Dagblaðið - 04.11.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
d
17
D
Menning
Menning
Menning
Menning
Sjgurður A. Magnússon:
MÖSKVAR MORGUNDAGSINS
Uppvaxtarsaga
MAI og msnning 1981.3S9 bls.
Það er auðvitað mál að Sigurður
A. Magnússon færir ekki með
Möskvum morgundagsins á ný út
landamæri bókmenntanna í líkingu
við það sem hann áður gerði með
fyrsta hluta uppvaxtarsögu sinnar,
Undir kalstjörnu. Enda væri það til
býsna mikils mælst! Aftur á móti
heldur hann í nýju bók sinni áfram
ýtarlegri kortlagningu söguslóða,
menningarsvæðis sem þar var hafin
og ekki hafði áður verið lýst að neinu
marki í bókum, hvorki skáldskap né
endurminningum.
Það var ansi eftirminnilegt að lesa
fyrir tveimur árum, um sömu mundir
sem fyrri saga Sigurðar kom út, lýs-
ingu hinna sömu sögustöðva og um-
hverfis í þriðja bindinu af endur-
minningum Tryggva Emilssonar,
séðar þar úr allt annarri átt. Tryggva
bar á þessar slóðir um það bil áratug
eftir að sögu Sigurðar sleppti, eftir að
aldaskil voru orðin, heimsstríð og
hernám gengið um garð. En það varð
deginum ljósara af frásögnum þeirra
beggja af mörkum bæjar og sveitar
og tvennra tíma með þjóðinni,
öreigabyggð kreppuáranna og ný-
byggja í ríki hernáms og stríðsgróða,
að þar hefur gerst ekki ómerkur
þáttur íslenskrar menningarsögu á
öldinni.
Móðurmissir,
bróðurmissir
Sigurður A. Magnússon byrjar frá-
sögn í nýju bókinni rakleitt þar sem
hinni fyrri sleppti, að aflokinni
jarðarför móður sinnar. Nei, af-
sakið: eftir að Jakob söguhetja hans
Jóhannesson hefur misst móður sína.
Þá er hann níu ára gamall. Sögunni
lýkur fjórum árum síðar og með öðru
átakanlegu dauðsfalli: Ragnar, eldri
bróðir Jakobs, ferst með pólsku
flutningaskipi um vorið 1941. í sög-
unni er hvað eftir annað vikið
aðdáun Jaköbs á stóra bróður sínum.
En samt verður ekki bræðraþel þeirra
neitt sérsiaklega ljóst, gildi eldri
bróðurins fyrir hinn yngri sem fyrir-
myndar og leiðsagnara. Og þótt
dauði hans sé sviplegur og sorglegur
ber hann fráleitt sömu merkingu í
frásögninni og hinn átakanlegi
móðurmissir í lok fyrri sögunnar. Þó
það hafi kannski í og með verið
ætlunin.
Aðrir hlutir virðast valda meiru um
það að þáttaskil verði hér í ævi
Jakobs. Hann lýkur fullnaðarprófi
úr barnaskóla, gengur fyrir gafl,
ræðst í fyrsta skipti í fulla atvinnu,
þótt hann að vísu missi hana jafn-
harðan, síðast orða í sögunni.
Umfram allt er hernámið komið á og
ásýnd bæjarins og þjóðlífsins ger-
breytt frá því sem áður var. Það fara
nýir tímar, uppgangstimar í hönd
þótt Jakob söguhetja sé ekki meira en
svo farinn að gera sér grein fyrir því
sjálfur. Og það er af öðrum ástæðum
Ijóst í frásögninni að breytingar
hljóta brátt að verða á högum hans.
Þjóö og stóttir
Ég ímynda mér að fyrir ýmsa les-
endur af minni kynslóð verði upp-
vaxtarsaga Sigurðar A. Magnússonar
svo heillandi lestur sem raun ber vitni
Maður verdur til
á meðal annars vegna þess hversu
langt og hve skammt i senn er á milli
okkar eigin uppvaxtar og þeirrar
sögu sem hann segir. Saga hans gerist
á útjöðrum Reykjavíkur eins og hún
var fyrir og fram yfir stríð. En þótt
bókmenntum? Eða eru kannski
landsmenn allir, seint og um síðir,
orðnir velbirgir borgarar?
