Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.11.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 04.11.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981 Menntaskólanemar á Lækjartorgi og fer ekkert á milli mála hverju þeir mótmæla. DB-mynd: Bjarnleifur. Nemendur mótmæla nýju reglugerðinni: Mótmælafundur í gær setuverkfall í dag — nemendur mæta í skólunum en ekki í tímum Fjölbrautaskólanemar úr Hamra- hlíð, af Suðurnesjum, af Akranesi, úr Flensborg og úr Breiðholti fjöl- menntu í mikla mótmælagöngu sem farin var i gær. Gekk mestur hluti nemendanna frá Hamrahlíðarskólan- um, eftir'Miklubraut, Sóleyjargötu og Fríkirkjuvegi á Lækjartorg. Þar var haldinn mikill mótmælafundur með músík og mörgum ræðum. f fundarlok var farið með mótmæla- skjal til ráðherra. Á Lækjartorgi voru nemendur með heljarmikinn borða sem á var letrað „Reglugerðina burt”. Var sá borði of stór til að bera hann í stormi gærdagsins, en borðinn hefur hangið utan á Hamrahlíðarskólanum að undanförnu. Þessi fundur og ganga nemenda eru framhaldsaðgerðir til að and- mæla nýrri reglugerð sem sett var um slíka skóla. Megináherzla er lögð á að reglugerð skuli sett án samráðs við skólastjórn, kennaraog nemendur. Mótmæla nemendur því að ein- kunnagjöf er breytt og skólinn með því sniðinn að heilsárskerfi í stað áfangakerfis. Annað áherzluatriði eru andmæli við nýju reglugerðina sem talin er skerða möguleika nem- enda á að flýta námi sínu, séu þeir færir um. Fleiri liðum er mótmælt svo og vinnubrögðum við hana í heild. í dag mun meginþorri fjölbrauta- skólanema fara í setuverkfall. Þeir mæta í skólunum en mæta ekki í tímum. Að sögn eins frammámanns í skólafélagi Hamrahlíðarnema er setuverkfallið hugsað sem eins dags aðgerð. -A.St. Landssamband iðnaðarmanna nær hálfrar aldar gamalt 39. Iðnþing íslendinga hófst í morgun: Iðnþing íslendinga var sett í morgun. að lokinni ræðu forseta Landssam- bands iðnaðarmanna, Sigurðar Krist- inssonar, flutti Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra, ávarp. Þetta iðn- þing, sem haldið er að Hótel Sögu, er hið 39. í sögu Landssambandsins. Landssamband iðnaðarmanna var stofnað árið 1932 og verður því 50 ára á næsta ári. Tilgangur þess er sá, að efla íslenzkan iðnað, vera málsvari íslenzkr- ar iðnaðarstarfsemi og iðnaðarmanna inn á við. Þá hefur það á hendi félags- legt samstarf meðal iðnaðarmanna og iðnfyrirtækja. Sambandið er fyrst og fremst samtök atvinnurekenda í iðnaði og vinnur að framgangi hagsmunamála hinna ýmsu iðngreina. Lætur það sig varða öll þau mál, sem iðnrekstur varðar. Þó tekur það ekki þátt í kjarasamningum Þá annast aðildarfélögin sjálf. Innan vébanda Landssambandsins eru nú yfir 2.500 einstaklingar, sem flestir hafa með höndum sjálfstæðan iðnrekstur, auk rúmlega 250 fyrirtækja á sviði iðnaðar. Þúsundir manna starfa á sviði byggingar-, framleiðslu- og þjónustuiðnaðar hjá þessum aðilum. Meðal aðildarfélaga má nefna Meist- arasamband byggingarmanna, Sam- band málm- og skipasmiðja, Rafverk- taka og útvarpsvirkja, auk annarra iðn- greinafélaga og iðnaðarmannafélaga. Venjuleg þingstörf fara að sjálf- sögðu fram, þar með talin kosning for- seta, varaforseta og varamanna þeirra í sambandsstjórn, svo eitthvað sé nefnt. Þinginu lýkur hinn 6. nóvember. -BS. Austfirðir: Truf lanir f rá erlendri sjónvarpsstöð Sjónvarpsáhorfendur á Austfjörð- um, aðallega i Neskaupstað, misstu meira og minna af þætti Ómars Ragn- arssonar sl. sunnudagskvöld um aust- firzku steinana þar sem truflanir voru i útsendingu. Kom erlend stöð inn á sjónvarpsskerma. Virtist þeim, sem fyrir þessu óláni urðu, að franska væri töluð í hinni erlendu stöð. Hinir ólánssömu Austfirðingar voru að vonum óhressir með að missa af þætti Ómars. Nokkrir þeirra hafa haft samband við Dagblaðið og viljað koma á framfæri ósk til sjónvarpsins um endursýningu. Það er hér með gert. -KMU. Tvö togskip smíðuð f Pól- landi fyrir Eyjamenn Heldur virðist útgerð í Vestmanna- eyjum vera að rétta úr kútnum eftir erfið ár að undanförnu. Nokkur ný skip hafa bætzt í fiskiskipaflota Eyja- manna á þessu ári, önnur hafa verið yfirbyggð og betur útbúin til veiða. Um helgina var gengið frá samning- um um smíði tveggja 26 metra langra togbáta frá Gdansk í Póllandi. Fyrra skipið á að afhendast í nóvember 1983 en hið síðara í janúar 1984. Það er útgerðarfyrirtækið Samtog í Eyjum sem hefur nú aflað allra tilskil- inna Ieyfa til kaupanna. Samtog gerir nú út þrjá skuttogara, Breka, Klakk og Sindra. Útgerðarstjóri er Gísli Jónas- son. -KMU/FÓV, Vestmannaeyjum. s Snyrting '81 v Kynnizt haust- og vetrarlínunni í snyrtingu á glæsilegu frœðslu- og skemmtikvöldi í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudagskvöld 5. nóvember kl 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. ★ Tízkusýningar Vörukynningar Komið og sjáið það nýjasta fyrir haustið og veturinn. Félag íslenzkra snyrtifrœðinga Sælkera- kvöld á Hótel Loftleiðum Krístjana & Baltasar taka á móti gestum í Blómasal Hjónin Kristjana og Baltasar eru sælkerar okkar fimmtudagskvöldið, þann 5/11 í Blómasal. Þó að þessi ágætu hjón séu landsþekkt fyrir listaverk, Kristjana fyrir keramikhönnun og Baltasar fyrir myndlist, er það óopinbert leyndarmál að þau eru frábærir matargerðarlistamenn, sem sækja matarlist sína bæði til suðrænna landa og norrænna. Matseðill þeirra hljóðar svo: Maturinn verður framreiddur frá kl. 19, stundvíslega. g Veitingastjóri tekur við borðapöntunum kl. 14-17. Vinsamlegast pantið tímanlega. Verið velkomin! HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.