Dagblaðið - 04.11.1981, Síða 5

Dagblaðið - 04.11.1981, Síða 5
DAGBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981 5 "N Atvinnuleysi blasir við í fiskvinnslu á Sauðárkróki - ríkisstjórnin taki af skarið um steinullarverksmiðju strax Mjög kvíövænlegá horfir nú í at- vinnumálum á Sauðárkróki. Meðal annars vegna þess samdráttar, sem þegar er orðinn og fer vaxandi f fisk- vinnslu þar, að sögn Jóns Karlssonar, formanns Verkamannafélagsins Fram. í ályktun, sem samþykkt var á fundi verkamannafélagsins, er skor- að á ráðamenn útgerðar og fisk- vinnslu á staðnum, sem og bæjaryfir- völd.þingmennog aðra þá, er málið varðar, að gera ráðstafanir til úrbóta. Vegna þess, að skipin hafa siglt með afla, hefur ekki verið nægur fiskur til vinnslu í landi á Sauðár- króki síðan í fyrstu viku október. Nú eru tveir togarar á veiðum og munu þeir selja afla sinn erlendis. Bátar á Sauðárkróki hafa dregið upp veiðar- færi sín. Ljóst er því, að öllu óbreyttu, að fiskvinnu lýkur næstu daga. Frysti- húsin verða þá að loka og við blasir atvinnuleysi. Fundur Verkamannafélagsins vek- ur athygli á forystu Sauðkræklinga i áhuga um byggingu steinullarverk- smiðjuáíslandi. Atelur fundurinn þann drátt, sem sifellt er á því að tekin sé ákvörðun um staðsetningu verksmiðjunnar. Skorar fundur Verkamannafélagsins Fram á iðnaðarráðherra og ríkis- stjórnina að ákveða nú þegar hlut- deild ríkisins að steinullarverksmiðju á Sauðárkróki. -BS. Vilja afnema einokun á sölu grænmetis — og verðákvarðanir Sexmannanefndar marki hámarksverð en ekki algilt vöruverð Sex þingmenn Alþýðuflokksins, með Vilmund Gylfason í broddi fylk- ingar, hafa lagt fram frumvarp til laga sem upphefur einokunarákvæði um sölu á matjurta- og gróðurhúsa- framleiðslu. Sölueinokun á þessum vörum er samkvæmt lögum nr. 101 frá 1966 í höndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Flutningsmenn gera ráð fyrir því, að eftir sem áður fari framleiðslu- ráðið með yfirstjórn sölumála mat- jurta- og gróðurhúsaafurða. Ekki er íögð til önnur breyting á Grænmetis- verzlun landbúnaðarins en sú, að fieiri aðilar fái leyfi til að verzla með þessar vörutegundir, uppfylli þeir viss skilyrði. Þá er einnig gerð sú breyting á gömlu lögunum að Sexmannanefnd- in ákveði ekki verð á þessum mat- vælum, heldur hámarksverð. í breytingartillögum er gert ráð fyrir að leyfi til sölu grænmetis- og gróðurhúsaafurða skuli þeir fá, sem uppfylli kröfur um heilbrigði og holl- ustuhætti um meðferð og geymslu grænmetis og annarra afurða. Skuli söluleyfið gilda í tvö ár. Gert er ráð fyrir að innflutningur kartaflna og á nýju grænmeti sé háður sérstöku leyfi ráðuneytis. Skuli ekki veita slík innfiutningsleyfi nema innlend framleiðsla fullnægi ekki eftirspurn og innflytjandi uppfylli kröfur um heilbrigði og hollustu- hætti. -A.St. Selbúðirnar jaf naðar við jörðu Smám saman — en ailt of hægt að margra mati — er verið að jafna við jörðu versta íbúðarhúsnæðið i Reykja- vik. Þannig er það til dæmis með Sel- búðirnar vestast á Vesturgötunni, sem fyrst voru notaðar fyrir verbúðir en síðan sem leiguibúðir á vegum borgar- innar. Hafi verið til grimmt og heilsu- spillandi húsnæði í Reykjavík, þá var það þarna vestast i Vesturbænum. DB-mynd: S. MÁLVERKA OG MYNDAINNRÖMMUN Mikið úrval af speglum í römmum, MYNDA-OG MÁLVERKASALA INNRDMMUN SIGURJÓNS ■N ÁRMOLA 22 — SlMI 31788 Einstakt tækifæri Þoaai eftiraótti bfll, Chevrolet Malibu Claaaic '79 fasat jafnvel allur á 3ja ára akuldabrófi, aem er mjög hagsteatt (dag. 8 cyl 306 cub sjálfskiptur með vökvastýri, splittuðu drifi, o.fl. Skipti llka mögu- leg á seljanlegum, ódýrari bfl. BJLAKALIP ■inilmi!ÍTiii~i;iii:::íTi!i[TiniMilinITi.l:iá'imiui SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030 Fyrir unga sem aldna Opið í öllum deildum: mánud.- yQ miðvikud. I 9-18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12, /srm~l r C □ C D d U Cl'J' l.FjWÍÍS. lulzcu uuua.jjJji? í_í i_, _ Q ui juij-n jv; Jón Loftsson hf. rm?TF1 if'Í'l'fl'í Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild Sími 28601

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.