Dagblaðið - 04.11.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
i
a
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Kínverja langar líka í lífsgæði:
Neyzluiðnaður
eykst i Kína
—Eftirspumin mest eftir sjónvarpstækjum, þvottavélum,
kassettutækjum og ísskápum
Fjórða hver fjölskvlda sem býr á svæöi þar sem næst tii sjónvarpsstööva f Kina á
sitt eigið sjónvarp.
Gömul framleiðslugrein og þó í
vexti er reiðhjólaframleiðslan. Kína
framleiðir fleiri reiðhjól en nokkurt
annað land og þau eru notuð af borg-
arbúum, sem fara daglega til og frá
vinnustað sínum, svo og bændum,
sem flytja framleiðslu sína á þorps-
markaðinn. Á síðastliðnum 15
árum hefur framleiðslan aukizt til
jafnaðar um 15 prósent. Árið 1980
framleiddi Kína 13 milljónir
reiðhjóla til viðbótar og nú á ellefti
hver maður (þar með talin börn eldri
og yngri) sitt reiðhjól.
Framleiðsla á
neyzluvörum
hef ur forgang
Framleiðsla á fötum og fataefnum
hefur líka aukizt. Klæðnaður kvenna
er fjölbreyttari og litríkari en nokkru
sinni fyrr og ber það vott um fram-
farir í kínverskum textíliðnaði.
Framleiðsla á miðtrefjaefnum og
polyester fínþráðadúkum, spunnum
úr aukaefnum úr steinolíu, var enn á
tilraunastigi 1976. Nú eru þessi efni
meðal þess sem mest er keypt í
tizkufatnað kvenna. Miðtrefjar, sem
framleiddar eru með sérstakri tækni,
líta út eins og ullarefni en fínþráða
polyester líkist silki eða dádýra-
skinnum.
Framleiðsla Kína á neyzluvörum
var 1980 að heildarverðmæti 234.400
milljónir júan RMB (kringum
140.000 milljónir Bandaríkja-
dollara), 18.4 prósentum meira en
1979. Góð uppskera á iðnaðar-
jurtum og ný stjórnarstefna, sem
eflir neyzluvörugeirann, eru meðal
þeirra þátta, sem orsakað hafa þessa
aukningu.
Landbúnaðarframleiðsla nemur
60 prósentum af því hráefni sem
Silkivefnaöur i Kina.
notað er til framleiðslu á
neyzluvörum í Kína. Þó að
framleiðsla á hreinsuðu tóbaki hafi
minnkað lítillega 1980 jókst
baðmullarframleiðsla um 22.7
prósent, rófnaframleiðsla tvöfald-
aðist og framleiðsla á Silkiormspúp-
um jókst um 20.3 prósent.
Fylkin Sjandong, Jíangsú og
Sitsúan framleiddu fimm milljónum
fleiri sútuð svínaskinn 1980 en 1979
og stafaði það af stækkun svína-
stofnsins.
Samkvæmt stefnu kínversku
stjórnarinnar hefur framleiðsla
neyzluvara algeran forgang á yfir-
standandi tímabili efnahagslegrar
leiðréttingar. Þetta stafar af því að
þessi geiri krefst minni fjárfestingar
og orku en þungaiðnaður, en skilar
fljótar árangri og veitir fleirum
vinnu. Hann skilar ríkinu meiri
framleiðslugjöldum og veitir hinni
fjölmennu þjóð fleiri atvinnu-
tækifæri.
Milliliðum
fœkkar
Reynt hefur verið að bæta
stjórnun, bæði á sviði sölu og
framleiðslu. Margar hindranir, sem
áður voru milli framleiðanda og
neytanda, er nú verið að brjóta
niður. Til dæmis halda nú margar
verksmiðjur sína eigin vörumarkaði
og selja vörur beint til
verzlana í borgum og sveitum í stað
þess að verða að nota ríkisreknar
verzlunardeildir sem milliliði eins og
áður.
Leiðréttingaráætlunin ýtir líka
undir samstarf og sameiginlega
skipulagningu fyrirtækja sem
framleiða hliðstæðar vörur.
Ráðuneyti léttaiðnaðar áformar að
stofna nokkrar gríðarstórar
samsteypur til framleiðslu á nokkrum
kunnum reiðhjólategundum með því
að steypa saman mörgum minni
reiðhjólaverksmiðjum og öðrum
verksmiðjum í ýmsum fylkjum og
borgum.
Einnig er hvatt til þess að
nýtízkulegar verksmiðjur aðstoði
aðrar, sem eru aftur úr. Reiðhjóla-
verksmiðjan í Tíanjín í Norður-Kína
hjálpar Xían-reiðhjólaverksmiðjunni
í Norðvestur-Kína um
tæknikunnáttu, vandsmiðaða hluti
og varahluti svo að hin síðarnefnda
gat aukið reiðhjólaframleiðslu sína
úr 40.000 1979 uppí 165.000 1980.