Möskvar morgundagsins gerist sem
sé á fjórum árum uns lýkur bernsku
sögumannsins og unglingsárin taka
Sigurður A. Magnússon rithöfundur.
aðeins sé örskammt á milli í tíma og
rúmi er eins og heilt djúp sé staðfest á
milli reykvískrar millistéttar, heims
öryggis og farsældar á sama og
svipuðum tíma, og þess heims sem
DB-mynd.
við með fermingunni. Og stríðinu.
Allan þennan tíma býr fjölskyldan á
sama stað, sumarbústað í Laugar-
nesi, en flytur í sögulokin í annað
og aumara hreysi. í Laugarnesi segist
Bók
menntir
ÓLAFUR
JÖNSSON
Jakob og hans jafningjar byggja.
Ósjálfrátt spyr maður sjálfan sig:
hvað er orðið um þessa byggð, hvað
hefur komið í stað hennar ef hún er
horfin? Hvenær og hvar eignast
öreigar okkar daga sér stað og rödd í
Jakob hafa átt besta vist í æsku sinni.
Þar stundar Jóhannes, faðir
drengsins, hestabúskap sinn,
drykkjur og drabb, síðast kominn i
tæri við herinn, en seinni kona hans,
Marta, heldur heimilinu saman. Lýs-
ing þeirra beggja er í öllum megin-
atriðum fram komin í fyrra bindinu
og breytist ekki hér þótt hún verði
ýtarlegri, einkum Mörtu. En frásögn-
in af Jóhannesi hygg ég raunar að sé
allrar eftirtektar verð í heild sinni,
uppflosnaðs manns frá ætt og átt-
högum sínum og raunar ófær að því
er virðist að lifa lífinu upp á eigin
ábyrgð. Þarf að sækja til ap.narra
það sem til þarf að lifa. Örlög hans
ráðast raunar af þeim aldaskilum,
tímamótum sem sagan í heild sinni
lýsir, innan að, og þar sem sífellt
skarast borgin og sveitin, nýir og
gamlirtímarílandi.
Eins og áður býr fjölskyldan við
mikla fátækt, við og handan við
mörk örbirgðar. Samt sem áður
nýtur Jakob þess lágmarks öryggis,
atlætis sem hann þarf til að komast
af. Það er að vísu glöggt hve tæpt
hann stendur, hve stutt og greið
getur orðið leiðin úr samfélagi
fátæktarinnar út fyrir endimörk
borgaralegs þjóðfélags, laga og reglu.
Sumpart af frásögnum hér og í fyrri
bókinni af pörum og óknyttum
stráka í sögunni, sumpart og ekki
síður af hugarástandi Jakobs,
æsingum, ófyrirleitni og órunt sem á
hann sækja. Jakob er að vísu allvel
af guði gerður. Og. hann er heppinn.
Góður kennari tekur strák að sér og
kemur honum til manns í skólanum.
Tossinn verður að skólaljósi, og er að
skilja að það hafi ráðið úrslitum um
nánustu framtíð hans. Hann laðast
að Kristilegu félagi ungra manna, að
manni skilst ve ,na hugarbels féíags-
skapar og vináttu sem hann nýtur
þar, frekar en af neinni eiginlegri
ti úarvakningu. Og fleira kemur til.
Þegar Marta veikist er heimilið
tekið upp og börnin vistuð á
barnaheimili. Af látlausri
frásögninni í kafla sem nefnist
Einkennileg kona er að sjá að for-
stöðukona þess hafi dýpri áhrif á
Jakob en hann gerir sér allskostar
grein fyrir sjálfur.
Sögumaður,
söguhetja
Möskvar morgundagsins er allstór
bók, verulega lengri en Undir
kalstjörnu, gerist þó á tiltölulega
stuttum tíma, og þar verða engin
stórtíðindi í líkingu við fyrri
bókina. Það er að vísu eðlilegt að frá-
sögnin dreifi úr sér þegar Jakob
stálpast og vex að viti og þroska,
skynjun hans eflist og minnið verður
rúmbetra. Og óhjákvæmilega slaknar
á frásögninni, þegar efnisatriðum
fjölgar, og ekki er lengur til að dreifa
dramatískri spennu atburða og rásar
og mannlýsinga í fyrri bókinni.
