600 0PIÐ m kl 8ÍKVÖL0

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.