Dagblaðið - 04.11.1981, Page 6
Lokað
í dag, miðvikudag, vegna eigendaskipta.
Vestursfóð
Hagame/67
VIDEOl
Video — Tœki — Fiimur
Leiga — Safa — Skipti
Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480.
Skólavöröustíg 19 (Klapparstigsmegin).
KVIKMYNDIR
RITARI
Sjávarútvegsráðuneytið óskar að ráða ritara til
starfa í 4 mánuði. Vélritunarkunnátta nauðsyn-
leg svo og reynsla í almennum skrifstofustörfum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist ráðuneytinu að Lindargötu 9,
101 Reykjavík, fyrir 20. nóvember nk.
as
FREEPORTKLÚBBURINN
Opinn félagsfundur Freeportsklúbbsins
Ný
áfengismálastefna?
Nú liggur fyrir Alþingi að móta nýja áfengis-
málastefnu.
Freeportklúbburinn hefur fengið til að hafa
framsögu á fundinum alþingismennina# Árna
Gunnarsson, Halldór Ásgrímsson, Helga
Seljan og Friðrik Sófusson.
Á eftir framsöguræðum verða almennar um-
ræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm
leyfir og hefst kl. 20.30 í Víkingasal Hótel
Loftleiða fimmtudaginn 5. nóv. n.k.
Stjórnin
1X2 1X2 1X2
10. leikvika — leikir 31. okt. 1981
Vinningsröð: 12X-X21-122-X1X
1. vinningur: 12 réttir — kr. 29.755.00
30748(4111)+ 33429(4111) 40526(4/11)+ 65058(6/11) 66980(6/11)
2. vinningur: 11 réttir — kr. 625.00
29 11447+ 25785+ 34456 41422 67748+ 71212
2362 12914 26546 34736 65052 67772+ 71409
3042 14024 30334 35046+ 65055 67836+ 25711(2/11)
3470 15485 31475+ 35292 65199 68594 26576(2/11)
5379 16429 31566 36787+ 65793 68843 32916(2/11)
5655 20848 31679 37412 65945 69030 33361(2/11)
5733 21449 31760+ 38744 66195 69235 3805712/11)
5794 22701 32821 39377 66386 70533 41288(2/11)
5994 23499 33624 40527+ 66627 70809+ 67236(2/11)
6215 25314 34086 40529+ 66656 70939+ 69150(2/11)
Kærufrestur er til 23. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur
skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs-
mönnum og á skrifstofu Getrauna í Reykjavík. Vinnings-
upphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa
stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK.
DAGBLAÐIÐ. M1ÐV1KUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
Erlent
Erlent
Samningaviðræðurnar um sovézka kafbátinn í sjálf heldu:
Skipstjórinn fær
ekki að yfirgefa
kafbátinn aftur
— samkvæmtfyrirmælum sovézkra stjórnvalda
Samningaviðræður um að láta
lausan sovézka kafbátinn sem strand-
aði í sænska skerjagarðinum fyrir níu
dögum eru nú komnar í sjálfheldu
eftir að sovézk stjórnvöld fyrir-
skipuðu að skipstjóri kafbátsins ætti
að dveljast um borð og fara ekki
þaðan til frekari yfirheyrslna.
Skipstjóri kafbátsins Potr Gushin
var yfirheyrður í sex tíma um borð í
sænsku herskipi í fyrradag, en Svíar
voru ekki ánægðir með svör hans.
Sænskir hernaðarsérfræðingar höfðu
gert ráð fyrir að yfirheyrslurnar
héldu áfram þar sem grunur leikur á
að kafbáturinn hafi verið að njósnum
þegar hann strandaði á hernaðar-
bannsvæðinu fyrir utan fiotastöðina i
Karlskrona. En skipstjórinn hefur nú
fengið fyrirmæli um að yfirgefa ekki
kafbátinn nema með sérstöku leyfi
yfirboðara sinna í Sovétríkjunum, að
því er talsmaður sænsku stjórnar-
innar hefur sagt.
