Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. Erlent Erlent Erfent Erlent D Keppendurnir tveir um heimsmeistaratitilinn i skák, Karpov og Kortsnoj, þurfa að taka mikið á og hugsa þvi vel um lfkamlega heilsu sína. Þeir gera leikfimiæfingar dag hvern og hér sést Kortsnoj að loknum slikum æfingum. Hann er nr. 2 á myndinni, en með honum eru tveir júgóslavneskir blaðamenn sem óska honum einlæglega sigurs og blaðafulltrúi hans, Eduard Stein, sem einnig er landflótta Rússi. Einskis svifizt til að auka kynhvötina Quaaludes eru svefnpillur sem uröu skyndilega svo vinsælar 1 suður- Flórída að lyfsalar þar neita nú að hafa þær á söluskrá. Hafa margir þeirra meira að segja sett skilti í gluggann til að tilkynna að þær séu ekki fáanlegar. Ekki stafa þessar miklu vinsældir þó af eiginleikum þeirra til að svæfa fólk heldur þeim aukaverkunum er fólk trúir að þær hafi, að auka kynhvötina. Og ástæðan fyrir óánægju lyfsala var ekki hin mikla sala heldur að það varð sífellt algengara að viðskiptavinirnir kæmu vopnaöir byssum í stað peninga til að harka þær út úr þeim. Einnig voru óprúttnir læknar farnir að iðka það að setja upp „stress- miðstöðvar” þar sem fólk gat látið rannsaka sig fyrir 100 dali og fengið þann úrskurð að það þyrfti nauðsyn- lega á quaaludes að halda. Fylkis- stjórnin í Flórída hefur nú látið rekja nær 200.000 lyfseðla til 150 aðila, þar á meðal eru 11 læknar, einn tannlæknir, einn dýralæknir, 11 lyfsalar og eitt elli- heimili. Efstir á lista eru tveir rosknir læknar sem rekið hafa „stress-miðstöð” í út- hverfi í Miami. Er annar þeirra ákærður fyrir að gefa út 4231 lyfseðil á tæpu ári fyrir samtals 149.905 quaa- ludes töfium. Á sama tíma hefur hinn gefið úr 2710 lyfseðla fyrir 76.341 töflum. Brezk sjónvarps- útsending í Noregi Norðmenn búa sig nú undir að taka við brezkri sjónvarpsútsendingu gegnum gervihnött í viðbót við þær tvær sænsku sjónvarpsstöðvar sem um milljón Norðmanna nýtur góðs af — án þess að greiða eyri fyrir. Nokkrum áhyggjum olli þó að brezka sjónvarps- stöðin Satelite Television í London, sendir líka út auglýsingar og var óttazt aðþarmeðgætu slæðzt „bannvörur” eins og tóbak og áfengi. Satelite Television hefur nú huggað Hallvard Bakke, þingmaður. Norðmenn með því að fólks verði ekki freistað meðslíkri óhollustu. — Við fylgjum þeim reglum sem Independent Broadcasting Authority hefur sett fyrir auglýsingar á Bretlandi, segir talsmaður fyrirtækisins. — Og þar er bannað að auglýsa vindlinga og sterkadrykki. Bannið nær þó ekki til piputóbaks, vindla og bjórs. Bjórframleiðendur í Bretlandi kjósa þó fremur að auglýsa í ódýrari fjölmiðlum en sjónvarpi og framleiðendur vindla og píputóbaks bera ekki við að nota sjónvarp til auglýsinga. Formaður fjölmiðlanefndar ríkisins, þingmaðurinn Hallvard Bakke, sagði í þessu sambandi að þróunin væri slík að þýðingarlaust væri að reyna að halda í einkarétt rikissjónvarpsins. — Það eina sem ríkissjónvarpið getur gert til að hamla á móti nei- kvæðum áhrifum erlendra sjónvarpsút- sendinga er að bæta sitt eigið pró- gramm svo þeir verði samkeppnisfærir, sagði hann. — Reynslan frá öðrum löndum sýnir að fólk kýs heldur að horfa á innlendar útsendingar — ef þær eru nógu góðar. METSALA Ný þýðing á Biblíunni á sænsku, sem út kom fyrir skemmstu, er nú metsölu- bók í Svíþjóð. Að útgáfunni og þýðing- unni stóð sérstök biblíunefnd á vegum ríkissins sem var undir stjórn Karls Venneberg fyrrum menningarritstjóra Aftonbladet. Undir hans stjórn störf- uðu um hundrað manns að þýðingunni og voru átta ár að störfum. Nýja Biblían kostar 60 sænskar krónur. Um 300 þúsund eintök voru seld fyrirfram en öðrum 200 þúsundum var dreift í bókaverzlanir og þar er bókin að verða uppseld. önnur biblíu- útgáfa kom út á sama tíma í þýðingu Gertz biskups, en hún á ekki sömu velgengni að fagna. Hún var aðeins prentuð í 10 þúsund eintökum og er ekki samkeppnisfær um verð því hún kostar 75 krónur sænskar. hér fynr ofan má sjá nýja fljótandi laxcldistöð 1 Halsa 1 Skálavfkurfirði f Noregi. Þykir