Enn er langt í það að Kina geti að
öllu fullnægt eftirspurn eins
milljarðs íbúa sinna eftir
neyzluvörum. Gamlar konur kvarta
undan því að þær fái ekki lághælaskó
í stórverzlunum, þar eð háir hælar
eru í tízku. Oft er skortur á ullar-
efnum og vönduðum textílvörum.
Þrengsli eru í verksmiðjubyggingum
og tækjabúnaður gamall.
Eigi að síður eru starfsmenn í
ráðuneyti léttaiðnaðar vongóðir um
að framleiðsla á neyzluvörum muni
halda áfram að aukast og veita íbú-
um bæði borga og sveita aukin
þægindi. (Tsén Vei, News from China)
Verkamenn í Dongfeng-sjónvarps-
verksmiðjunni í Beijing, höfuðborg
Kína, hrukku við er þeir heyrðu
hávaða frá flutningavagni dregnum
af dráttarvél þann 14., janúar.
Dráttarvélin nam staðar við fram-
hliðið. Tveir bændur stigu af og
gengu rakleitt inn í söludeildina.
Þeir voru þangað komnir til að
sem næst til sjónvarpsstöðva í Kína á
sitt tæki að sögn Zhang Júansjan,
starfsmanns á aðalskrifstofu útvarps-
og sjónvarpsiðnaðarins. Áætlað er
að framleiða þrjár milljónir tækja
1981, sagði hann, og jafnframt bæta
gæði og framleiða fleiri littæki. Tæki
með lit voru aðeins 0.5 prósent af
heildarframleiðslunni 1980.
kaupa sjónvarpstæki fyrir 40 bænda-
fjölskyldur í Tíanzhú-alþýðukomm-
únunni fyrir utan Beijing sem voru
nýbúnar að taka á móti árstekjum
sínum. Þegar bændurnir tveir fóru
höfðu þeir með sér 40 12-þumlunga
svarthvít tæki.
Meira en 18.000 sjónvarpstæki á
lager verksmiðjunnar seldust á sama
hátt í janúar því að flest sveitaþorpin
greiddu þá út laun fyrir síðastliðið ár.
Fyrir fimm árum var litið á sjón-
varpstæki, jafnvel fyrir borgarbúa,
sem munaðarvöru. Nú eru þau að
breiðast út um sveitir, einkum í ná-
grenni borganna.
Sjónvarpsiðnaður hófst í Kína
1958 með nokkurri tilraunafram-
leiðslu. En á21 ári, á tímabilinu 1958
til 1978, framleiddi iðnaðurinn
aðeins 1.39 milljón tæki. Veruleg
gróska hefur aðeins. orðið á tveim
síðastliðnum árum. Árið 1979 var
framleiðslan 1.31 milljón og 1980
2.22 milljónir. Svarthvítt tæki með 9
til 19 þumlunga skjá og litatæki, 14
til 22 þumlunga, eru nú á markaðn-
um.
1981: Þrjár milljónir
sjónvarpstækja
Afleiðingin af þessari hröðu fran-
leiðsluaukningu ásamt innflutningi
tækja er sú að ein af hverjum fjórum
fjölskyldum sem búa á svæðum þar
Ásamt sjónvarpstækjum eru
þvottavélar, kassettutæki og ísskáp-
ar meðal hinna nýju tegunda neyzlu-
vara sem hafa þróazt hröðum
skrefum í Kína á síðustu tveim árum.
Kína hóf að framleiða þvottavélar
1965 en aðallega til nota í stórum
þvottahúsum. Árið 1979 voru fram-
leiddar í landinu meira en 18.000
heimilisþvottavélar og árið 1980
245.000. Á fyrstu fimm mánuðum
ársins 1981 einum þaut framleiðslan
yfir 210.000.
Bættur húsakostur
Hin mikla eftirspurn eftir þvotta-
vélum stendur í nánu sambandi við
bættan húsakost. í Beijing t.d. hafa
gömlu einnar hæðar húsin með
garðinum í kring aðeins utanhússfrá-
rennsli til almenningsnota og það er
ekki nothæft fyrir þvottavélar. Og
margir búa enn í gömlum íbúðar-
húsum þar sem tvær fjölskyldur eru
um eitt frárennsli. En í nýjum íbúða-
byggingum, reistum á síðustu árum,
hafa hönnuðirnir hugsað fyrir sér
eldhúsi og snyrtiherbergi fyrir hverja
fjölskyldu.
Námsmenn, sem eru að læra erlend
tungumál, geta nú keypt kassettu-
tæki, framleidd í Kína, frá því 1979.
Það ár voru framleidd 81.000 slík
tæki. Breytt var til 1980 og áherzlan
lögð á framleiðslu radíófóna. Fram-
leiðslan fór þá upp í 426.000.
Vinsælasta samgöngutækið: Reiðhjól.