Sovézk yfirvöld hafa sagt að engar
frekari yfirheyrslur muni eiga sér stað
nema um borð í kafbátnum. Svíar
gera hins vegar kröfur til að yfir-
heyrslurnar fari fram um borð í
sænsku skipi eða á sænsku landi.
Sænsk yfirvöld hafa látið í ljós von-
brigði með árangur yfirheyrslunnar
og telja að henni verði haldið áfram
þótt óvíst sé hvenær það verði. Tals-
maður varnarmálaráðuneytisins
sænska hefur þó látið hafa eftir sér
að taka muni langan tíma að ná sam-
komulagi um að láta kafbátinn
lausan.
Sænskir hernaðarsérfræðingar
fóru um borð í kafbátinn í fyrradag
og skoðuðu sjókort hans, siglingabók
og annan útbúnað en ekki hefur enn
verið sagt opinberlega til hvers rann-
sóknin hafi leitt.
Kafbáturinn hefur nú verið dreg-
inn af strandstað en þannig frá
honum gengið að hann mun ekki
geta siglt á brott.
Sovézld kafbálurinn á sfrandstað i sænska skerjagarðinum. Við hliö hans liggur sænskur dráttarbátur og
forvitnir áhorfendur fylgjast með. Kafbáturinn hefur nú verið dreginn af strandstaðnum.
Sjúkrahúsrúm á sama
verði og lúxussvíta
Á vissum deildum innan sjúkrahús-
anna í Malmö í Svíþjóð er kostnaður-
inn við hvert sjúkrarúm á dag fyllilega
sambærilegur við kostnað þess að
leigja sér svítu á lúxushóteli. Tölurnar
eru teknar úr rekstrarskýrslu sjúkra-
húsanna fyrir árið 1980.
Dýrastá deildin í Málmey er heyrnar-
deildin en þar kostar sólarhringurinn
2219 sænskar krónur. Á skurðdeild
kostar sami tími 1828 s.kr. og á deild-
inni fyrir þvagfærasjúkdóma 1715 •
s.kr. Barnadeildin kemur næst með
1692 s. kr. á sólarhring og smitsjúk-
dómadeildin með 1509 s.kr. Ódýrast er
að liggja á geðdeildinni við Östra
sjukhuset, þar kostar sólarhringurinn
571 s.kr.
Sovézki sendiherrann i Stokkhólmi hafði siður en svo ástæðu til að vera i góðu skapi á sýningu þeirri á tveimur einþáttungum
eftir Strindberg, sem sýndir voru á Dramaten til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Erfiðleikar hans þennan
dag hófust kl. 13.15 en þá var hann kallaður á fund Ola Ullstens, utanríkisráðherra Svíþjóðar, til aðútskýra strand sovézks
kafbáts i sænskri landhelgi. — Ég veit ekkert um þennan kafbát, var svar sendiherrans, Mikhails Jakolevs. Kl. 15:45 var
hann aftur mættur i utanríkisráðuneytið og tók þar á móti þeim harðorðustu mótmælum sem Svíar hafa nokkurn tima beint
gegn Sovétríkjunum. Honum var jafnframt tilkynnt að Sovétmenn fengju ekki leyfi til að bjarga hinum strandaða kafbáti. Kl.
18 kom hann enn á ný I utanríkisráðuncytið og bað um að þrjú rússnesk skip fengju leyfi til að draga kafbátinn af strandstað.
Svarið var þvert nei. Kl. 19.45 var hann hinsvegar mættur i sparifötunum i leikhúsið. Á myndinni eru italin frá vinstri í
fremstu röð: Thorbjörn Fálldin, forsætisráðherra, Silvia drottning, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Karl Gustaf,
konungur, Ingemund Bentsson, forseti sænska þingsins, Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra íslands og Mikhail Jakolev
ásamt túlki sínum.