Eins og fyrri sagan er Möskvar
morgundagsins sögð sem óduldar
endurminningar, sönn saga hvað sem
liður nafngiftum sögufólksins. Þetta
á bæði við efnisatriði í sögunni og frá
sagnarháttinn á henni, og vel að
merkja finnst mér minna um skáld-
sögulegar tilfæringar með efnið,
beinar og óbeinar, en var i Undir
kalstjörnu. Fullorðinn sögumaður
segir frá, rekur endurminningar sínar
eins og hann man þær best, reynir að
sjá og sýna sjálfan sig í bernskunni.
En hann reynir ekki að orða hug
drengsins eins og hann var á meðan
hann lifir atburðina, hans eigin
orðum: sögumaður er í senn samur
og söguhetjan og annar maður.
Af þessum rithætti leiðir auðvitað
margvísleg álitamál í frásögninni.
Það má t.d. spyrja hvað kafli eins og
Skáld sótt heim komi sögu Jakobs
við: þar er sagt frá heimsókn
Jóhannesar, föður hans, til Einars
Benediktssonar í elli hans í Herdísar-
vík og komið að skoðun á útför
skáldsins á Þingvöllum. Eða kaflinn
um Óttar, bróður Jakobs. Er þar
ekki verið að rekja einkahagi sem
strangt tekið koma ekki öðrum við?
Fullorðinn sögumaður talar fyrir
munn drengsins í sögunni eða í
orðastað hans og ályktanir af reynslu
hans.
Víst verður stundum eins og
'oil eða haf á miili sógumanns og
söguhetju. Svo sem eins og í frásögn
af upphafi stríðsins, þar sem Jakob
litli, ellefu ára gamall, hugsar
með orðaleppum fullorðins manns
um ástand heimsmálanna. Hann
fylgist „milli vonar og ótta” með af-
drifum Pólverja, verður bandalag
Hitlers og Stalíns „ráðgáta og
harmsefni” þrátt fyrir útskýringar
„átrúnaðargoðsins” Halldórs
Laxness á atburðunum, gerist „sár-
reiður í Finnagaldrinum”, og eygir
loks „þá von eina að breska ljónið
haldi hlut sínum fyrir skrælingja-
sveitum Hitlers”. Og undarlega
verður rekið orðafar í lok kafla um
óvæntan sjávarfeng, kolasalla sem
öreigar tína í fjörunni í Laugarnesi.
Sögumaður kveðst þá þegar hafa
rennt óljósan grun í ,,að örbirgð og
vanefni geta ekki síður en auður og
allsnægir slegið fölskva á þá þætti
mannlegra samskipta er hnika lifinu
út fyrir mörk frumskógarins”. Er
þetta ekki ansi mikil ofdýrð í stíls-
hætti?
Jakob ærlegur
Þannig mætti lengur tína til marg-
vísleg álitaefni um málfar og efnisat-
riði í frásögninr.i. En misskilningur
held ég væri að gera af þeim
ágreining við söguna eöa láta þau
spilla henni fyrir sér. Ef þetta er lýti
liggja þau laus í frásögninni. Efnisval
og ritháttur í sögunni helgast af
hreinskilni, sannsögli sögumannsins,
trausti hans á því sem minningin
geymir, eins og það er. Og hin
ýtarlega veruleikalíking, sem af þvi
stafar er hennar stærsti styrkur — ef
reynt er að meta hana sem skáld-
skapur væri.
Auðvitað er vandi þessarar
uppvaxtarsögu um síðir hinn sami og
hverrar annarrar þroskasögu, skáld-
sögu — samaþótt hvertogeitt efnis-
atriði hennar sé dagsatt. Um síðir
verður höfundur að sameina í eina
heild, eina lýsingu, eina mannsmynd
tvo þætti mannlýsingar í sögunni,
fullorðna mannsins sem segir frá og
drengsins sem lifir söguna,
sögumanns og söguhetju. Lausn þess
vanda geymist til síðasta bindis
uppvaxtarsögunnar. En besta
veganestið á þeirri leið er án efa
einurð og einlægni sögumannsins
gagnvart sjálfum sér og söguefni
sínu, sjálfstraust höfundarins í
verkinu.
Tómas Guömundsson-Rit I-X
Ljóð I — Ljóð II — Ljóð III — Léttara hjal — Myndir og minningar
Menn og minni — Æviþættir og aldarfar I — Æviþættir og aldarfar II
Æviþættir og aldarfar III — Æviþættir og aldarfar IV.
Þjóðskáldið
góða.
Hinn mikii
listamaður
bundins
og óbundins
máls.
Almenna bókafélagið,
Austurstræti 18, sími 25544. — Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055.