Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. Veðriö Gert er ráð fyrir hœgri austan og, norðaustanátt i dag. Láttskýjað á Suðvesturlandi, annars skýjað. Þokusúld á Norðaustur- og Austur- iandi, þykknar upp aftur (nótt á Suð- austuriandi með vaxandi austanátt. Kl. 6 var í Reykjavík hœgviðri, lótt- skýjað og 0 stig, Gufuskálar austan 3,. skýjað og 2, Galtarviti norðaustan 1,' skýjað og 0, Akureyri heegviöri, skýjað og 0, Raufarhöfn austan 1, skýjað og 3, Dalatangi hœgviðri, skýjað og 3, Hðfn austan 2, skýjað og 4, Stórhöföi austan 2, léttskýjað og 3. Þórshöfn skýjað og 6, Kaupmanna- höfn þokumóða og 7, Osió skýjað og 4, Stokkhóimur rigning og 7, London skýjað og 7, Hamborg súld og 7, Porís alskýjað og 11, Madrid iáttskýjað og 3, Lissabon heiðsklrt og 12, New York heiðskírt og 11. Krisljana Þorsleinsdóttir, Oddagötu 6 i Reykjavik er látin. Hún var fædd I. júlí 1903, dóttir hjónanna Þorsteins Sigurðssonar Manberg og Gabríellu Benediktsdóttur Manberg. Hún giftist Einari Ólafi Sveinssyni, þau eignuðust einn son, Svein Einarsson þjóðleikhús- stjóra. Kristjana verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 29. oklóber, kl. 15. Árni Beck vélstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. október kl. 13.30. Birgir Kristjánsson járnsmíðameistari, Álfhólsvegi 129 Kópavogi, andaðist þann 27. október. Björn Jóhannsson, Laugarnesvegi 104, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. október kl. 13.30. Bjöm Snæbjörnsson stórkaupmaður, Barmahlíð 31 Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni i dag, fimmtudag, kl. 13.30. Jóhann Jónsson, Bjarkarlundi Garða- bæ, andaðist í Landakotsspítala að kvöldi 27. október. Jón Sigurðsson, Kleppsvegi 72, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 3, fimmtudaginn 29. október. Kristbjörg Magnúsdóttir frá Gunnólfs- vík andaðist 17. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Sigurbjörnsdóttir, andaðist 24. okt. sl. að Elliheimilinu Grund. Jarðar- förin hefur verið ákveðin föstudaginn 30. október kl. 10.30 f.h. frá Hall- grimskirkju. Ragnheiður Skúladóttir læknir and- aðist á sjúkrahúsi í Buffalo, NY, 27. október. Félagsfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Reykjavik, verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 29. október, kl. 20.30 að Hátúni 12, fyrstu hæð. Á fundinn kemur Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Ræðir hann um samstarf Sjálfs- bjargar og ASÍ, síðan mun hann svara fyrirspurnum. mnr FILMUR OG VÉLAR S.F. SKÓLAVÖRDUSTÍG 41 - SIMI 2023S. BSRB og aðildarfólögin halda fjölmarga fundi um kjaramálin og kröfugerðina síðustu vikuna í október. Verða fundimir á 23 stöðum úti um allt land og hófust þeir fyrstu 22. okt. Skoðanakönnun veröur gerð meðal félagsmanna á fundunum. Þá verða fjölmargir fundir á vegum félaganna í Reykjavík og nágrenni. Fundarstaðir verða sem hér sgir: Starfsmannafélag Stjórnarráðsins: Fimmtudagur 29. okt. kl. 17.00. Borgartúnó. Akranes: Fimmtudagur 29. okt. kl. 20.30. Fjölbrautaskólinn. ísafjörflur: Fimmtudagur 29. okt. kl. 21.00. Hótel ísafjöröur. Bolungarvlk: