Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 28
Fjórar kindur dauðar Fjórar kindur lágu dauðar á þjóö- veginum og tvær til viðbótar varð að aflifa eftir að vörubíll lenti inni i hóp kinda sem skyndilega skunduðu yfir Suðurlandsveg við Hólmsárbrú í gærmorgun. Mikil hálka var og áttu kindurnar erfitt með að fóta sig á veginum og bilstjórinn á þungum vörubíl átti erfitt með að hemla. Ekki varð því komizt hjá slysinu. f kindahópnum voru 20—25 kind- ur. Var fullvíst talið að fleiri hefðu ekki orðið fyrir höggi. Um svipað leyti kom pallbifreið að austan og skammt frá siysstaðnum hugðist ökumaður hemla. Hálkan var slik að bíllinn flaug út af vegi, valt og skcmmdist mikið. -A.St. Húð Vals Margeirssonar var illa farin áður en hann hóf böðun f lóninu við Svartsengi. Hann er nú á góðri leið með að lagast eftir dagleg böð í tvær vikur, DB-mynd:emm. Bati psoriasissjúklings skjóturíSvartsengi: „Það er kraftaverk aðsjá manninn” „Það er kraftaverk að sjá mann- inn. Hann var allur flakandi i sárum en nú er hann eins og nýr maður,” sagði Ingólfur Aðalsteinsson hita- veitustjóri Hitaveitu Suðurnesja. Eins og fram kom í DB í gær, hefur ungur Keflvikingur, Valur Margeirs- son, baðað sig i affallslóni hitaveit- unnar í Svartsengi undanfarnar tvær vikur. Valur hefur setið daglega í lóninu 20—45 minútur. Hann er psoriasissjúklingur og hefur með þessu fengið mikla bót. „Þetta er afgangsvatn, raunveru- lega sjór, sem kemur upp úr borhol- unum eftir að við höfum notað gufuna úr honum,” sagði Ingólfur. Vatnið í lóninu er því salt og sagði Ingólfur að það væri um 70 gráða lieitt þegar það kæmi úr affallsrörun- um en kólnaði eftir því sem lengra drægi. Þar sem Valur baðar sig i lóninu er hitinn 35—40 gráður. - Ingólfur sagði að stjórn Samtaka psoriasissjúklinga hefði kannað aðstæður við Svartsengi. Til bráða- birgða yrði komið upp skýli þar en hins vegar þætti ekki rétt að fjárfesta mikið áður en nienn vissu betur um hvað væri að ræða þarna. -JH. Formaður LIÚ um afleiðingar 5% fiskverðshækkunar: GENGISFELUNG EINA LAUSNIN” — togarasjómenn hóta að sigla í land og megn óánægja á meðal sjómanna almennt. Farmanna- og fiskimannasambandið mótmælir harðlega, svo og fulltrúar seljenda ,,Ég sé ekki með hvaða hætti öðrum á að koma til móts við sjó- menn og sjávarútveginn í heild,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, er Dagblaðið lagði i morgun fyrir hann þá spurningu hvort hann teldi að gengisfellingar væri að vænta í kjölfar þeirrar 5% fiskverðs- hækkunar sem ákveðin var á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær. Fiskverð var í gær ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltrúum kaupenda en fulltrúar seljenda, þeir Kristján og Ingólfur Ingólfsson, greiddu atkvæði gegn hækkuninni. Fjöldi togara hefur hótað því að sigla í land í kjölfar þessarar kjara- skerðingar, sem þeir nefna svo, og í gær gengu skeytasendingar á milli togara og lands og einnig var mikið um það að togararnir töluðust við sím á milli. Virtist það einróma álit þeirra sem DB hafði spurnir af að ekkert væri að gera annað í stöðunni en mótmæla þessari verðákvörðun með því að siglá í land. Framkvæmdastjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins mótmælti eindregið þeim fyrirhuguðu áformum ríkisstjórnarinnar að knýja fram hjá yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins, að kaupendur og oddamaður ákveði 5% meðaltals verðhækkun á þorski og enga hækkun á ýsu. Skor- uðu þau eindregið á ríkisstjórnina að endurskoða afstöðu sína í þessu máli. -SSv. Frost og fimbulkuldi hefur aldrei aftraö sumu fólki frá aö stunda sund og böO úti undir beru lofti — nó heldur aftrar það vöskum Reykvíkingum frá þvi að sitja í henni Læragjá i Nauthóisvíkinni. Lengst til hægri á þessari mynd frá í gær þekkjum við Agnar Guðnason, hinn sikóta og síkvika biaðafuiitrúa bændasamtakanna. DB-mynd: „Rökrétt að stöðva loðnuveiðar” — sagði Árni Gunnarsson á þingi „Deilurnar um loðnuverð eru hjóm