Dagblaðið - 04.11.1981, Page 4

Dagblaðið - 04.11.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981 DB á ne vtendamarkaði ANNA BJARNASON Meðaltalið í september: Bezt útkoman hjá átta manna fjölskyldu með 524 kr. á mann Langhæsta meðaltalið hjá þriggja manna f jölskyldunum sem reyndust með 1.149 kr. á mann Þá höfum við reiknað út meðaltalið í heimilisbókhaldinu fvrir septembermánuð. Það var að mörgu leyti mjög óvenjulegt. Óhagstæðasta útkoman var hjá þriggja manna fjölskylduhópnum og reyndist vera 1.149 kr. á mann að meðaltali. Hag- stæðust var útkoman hjá átta manna fjölskyldunni, 524 kr. á mann að meðaltali. Við reiknuðum út eins konar landsmeðaltai sem reyndist 825 kr. á mann. Er það um 13% hærra en það var í ágúst, en innsendir seðlar voru mjög álíka margir og þá. Einstaklingurinn Við fengum einn seðil frá einstaklingi og var hann næstóhag- stæðastur eða með 969 kr. Við höfum áður fengið seðil frá þessum einstaklingi sem búsettur er í bæ á Norðurlandi. Tveggja manna Meðaltalið hjá tveggjamanna fjölskyldunum reyndist vera 952 kr. á mann. Þriggja manna Þriggja manna fjölskyldurnar voru nokkuð fjölmennar að þessu sinni en voru með langsamlega hæsta meðaltalið eða 1.149 kr. að meðaltali á mann. Munar þar mestu um sex seðla sem allir eru með yfir þúsund Það virðist vera óhagstæðast að halda uppi þriggja manna fjölskyldu. kr. í meðaltal, einn meira að segja FjÓgurra mann& hafa oft komið mjög vel út. Að með yfir 1.300 kr.l Fjögurra manna fjölskyldurnar þessu sinni er það fjölmennasti hópurinn og kemur frekar vel út, með 790 kr. I meðtal á mann. Fimm manna Fimm manna hópurinn var með 718 kr. í meðatal á mann og er það fjórða lægsta meðaltalið að þessu sinni. Sex manna Sex manna fjölskyldurnar komu frekarvel út með 708 kr. að meðaltali á mann, sem er þriðja lægsta meðaltalið. Sjö manna Seðill barst frá einni sjö manna fjölskyldu og reyndist hann vera með 686 kr. í meðaltal á mann. Er það næst lægsta meðaltalið. Átta manna Einn seðill barst einnig frá átta manna fjölskyldum og var hann lang- samlega lægstur eða upp á 524 kr. á mann að meðaltali. Tíu manna Fjölmennasta fjölskyldan okkar að þessu sinni var tíu manna og barst aðeins einn seðill í þeim flokki. Hann var með 936 kr. í meðaltal á mann eins og áður agði. Enginn seðill barst frá níu manna fjölskyldu. -A.Bj. BORGARBORNUNUM OFTILLA LAUN UD SVEITASTÖRFIN Við hér á mölinni þurfum líka að greiða fyrir alla skapaða hluti, segir í bréfi frá Reykjavíkurhúsmóður „Loksins læt ég nú verða alvöru úr því að senda ykkur mánaðar- uppgjör heimilisins. Við höfum keypt Dagblaðið frá upphaft og þegar vel þegin heimilis- síðan hóf göngu sína sendi ég inn seðla til ykkar fyrst í stað,” segir m.a. í bréfi frá Reykjavíkur- húsmóður sem sendi okkur upplýsingaseðil fyrir september- mánuð. Meðaltalið hennar er 777 kr. á mann en fjölskyldan er sex manna. Liðurinn „annað” er upp á 13.887 kr., eða 2.315 kr. á mann ef við deilum því niður á heimilisfólkið. „Af ýmsum ástæðum hætti ég að senda inn seðla til ykkar en ég hélt þó áfram að halda heimilisbókhald, þökk sé ykkur. Nú er ætlunin að gera bragarbót og hér kemur fyrsti seðillinn. Ég vil nota tækifærið til að þakka ykkur fyrir fjölbreytt og gott efni á heimilissíðunni. Ég hef safnað saman uppskriftum og ráðleggingum, sem birzt hafa á síðunni, í eina stóra möppu og hef notað það heilmikið. Tölurnar sem ég sendi ykkur eru hrikalegar. Þar koma til hærri skatt- ar og bygging bílskýlis, ásamt af- borgun af láni. Ég vinn utan heimilis hálfan daginn en samt ná endar engan veginn saman hjá okkur. Og þaðsem verraer, mér erekki nokkur leið að spara meira. Börnin eru-öll i skóla og þar sem þau tvö elztu voru í sveit í sumar var sumarhýran rýr hjá þeim, Sveitardvölin — vinnan — gerði þeim gott svo ekkert er við því að segja þó kaupið væri lágt. Það hefur nú samt orðið mér FSi umhugsunarefni hvað þeir bændur við hérna á mölinni þurfum líka að (þeir eru nú vonandi fáir) hugsi borða og borga fyrir alla skapaða skammt, sem ekki launa börnunum hluti. eftir þriggja mánaða þrotlausa vinnu. Heimilissíðunni óska ég langra lif- Allir þurfa umbun fyrir störf sín og daga og kveð að sinni”. UpplýsingaseðiU tO samanburöar á heimiiiskostnaði | Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsinganúðlun meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar • fjólskyldu af siimu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- ‘1 tæki. j Nafn áskrifanda________________________________________ | Heimíli______________________________________________ .1 i Sími \------------------------------------------------------ J 1 Fjöldi heimilisfólks_______ >l ! Kostnaður í októbermánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. Borgarbörn sem eru I sveit á sumrin og vinna þar hörðum höndum bera oft litið úr býtum. Það vill þá kannski gleymast að börnin hafa fengið bæði fæði og húsnæði á bóndabænum um sumarið. Það eru útgjöld, sem ekki þarf að huga beinlfnis að þegar þau dvelja i heimahúsum. Þessi mynd var tekin af fólki og fé i Lögbergsrétt. HlilY l

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.