Föstudagur 30. okt. kl. 17.00. Grunnskólinn. Félag islenzkra simamanna: Fimmtudagur 29. okt. kl. 16.15. Thorvaldsenstræti 4. Bahálar Opifl hús Baháíar hafa opið hús að Óöinsgötu 20, öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Frjálsar umræður, allir velkomnir. Umræðuefni kvöldsins verður friðarhreyfing. Háskólatónleikar Föstudaginn 30. október verða aðrir háskóla- tónleikar vetrarins í Norræna húsinu. Ágústa Ágústsdóttir sópran og Jónas Ingimund- arson píanó flytja sönglög eftir W.A. Mozart. Alls eru fyrirhugaðir 14 tónleikar í vetur, sjö fyrir og sjö eftir jól, á sama staö og tíma. Verða þeir tilkynntir jafnóðum í Dagblaðinu. I vetur er 8. starfsár háskólatónleika, — þeir voru fyrst haldnir veturinn 19"/4—75. Raunin hefur oröið sú, að tónleikamir hafa lítið verið sóttir af kennurum og nemendum. Því er það nýmæli tekið upp aö halda tónleikana í hádeginu á föstudögum, og eiga þeir að jafnaði ekki að standa lengur en liðlega hálfa klukkustund. ÖUum er auðvitað heimill aögangur en með þesari tíma- o6 staðsetningu er þó einkum reynt að gera nemendum og konnurum háskólans sem þægilegast að sækja þá. Þriöju áskriftartónleikar Sinfónfuhljómsveitar íslands þetta starfsár verða í Háskólabiói fimmtudaginn 29. okt. og hefjast kl. 20.30. Efnisskráin verður sem hér segir: Bruch: Konsert fyrir tvö píanó. Chopin: Rondo fyrir tvö pianó. Dvorák: Sinfónía nr. 6. Stjórnandi er aðalhljómsveitarstjóri hljómsveit- arinnar, Jean-Pierre Jacquillat. Einleikararnir eru tveir, Anna Málfríður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky. Leikfélag Akureyrar sýnir Jómfrú Ragnheiði eftir Guðmund Kamban, fimmtudaginn 29. okt. og föstudaginn 30. okt. kl. 20.30. Eru það þriðja og fjórðasýning. Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Bríet Héðinsdóttir, tónlist er eftir Jón Þórarinsson, leik- mynd eftir Sigurjón Jóhannsson og lýsing hönnuð af David Walter. Alls koma fram um 20 leikarar í sýningunni. Ragnheiður er leikin af Guðbjörgu Thoroddsen, Brynjólfur biskup af Marinó Þorsteinssyni og Helgu í Bræðratungu leikur Sunna Borg. Sala fastra aðgangskorta er hafin og er alla daga 1 miðasölu milli kl. 4 og 7. Sími i miðasölu er 24073. Leikfélag Akureyrar fer af stað með námskeiö fyrir 12—16 ára og 16 ára og eldri um næstkomandi mánaðamót. Innritun og upplýsingar í símum 24073 og 25073 milli kl. lOog lódaglega. Barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi í leikstjóm Þórunnar Sigurðardóttur fer í æfingu í þessari viku. Breiðholtsleikhúsið sýnir á fimmtudags- og sunnudagskvöldum Breiðholtsleikhúsiö frumsýndi á sunnndaginn revíukabarettinn Lagt í pottinn í Félagsstofni-n stú- denta við Hringbraut. Aðsókn var góð og uröu margir frá aö hverfa. Verkið verður framvegis sýnt á fimmtudags- og sunnudagskvöldum. Gestir sitja viö borð og geta notið léttra veitinga meðan 4 sýningu stendur. Miðasala Breiðholtsleikhússins er opin alla daga milli kl. 18 og 20. Síminn þar er 29619. , Úr sýningu Breiðholtsleikhússins á Lagt í pottinn eftir þá Þránd Thoroddsen og Gunnar Gunnarsson. Fólag fatlaflra í Reykjavíkog