eitt miðað við fréttirnar af ástandi loðnustofnsins,” sagði Árni Gunnarsson (A) í utandagskrárum- ræðum um fiskverð og fleira í neðri deild í gær. ,,Það hlýtur að vera rök- rétt afleiðing að stöðva loðnuveið- arnar þegar í stað. Um er að ræða alvarlegasta mál sem upp hefur komið um langt skeið því loðnan er undirstaða í fæðu þorsksins.” Steingrímur ráðherra Hermanns- son kvaðst hafa haldið fund með tíu loðnuskipstjórum um málið. Teldu þeir um meiri loðnu að ræða en fiski- fræðingar ætluðu og gátu dæma frá fyrri árum. Árni Gunnarsson minnti á að þá er síldarstofninn nyrðra var eyðilagður hefðiekki verið farið að ábendingum fiskifræðinga en leitað ráða hjá skipstjórum síldarbáta. Þetta mál nú yrði að taka föstum tökum. -A.St. Ungir f ramsóknarmenn á Suðumesjum íhuga sérf ramboð við bæjarstjómarkosningamar í vor: Deilan snýst um ólýðræðis- leg vinnubrögð f fíokknum — segir Valdimar Þorgeirsson. Ungt fólk úr öðmm f lokkum sýnir málinu áhuga „Þetta er hugmynd sem komið hefur fram og verið rædd. Hins vegar er málið nú í biðstöðu og viljum við sem minnst um það tala opinberlega fyrr en það skýrist,” sagði Valdimar Þorgeirsson, ungur framsóknar- maður á Suðurnesjum, í samtali við DB i morgun. Ungir framsóknarmenn á Suður- nesjum hafa sagt sig úr fulltrúaráð- inu og hafa nú á prjónum sérfram- boð til næstu bæjarstjórnarkosninga. ,,Ég tek undir það sem Friðrik Georgsson sagði í viðtali við Víkur- fréttir að deilan snýst um ólýðræðis-’ leg vinnubrögð innan flokksins. Vinnubrögð sem samræmast ekki stefnu flokksins. „Ungt fólk hér á Suðurnesjum hefur sýnt þessu framboði mikinn áhuga og hér yrði þá um óháð fram- boð að ræða, ” sagði Valdimar. — Er þá hugsanlegt að ungt fólk úr öðrum flokkum raði sér í flokk með ykkur? „Meiningin er að kanna framboð ungs fólks og verður framboðið þá ekki bendlað við neinn ákveðinn flokk,” svaraði Valdimar. Hann sagði að hér væri ekki um klofning í Framsóknarflokknum að ræða. „Hér er aðeins um að ræða deilu milli einstaklinga í Keflavík, sem sagt bæjarpólitíkina. Ég vil taka það fram að þetta er ekki . ágreiningur um landsmálapólitík. — Hvenær áttu von á að fram- boðið verðiljóst? „Við vonumst til að það geti orðið eftir hálfan mánuð, þrjár vikur.” -ELA. frjálst, úhád dagblað FIMMTUDAGUR 29. OKT. 1981. Sjálfstæðisflokkurinn: Landsfundur setturídag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í Háskólabiói kl. 17.30 í dag. Vart er ofmælt að fundarins sé beðið með eftirvæntingu. Undanfarnar vikur og mánuði hefur tímasetning í þjóðlifinu miðazt við landsfund. Ákvarðanir í hinu og þessu bíða úrslita landsfundar. Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu i upphafi landsfundar og síðan verða flutt skemmtiatriði. Landsfundi lýkur á sunnudagskvöld, en á sunnudag verður gengið til kosn- inga. Þegar hafa Geir Hallgrímsson og Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra gefið kost á sér til formannskjörs. Líklegt er talið að Ellert Schram rit- stjóri gefi kost á sér til formannskjörs á landsfundinum. Þrír hafa gefið kost á sér til varaformannskjörs, Friðrik Sophusson alþingismaður, Ragnhildur Helgadóttir fv. alþingismaður og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri. Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra hefur verið orðaður við framboð, en í morgun var það talið ólíklegt. Sá möguleiki er þó ekki útilokaður. Landsfundarfulltrúar eru um 900 og þar af er talið að stjórnarsinnar í flokknum eigi 200—250 fulltrúa á landsfundi. Að lokinni dagskrá í Háskólabíói verður fundinum fram haldið í Sigtúni kl. 20.30 þar sem m.a. verður rætt um skipulagsmál flokksins. Fundargögn verða afhent í Valhöll frá kl. 14 og í Sigtúni frá kl. 19.30. -JH. Áskrrfendur DB athugið Vinningur í þessari viku er 10 glra Raleigh reiðhjól frú Fóik- anum, Suðurlandsbraut 8 Reykja- vík, og hefurhann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur I blaðinu ú mónudaginn. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.