Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 2
146 SUNNUDAGUR Einar Sveinn Frímanns: MORÐIÐ í SKÓGINUM Hann gengur hægum en drjúg- um skrefum út Hraungarðinn aust an Eiðatúnsins, ellefu ára drengur föheitur, gráeygur, skolhærður á mórauðum ósmekklega bættum buxum, sem eru að verða of litl- ar, gráum togsokkum, leðurskó- ræflar á fótum, skyggnislaust kast skeyti, sem einhverntíma hefur verið svart á höfðinu- Jakkinn er úr grárri einskeftu, einfaldur, vel stór og óbættur. Þessi drengur er að leita að. þremur kvíám, sem sluppu hjá honum í gær og svei þeim smala, sem týnir af ánum og á enga/mömmu og lélegan pabba. Þær höfðu verið keyptar norðan úr Hróarstungu í vetur og lík- legt að þær mundu leita út með Fljóti. Hann hafði fundið smala af ýmsum bæjum og spurt þá, en tú einskis. Nú er hann að bræða það með sér,-hvort hann eigi að gera sér erindi heim á þennan stóra stað og spurja — biðja um að gefa sér að drekka, kannski fengi hann mjólk. Allt í einu finn- ur hann að hann er mikið þyrstur og nokkuð svangur. Svo verður honum litið á útganginri á sér, — nei hann kemur sér ómögulega að því. Auk þess man hann, að hann hefur oÞast fengið blöndu á stór- bæjunum. Það var bara á kotbæj- unum sem maður fékk alltaf mjplk. Degi er mjög tekið að haUa. Sólin komin lágt á heiðbjart vesturloftið, en nóttin er eins björt og dagur. Hann gengur aust- an í hryggnum, svo hann rétt að- eins sér heim, hallar sér meira til austurs 'þegar hraungarðinum sleppir til þess að geta séð með- fram Gilsánni. Vestan Sólheimanna tekur hann stefnu, beint á ytri vatnsfótinn, yfir ásana. Strjálings kindur sér hann hér og þar, en þær eru allt of mjallhvítar á lagðinn, til þess að vera kvíær. Allt í einu stígur hann í fjalldrapaskúf og finnur að hann gengur á berri ilinni. Hann er staddur austanhallt í hæð og hann gengur sniðhallt yfir hana og er allt í einu kominn á sléttan grænan harðvelUsbala 1 miðjum mónum. Hannfsest niður; tekur upp hníf sinn. Honum hefur dottið í hug, að skera sér dálitla grastorfupjötlu og láta hana fyrir skóinn; hann hefur brallað það áður. Kannski er bezt að leysa af sér skóinn fyrst og sjá. Hann veit ekki fyrri til en sagt er að baki hans: „Sæll vert þú“, og hann hrekkur í kút, og lítur við.. Hver ætli standi þar, nema hún Þóra gamla frænka, með kollótta prikið sitt í hendinni, pokaskjattan sinn í sauðbandi, forsvaranlega stytt. — Nei ert það þú frændi litli; segir hún og það vottar fyrir brosi á þessu beinabera and- liti með egghvassa nefinu. Hvað ert þú að gera barn? — Leita að þremur rollum. Þú hefur vænti ég ekki séð þær? Hún svaraði þessu ekki heldúr gekk til hans leit á fótabragðið og skóna. — Sussu — sussu — sagði hún og hristi höfuðið. Lommér sjá þessa dræsu. Drengurinn fékk henni skóinn. Hún settist á móbarðið gagn- vart honum fór ofan í pilsvasa sinn tók upp nálhús, þráðarlegg, jafnvel skóbætur. Ja — það var nú meiri vasinn. Þú varst ekki aldeiUs lánlaus að ég skyldi rekast á þig. Ekki veit ég hvernig þú hefðir getað gengið á þessu. — Það er annars einkennilegt að við skyldum hittast, einmitt hérna á morðstaðnum. Morð? hváði drengurinn og varð allur að augum. — Hefurðu aldrei heyrt getið um morðið á honum Sigfúsi, Tjarnarlandsbóndanum? — Nei. ,— Ja — hann var nú myrtur hérna á þessum bletti. Það eru nú næstum tvö hundruð ár síðan- Einmitt hérna í miðjum skóginum. — Skógi? Var skógur hér? Og drengurinn leit vantrúaraugum ylir blásin börðin. — Skógur. — Eg hefði nú haldið það. Hér í Eiðalandi hlýtur að hafa verið einn mesti skógur ís- lands. — Það er ómögulegt! — Verkin sýna merkin. Hann Dóri hans Jónasar hérna á Eiðum sagð- ist hafa talið 900 kolagrafir hér í Eiðalandi Níu hundruð, taktu eftir því! Við þessu átti drengurinn ekk- ert svar. — Hvemig var með morðið? — Það er nú of löng saga að segja ýfjr einni skóbætingu. En dálítið hrafl get ég sagt þér: Þrjár eru höfuðpersónur sögunnar: Sigfús sonur bóndans á Tókastöðum, Jón

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.