nágrenni Nú líður óðum að basar félagsins, sem verður i fyrstu viku desembermánaðar. Basarvinnan er komin í fullan gang, komið er saman öll fimmtudagskvöld kl. 20.00 í félagsheimilinu Hátúni 12. Vonast er eftir stuðningi frá velunnurum félagsins eins og undanfarin ár. Basar verkakvenna- fólagsins Framsóknar verður haldinn laugardaginn 7. nóv. í Lindarbæ. Vinsamlega komið basarmunum til skrifstofu félags- ins, sem er opin frá kl. 9—17 alla virka daga. ar I GÆRKVÖLDI SETIÐ í SVARTHOU Stjörnugláp hefur stundum verið kallað rómantískt. Lítið fór fyrir því í löngum sjónvarpsþætti í gærkvöld. Vafalaust hefur flestum þótt textinn snúinn og fullur af óskiljanlegum hlutum. Þátturinn var-ekki sniðinn við hæfi alþýðu manna. Vita menn eftir hann eitthvað um „dulstirni” og „svarthol” geimsins, sem eru for- vitnilegustu viðfangsefnin? í staðinn munu flestir áhorfendur hafa setið eins og i svartholi undir þessum texta. Oft eru sýndir þættir, þar sem heimsfrægir upplesarar, útlendir, segja frá. Þá er venjulega settur ís- lenzkur þulur í þeirra stað og þaggað niður í hinum útlenda. I stjörnuþætt- inurrt var sá útlendi látinn tala. Til góðs hefði verið að hafa í því tilviki íslenzkan þul. Líklega hefði málið komizt betur til skila, ef svo hefði verið. En fyrst og fremst eru slíkir þættir, sem oft eru sýndir, alltof flóknir sem almennt sjónvarpsefni. Eftir nítján þætti af sápuóperunni Dallas verður maður þreyttur, þótt blessunarlega hafi maður misst af sumum. Persónurnar hreyfast nánast ekki frá einum þætti til annars. Síðdegissápuóperurnar í bandarísk- um stöðvum eru þannig í laginu, að óhætt er að víkja frá í svo sem tvö ár, koma svo til baka og taka upp þráð- inn. Þá kemst allt til skila. Höfundar slíks efnis eru gæddir þeim fágætu hæfileikum að koma því saman, án þess að neitt gerist sem máli skiptir, viku eftir viku. Fyrsti þátturinn um tryggingamál var miklu þolanlegri en halda mátti að óreyndu. Efnið var skörulega fram sett og alltaf er gaman að gömlum íslenzkum ljósmyndum. Þó er þess að vænta að næstu þættir verði athyglisverðari en öllu skiptir hvernig á efninu verður tekið. Viðtöl við bótaþega verða vonandi uppi- staðan, fremur en upplestur. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur basar að Hallveigarstöðum kl. 14 laugardag- inn 31. október. Félagskonur eru beðnar að koma meö muni í félagsheimiliö að Baldursgötu 9 á milli kl. 14 og 17 fram til fimmtudags. Um skrefatalningu Pósts og síma Neytendasamtökin lýsa yfir stuðningi við framkomna tillögu tólf þingmanna, tveggja stjórn- málaflokka, á Alþingi um skoöanakönnun meðal neytenda vegna „skrefatalningar” Pósts og síma. Samtökin hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni viö framkomnar hugmyndir um skrefatalningu og telja að ná megi yfirlýstum markmiðum með skrefa- talningunni með einföldum breytingum á gjald- skrám. Neytendasamtökin telja það gagnlegt að þau megi taka þátt 1 undirbúningi og úrvinnslu skoðana- könnunarinnar, eins og gert er ráð fyrir i umræddri tillögu þingmannanna. Jónas Eysteinsson, sem um árabil hefur verið framkvæmdastjóri