Dagblaðið - 04.11.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
{______________Erlent______________Erlent__________Erlent Erlent J
Umdeild ákvörðun norska utanríkisráðherrans:
Evensen sviptur
embættum sínum
— afskipti af stjórnmálum samrýmast ekki störfum embættismanna
ríkisstjórnarinnar, segir Svenn Stray, utanríkisráðherra
Svenn Stray, utánríkisráðherra
Noregs, hefur ákveðið að Jens Evensen
sendiherra verði sviptur flestum þeim
embættum sem hann hefur gegnt fyrir
norska utanríkisráðuneytið undanfarin
ár.
Jens Evensen hefur í tvo áratugi
verið helzti sérfræðingur Norðmanna í
þjóðarétti, einkum á sviði fiski- og haf-
réttarmála og verið deildarstjóri í utan-
ríkisráðuneytinu. Hann var formaður
nefnda þeirra er sá um samninga
Norðmanna við Efnahagsbandalagið
um fríverzlunarsamkomulagið árið
1972 og hann hefur einnig verið í for-
svari fyrir öllum helztu samningum
Norðmanna um hafréttarmál. Hann
var viðskiptaráðhecra og ráðherra haf-
réttarmála í ríkisstjórn Tryggve Bratt-
elliáárunum 1974— 1978.
Svenn Stray utanríkisráðherra hefur
nú ákveðið að Evensen muni ekki taka
þátt í samningaviðræðunum við Sovét-
ríkin um markalínuna milli ríkjanna á
Barentshafi. Hann mun heldur ekki
eiga aðild að samningaumleitunum við
Dani um markalínu miíli Grænlands og
Jan Mayen né heldur um fiskveiðisam-
komulag við Efnahagsbandalagið.
Hann mun hins vegar halda starfi sínu
sem fulltrúi Norðmanna á alþjóða haf-
réttarráðstefnunni.
Evensen hefur verið umdeildur í
Noregi og hefur á síðasta ári orðið fyrir
harðri gagnrýni frá hægriflokkunum
fyrir að vera í forsvari fyrir umræðum
um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum. Svenn Stray hefur sagt
að það eigiekki við að embættismaður
ríkisstjórnarinnar sé að gefa yfirlýs-
ingar um pólitísk málefni. Hann hefur
þó sagt að starf Evensen að hugmynd-
inni um kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd sé ekki ástæðan fyrir að hann sé
sviptur þessum störfum en aðrir vilja
meina að erfitt sé að sjá aðra skynsam-
lega skýringu. Á það hefur líka verið
bent til samanburðar að meðan hin hat-
ramma deila stóð í Noregi um aðild
landsins að Efnahagsbandalaginu fyrir
rúmum tíu árum hafi embættismenn
ríkisins ekki legið á liði sínu til stuðn-
ings aðildinni. Evensen hefur sagt að
hann vinni nú að því að undirbúa drög
að samningi um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd.
Aðgerðir Svenn Stray þykja einnig
bera vitni um að norska ríkisstjórnin
ætli að sýna meiri hörku í þeim fisk-
veiði og landhelgissamningum sem
teknir hafa verið undan stjórn Even-
sen.
Ráðstafanir utanríkisráðherrans
hafa vakið töluverða andstöðu Verka-
mannaflokksins á norska þinginu og
þær taldar varasamt fordæmi.
Jens Evensen í ræðustóli 1 norska stórþinginu. Hann hefur enn ekki látið i ljós afstöðu
sfna til þess að starfsvið hans sé minnkað.
Verkfalli hjá Leyland lokið
Verkamenn hjá brezku bilaverk-
smiðjunum Britis Leyland hafa
ákveðið að snúa aftur til vinnu eftir
einhverja hörðustu vinnudeilu í sögu
þessa ríkisrekna fyrirtækis.
Verkamennirnir, um 58 þúsund tals-
ins, lögðu niður vinnu um helgina en
samþykktu á fundum í gær að taka til-
boði verksmiðjustj'órnarinnar sem
misstu vinnu sína ef verksmiðjunum
yrði lokað eins og forstjóri þeirra hefði
hótað. Verkamennirnir sögðu að allt að
750 þúsund manns ættu afkomu sína
undir starfsemi verksmiðjanna.
Forstjóri British Leyland hafði sagt
að ekki væri hægt að greiða hærri
grunnkaupshækkun en 3,8% þar sem
fyrirtækið væri rekið með stöðugum
halla. Síðan hann tók við árið 1977
hefur 60 þúsund manns verið sagt upp
og áætlað er að fyrirtækið tapi 500
milljónum punda á árinu.
Iaunahækkun. Talsmenn þeirra sögðu
þó að tilboðið væri ekki í samræmi við
óskir þeirra en þeir gætu ekki átt á
hættu að hundruð þúsunda manna
Aðgerðirnar gegn virkjuninni í Alta f Norður-Noregi halda enn áfram og andstæðingar virkjunarinnar hafa sagt að þeir muni
ekki gefast upp fyrr en f fulla hnefana. Einn af forsprökkum hreyfingarinnar, sem stendur fyrir aðgerðunum, Per Ffatberg,
hefur sagt að sektir og hótanir um fangelsi muni ekki hræða þá frá frekari aðgerðum, sem fyrirhugaðar séu. Er blaðamaður
norska Dagblaðsins spurði hann hvort ekki væri tilgangslaust að standa f þessum mótmælaaðgerðum, þar sem engar Ifkur
væru á að stjórn Wiflochs myndi endurskoða afstöðuna til virkjunarinnar,svaraði Flatbergað hann Uti ekki svo á. Hann sagði
að nú væri einungis unnið að vegaframkvæmdum en ekki hefði enn verið byrjað á virkjuninni sjálfri. Virkjunarandstæðingar
gera sér vonir um að hæstiréttur muni breyta fyrri ákvörðunum rikisstjórnarinnar er hann tekur málið fyrir síðar f þessum
mánuði og þeir munu hitta Wiiloch að máli f þessari viku. Virkjunarandstæðingar hafa kært fögregluna fyrir dómstólum
vegna þess að hún hafi beitt óþarfa ofbeldi, er hún fjarlægði þá sem hfekkjað höfðu sig fasta við vinnuvélar í siðustu aðgerð-
um hreyfingarinnar.
Nýlega fór fram könnun á Ijósaútbúnaði bifreiða f Þýzkalandi og kom þá f Ijós að fáir
höfðu séð um að fá Ijósin rétt stillt. 86% allra farartækja sem stöðvuð voru urðu að
fara í Ijósastillingu og þar af voru rúmlega 50% úrskurðuð beinlínis hættuleg f
umferðinni vegna of hátt stiUtra Ijósa. Samkvæmt skýrslum um umferðarslys eru rang-
lega stillt Ijós mikill slysavaldur. Sérstaklega eiga eldri bílstjórar á hættu að blindast
af of sterkum Ijósum annarra bilstjóra, þar sem sjónin breytist með aldrinum og þolir
þá birtuna verr en áður.
Stærðir:80x80 — 90x90 — 70x90
Auðvelt í uppsetningu, aðeins þarfað
tengja vatn og frárennsii.
PÓSTSENDUM
M BgggingavoruvorgliiB
bygging^Si Trgggvn Hnnnossonnr
SIDUMULA 37 - SlMAR 83290-83360
FRISTANDI
STURTUKLEFAR
BAHCO
með sjáifstillanlegum biöndunartækj
um. Hentar alls staðar fyrir heimili og
vinnustaði.
mjsm