þetta einhver fullkomn- asta laxeldistöð þar i landi og mun hafa reynzt með afbrigðum vel. Laxeldistöðin samanstendur af 18 nótum og bryggju sem er 18 sinnum 11 metrar að stærð. Á bryggjunni er aðstaða til frystingar og vinnslu á fiskinum, allt þar til hann er sendur þaðan pakkaður f neytendaumbúðir. Þar er einnig aðstaða fyrir starfsfólk og pallur til hreinsunar og viðgerða á nótunum. Þar er að auki góð birgðageymsla. Reynslan af laxeldistöðinni þykir lofa góðu, ekki sizt það nýmæli að færa alla starfsemina þangað sem fiskurinn er en þurfa ekki að flytja hann mikið til. Bryggjan er einnig fljótandi i sjónum og fest tryggilega niður með akkerum, þannig að hún er óháð áhrifum flóðs og fjöru. Hún er byggð líkt og skip að því leyti að í henni eru mörg vatnsþétt hólf úr stáli. Allur út- búnaðurinn er sagður kosta 1,2 milljónir norskra króna. t notkun eru nú 24 AWACS radarflugvélar og hér sjást tvær þeirra sem staðsettar eru á Keflavikurflugvelli. Utan Bandarikj- anna hafa slíkar vélar einungis fast aðsetur á tslandi og i Japan, en auk þess eru vélar staðsettar tfmabundið í Egyptalandi og Saudi-Arabfu. Löngu ágreiningsmáli Bandaríkjaþings og Reagans lokið: Öldungadeildin heimilar sölu á radarflugvélum — talið mikill sigur fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjaforseta Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með 52 atkvæðum gegn 48 að heimila sölu AWACS rad- arflugvéla til Saudi-Arabíu. Heimild þessi hefur verið eitthvert mesta hitamál sem komið hefur fyrir bandaríska þingið í tíð Reagans for- seta og hann hefur lagt óvenjumikla áherzlu á að þingið veitti þessa heim- ild. Málið hefur verið til umræðu í átta mánuði og leit ekki byrlega út fyrir Reagan er fulltrúadeild þingsins neitaði með miklum meirihluta fyrir tveimur vikum síðan að veita heim- ildina. Neitun beggja þingdeildanna þurfti til að stöðva söluna. Reagan hefur átt fundi með þeim þingmönnum að undanförnu til að telja þá á mál sitt og honum tókst að lokum að fá stuðning nokkurra þeirra sem áður tóku afstöðu gegn sölunni. Samþykkt öldungadeildar- innar þykir mikill sigur fyrir utan- ríkisstefnu stjórnarinnar. Reagan sendi þingdeildinni bréf í gærmorgun þar sem hann sagði að tryggt myndi vera að radarflugvélarnar yrðu ekki notaðar til að stjórna árásum á ísra- elsríki og einnig yrði tryggt að þær kæmust ekki í hendur óvina Banda- ríkjanna. Radarflugvélarnar fimm, sem Saudi-Arabar hafa nú fengið heimild til kaupa á, eru hluti af stærri vopna- kaupasamningi sem þeir hafa gert við Bandaríkin og hljóðar upp á 8,5 mill- jarða Bandaríkjadollara. Að auki hljóðar samningurinn upp á kaup á eldsneytisflugvélum, skriðdrekum og flugskeytum. Radarflugvélarnar verða ekki afhentar fyrr en árið 1985. Þær þykja einhver fullkomnustu her- gögn Bandaríkjanna. AWACS vélarnar eru venjulegar Boeing 707 flugvélar sem útbúnar eru háþróuðum rafeindabúnaði og radar- diski ofan á. í notkun eru nú 24 slíkar vélar þar af 14 staðsettar í Bandaríkjunum, fjórar í Saudi-Ara- bíu, 2 í Egyptalandi, tvær á Okinawa í Japan og tvær eru staðsettar hér á Keflavíkurflugvelli. Vélarnar sex í Saudi-Arabíu og Egyptalandi eru þar vegna tímabundinna verkefna og þær eru í eigu og umsjá Bandaríkja- manna. Fyrirhuguð er sala 18 radar- flugvéla til ríkja Atlantshafsbanda- lagsins og er ein vél þegar komin til Evrópu til undirbúnings því. ísraelsmenn hafa harmað að öld- ungadeildin skyldi veita leyfi fyrir sölu vélanna til Saudi-Arabíu og til- kynnt hefur verið að ísraelska stjórn- in muni, á fundi sínum í dag, sam- þykkja sérstaka mótmælayfirlýsingu til Bandaríkjastjórnar. Opinberir embættismenn í fsrael hafa sagt að stjórnin muni mótmæla því að Bandaríkin selji óvinum Ísraelsríkis svo skaðleg vopn ríkinu og að stjórn- in muni áskilja sér fullan rétt til að bregðast við því á viðeigandi hátt. Engin yfirlýsing vegna úrslita málsins hefur komið frá ríkisstjórn Saudi- Arabíu en egypzka stjórnin hefur látið 1 ljós ánægju sína.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.