félagsins, lét af störfum í árslok 1980 og voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. í skýrslum stjórnar félagsins og deilda þess kom fram að vinabæjartengsl hafa verið virkasti þátturinn i starfi Norræna félagsins og á siöasta ári hafa tengsl við Grænlendinga aukizt verulega. Á íslandi eru um 30 bæir með vinabæjartengsl og alls á Norðurlöndum um 500 bæir. Frifljón Þórflarson ráðherra, kona hans, Krístin Sig- urðardóttir og Hjálmar Ólafsson. Ákveðið var að minnast 60 ára afmælis félagsins á næsta ári á viðeigandi hátt og sömuleiðis að hefja undirbúning að þátttöku í hátíðahöldum á Grænlandi í tilefni 1000 ára afmælis byggðar norrænna manna þar. Hjálmar Ólafsson var einróma endurkjörinn for- maöur félasins og aðrir i stjórn voru kosnir einum rómi. Á laugardagskvöld 10. okt. sýndu norræni sam- starfsráðherrann Friðjón Þórðarson og kona hans Kristín Sigurðardóttir Norræna félaginu þann sóma að heimsækja sambandsþingið og bjóða þingfulltrú- um til levöldverðar. Flutti hann snjalla ræöu við það tækifæri. Vegabréfsáritun þarf til Filippseyja Frá og með 9. nóv. nk. fellur úr gildi samkomulag milli íslands og Filippseyja um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana fyrir ferðamenn, sem gilt hefur siðan 1975. Frá og með 9. nóvember, nk. þurfa því íslenzkir ferðamenn til Filippseyja að afla sér vegabréfá- ritunar, sem mun fást ókeypis hjá sendiráðum Filippseyja. Athugasemd f rá ÚTSÝN IMýútkomin frímerki Kristniboösárið 1981, þegar minnzt er 1000 ára afmælis kristniboös á íslandi, er tilefni frímerkis sem Póst- og símamálastofnunin gefur út. Frimerkið ber mynd af róðukrossi frá kirkjunni að Álftamýri við Arnarfjörð. Hann er nú í Þjóðminjasafninu og mun að líkindum vera frá miðöldum. Krossinn er skorinn úr rekaviði, eintrjáningi, og eru greinar nýttar sem armar krossins. — Krossmerkið helzta tákn kristinnar trúar, táknar sáttagjörðina milli Guðs og manna og einnig mannanna innbyrðis. Póst- og símamálastofnunin gefur á þessu ári út jólafrimerki með laufabrauð að myndefni. —• Laufabrauösgerðin hefur verið mjög útbreidd á Noröurlandi og Norð-Austurlandi en hefur nú breiðzt út víöa um land. — Á siðari tímum hefur laufabrauðsgerðin veriö eingöngu bundin jólunum en var fyrrum viöhöfð fyrir aðrar stórhátíðir ársins og fyrir brúðkaupsveizlur. Laufabrauösgerð er þjóðlegur siður og virðist ætla að viðhaldast með yngri kynslóðum. Sambandsþing Norræna fé- lagsins var haldið í Munaðarnesi 10. og 11. október sl. Formaður félagsins, Hjálmar Ólafsson, setti þingið með ræðu og minntist Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar, fyrrum forsætisráðherra, sem látizt hafði eftir síöasta sambandsþing. Hann var 16 ár formaður fé- lagsins og síðar heiðursfélagi. Sambandsstjórn hafði kjörið Steindór Steindórsson fyrrum skólameistara heiöursfélaga og afhenti formaður honum heiðursskjal til staöfesting- ar. Steindór var frumkvöðull að stofnun Norræna félagsins á Akureyri fyrir nær 50 árum og hefur æ síðan starfað í Norræna félaginu, oftast sem stjórnarmaður. Forsetar þingsins voru kjörnir Hjálmar