Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Síða 1

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Síða 1
Sunnudagur 2. árgangur, 15. tölublað. 7. október 1945. BÓKASAFN HÁSKÓLANS Viðtal við dr. Björn Sigfússon bókavörð Þjóðviljinn hefur beðið dr. Björn Sigfússon að frœða lesend- Sunnudags um háskólabókasafnið. í eftirfárandi viðtali skýr- ir Björn frá fyrirkomulagi safnsins og bókakosti þess. ■msm — Hvernig er umhorfs í há- skólabókasafninu? Er það byggt og skipulagt fyrir lítinn hóp fræði- manna eða að einhverju leyti fyr- ir almenning? — Safnið er stofnað af stórhug og fullum skilningi þess, að háskól- inn er þjóðarstofnun og allt, sem hann á, er almenningi frjálst, svo framarlega sem almenningsnotk- unin spillir á engan hátt megintil- gangi þessarar uppeldisstofnunar til æðstu mennta. Síðan safnið var opnað í húsa- kynnum sínum í háskólanum á Melunum„ hefur aldrei komið fyr- ir, að manni væri vísað af lestrar- sal þess vegna lærdómsleysis hans eða stéttar og mun aldrei verða. Unglingar innan 18 ára aldurs eiga þangað lítið erindi. Drukknum manni yrði vísað þaðan, þótt próf- éssor væri. Safnið er almenningi opið eftir þvi, sem húsrúm leyfir, en rétt er, að próflausir menn skýri bókaverði frá því fyrsta dag, sém þeir koma, hvaða safnsbækur þe'm leikur helzt hugur á að lesa. Þegar gagnfræðaskólinn á Melun- um rís, hlýtur að verða þar les- stofa til skólabókalesturs. En mér væri ánægja að sjá sem flest af öðrum bókhneigðum Melabúum í lestrarsal háskólans. Lestrarsalur er ekki stór, en rúmið vel notað, sæti handa 32 gestum og 8 í sérlestrarstofu fræðimanna eða álíka mörg lestr- arsæti og í Landsbókasafni. Gesta- þröng þarf því ekki að óttast í bráð. Ljós fylgir hverju sæti. Stól- ar eru góðir. Húsakynnin eru íburðarlaus og hlýleg. — En í bókageymslum? Hvað er þar að sjá? — Þær eru tvennar, Benedikts- safn, með 10—20 þús. bækur og kver og almennt safn, þar sem bókatalan er að komast upp í 39 þúsund og hækkar allört. Bóka- fjöldinn samsvarar þriðjungi Landsbókasafns, en er valinn á Dr. Björn Sigfússon , háskólabókavörður. annan hátt og miðaður mest við þarfir háskólans.' Síðustu 4 árin hefur safnið fengið allar íslenzk- ar bækur, sem út koma. En eftir er að binda þær. — í hvaða greinum er beztur- bókakostur? — í lögfræði og norrænum fræð- um eru vel valin vinnubókasöfn fyrir fræðimenn. Mikill stofn ís- lenzkra fræða var í bókasafni, sem próf. Finnur Jónsson gaf há- skólanum eftir sinn dag. En nokk- uð skortir á, að þeim hafi verið haldið við með því að kaupa rit, sem út hafa komið eftir daga Finns í sérgreinum hans, og þarf þar að leggja í kostnað. í guð- fræði er til meira af bókum en

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.