ólafsson, Kópavogi, Gylfi P. Gislason, Reykjavík, Bárður Halldórsson, Akureyri og ritarar þeir Hörður Bergmann, Reykjavík og Stefán ólafsson, Mosfells- sveit. í itarlegri skýrslu formanns kom fram að starf- semi Norræna félagsins síðustu 2 árin var mjög fjöl- breytt og fer sívaxandi. Dagblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Ingólfi Guðbrandssyni forstjóra Útsýnar, vegna klausu sem birtist í blaðinu í gær í dálkinum Fleira fólk: „Það er engin nýlunda að Útsýnar- ferðir veki athygli almennings. Hvað sem dylgjum Dagblaðsins líður, er það almannarómur að þær séu með af- brigðum vinsælar og eftirsóttar, enda hlýtur það að vera ástæðan fyrir að bæði Vikan og Dagblaðið hafa sótzt eftir að fá Útsýnarferðir í verðlaun í getraunum sínum í ár. Útsýn hefur sent fjölda farþega til Thailands á undanförnum árum. Þrátt fyrir það vekur það undrun, að farþeg- ar Úrvals, sem þar eru nú staddir skuli vekja sérstaka athygli Thailendinga fyrir að hafa verið þátttakendur í af- mælisferð Útsýnar til Mexico í fyrra! Raunar fær þetta ekki staðizt. Eftir upplýsingum sem fyrir liggja sem trúnaðarmál frá forstjóra Úrvals, er aðeins um fjóra farþega að ræða í umræddri Bangkok-ferð Úrvals, sem þátt tóku í afmælisferð Útsýnar i fyrra. Verður ekki í fljótu bragði séð, að neitt sé við það að athuga, a.m.k. ekki af hálfu Útsýnar, og þaðan af siður að það gefi tilefni til blaðaskrifa. Staðhæfingu Dagblaðsins um það, að Útsýn hafi auglýst nokkrar ferðir til fjarlægra staða, en hafi orðið að hætta við þær vegna lítillar þátttöku, er visað '°g allir vildu j ferAino 5 °g *°niu ftasss-»: Iltillar Klausan sem gerð er að umtalsefni. á bug sem grófum ósannindum. Leigu- flugsferð til Kaliforníu sem fyrirhuguð var í tengslum við flugvélarskoðun var dregin til baka af tækniástæðum og væntanlegum farþegum boðið upp á önnur hagstæð fargjöld. Engri ferð hefur verið aflýst vegna þátttökuleysis. Hins vegar seldist Brazilíuferð Útsýnar í nóvember nk. upp á tveimur dögum, og í hana komast færri en vilja, en þó um 150 manns, þar af um 50 þátttak- endur í Mexicoferðinni í fyrra, eða fleiri en allir þátttakendur í umræddri Thailandsferð.” GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 206 F.r«am»nn« 29. OKTÓBER1981 aiaid.yrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 7,768 7,790 8,569 1 Steriingspund 14,149 14,189 15,607 1 Kanadadollar 6,428 6,446 7,090 1 Dönsk króna 1,0529 1,0559 1,1614 1 Norskkróna 1,2937 1,2974 1,4271 1 Sœnsk króna 1,3786 1,3826 1,5208 1 Finnskt mark 1,7363 1,7412 1,9153 1 Franskur franki 1,3486 1,3524 1,4876 1 Belg.franki 0,2031 0,2037 0,2240 1 Svissn. franki 4,1019 4,1135 4,5248 1 HollenzkYlorina 3,0685 3,0772 3,3849 1 V.-þýzkt mark 3,3870 3,3966 3,7382 1 (töbk líra 0,00638 0,00640 0,00704 1 Austurr. Sch. 0,4831 0,4845 0,5329 1 Portug. Escudo 0,1184 0,1180 0,1306 1 Spánskur peseti 0,0790 0,0793 0,0872 1 Japansktyen 0,03303 0,03312 0,03643 1 IrsktDund 11,992 12,026 13,228 SDR (sér*tök dráttarráttlndl) 01/0* 8,8763 8,9015 Sfmsvarí vagna genglsskránlngar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.