Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Blaðsíða 4
156 SUNNUDAGUR ekki „skáldið" að fá sér blöð“, spyr hann. Eg svara illur að fyrst aldrei komi fyrir að Þjóðviljinn sé seldur hér á götunum gefi ég skít 1 öll blöð. Moggin segir að þeir fari sér hægt í hitaveitunni og gefi sér tíma bar til að líta í blöðin. Upp- lýsir handhafi blaðsins. „Þú ættir að yrkja um það „skáld“. Eftir stund kemur vísan: Mogginn kominn, má þar vísdóm finna, margskyns sannleiks rabb um þetta og hitt. En hér er engin hita-veitu-vinna, vinur, geyAidu að lesa blaðið þitt. „O, ertu nú byrjaður á djöfuls leirburðinum!“ hvín í embættis- bróður mínum. En skáldskapur verkar svipað á eyru hans og sálmasöngur á vissa tegund hús- dýra. Eg segi að hann, sem kallar sig sósíalista, mætti skammast sín fyrir það, en fyrirlíta þó andleg- heitin, það sé eins og hann dýrk- aði himininn vegna tungls en ekki sólar. Við hreitum skætingi hvor í annan, þegar við mætumst með börurnar, og sendum hvor öðrum illt augnaráð. „Það ættu engin skáld að vera til. Þetta eru móðursjúkir ræfar. Það ætti að svelta þau í hel“. urr- ar hann meinfýslnn. Eg svara í sama tón. „Þér væri bezt áð lesa ,,Bóndann“ fífl“. Þó veit ég að bak við orð hans er lítil alvara. Það skellur og geltir í hræru- vélinni. Mótorinn suðar, það ýlir í lyftunni er hún þræðir sína al- mörkuðu leik upp á þak, niður á gólf, — hin ýmislegu hljóð bland- ast skarki vinnunnar og mynda samfelldan klið. Kaffi! er kallað. Við þyrpums: ínn í salinn, þar sem við geymum dótiðí okkar, setjumst hvar sem setið verður. Veggir salsins eru þaktir teikningum af hinu mikla völundarhúsi sem við erum að reisa fyrir skemmtiferðamenn framtíðarinnar. Við svelgjum kaffið í ákafa. Hinir yngri reyna að koma af stað umræðum og kynda undir við- kvæmum málum. „Og Stalín karl- inn er að þjarma að Þjóðverjaii- um rétt einu sinni“, byrjar loks óvinur skáldanna. „Hann er alltaf nokkuð seigur, það er nú m'm maður!“ „Það er ekkert lýðræði í Rússlandi“, segir „skippirinn“ okk- a.r Þetta er hans eilífa innlegg í baráttumál dagsins. Orð eyk:ú af orði og menn verða æstir og heit- ir. „Já, ég held Stalín lí'ki nú líf'.ð, hann hefur skemmt sér við að skjóta síha beztu m-enn eins >g hunda síðan hann tók við, nú fær hann tækifærið að láta hendur standa fram úr ermum“, drynur í einum úti í horni. Hann hefur slit- ur úr „Samvinnunni“ utan um brauðið sitt. „Hvað segir skáldið okkar um þetta allt?“ Eg legg til að Stalín /erði ráðinn hingað sem loðdýraráðunautur, fyrst skotfimi hans og veiðináttúru er svo við brugðið. En gnmsamleg dýr hafa sézt undanfarið, jafnvel hér í bæ. Klukkan kallar. Kliður vinnunn- ar fyllir loftið að nýju. Við hjól- grar flytjum boð milli lofts og jarðar. „Ætli hafi hlaupið á þá ?f kaffinu, þarna niðri?“, — eða „segðu þe.'m að óþarft sé að spara vatnið 1 steypuna.“ Við kryddum boð'n mergjuðu orðibragði. Allir vinna vel. Klukkan er 12. Allir hraða sér heimleiðis, borða og hlýða á frétt- ir. K1 á eftir 15 mínútur í 1, segir Pétur í útvarpinu, og allir eru á sínum stað á réttum tíma. Enginn má slóra, eða draga af sér, hver maður er sem hjól í vél, bili það, stöðvast öll vélin. Við erum létt klæddir og heitir. Sólin skín glatt. Uppi á brekkunni gnæfir kirkjan líkust kanínu með spert eyrun, búin t'l stökks nt í heiminn. Straumur fólks fer upp og niður tröppurnar, sumiir staldra við og taka mynd af þessu glæsilega tákni norðlenzkrar guðhræðslu. Við öfundum þetta fólk, fínt klætt og glatt, vitum þó að það verður að hverfa fljótlega til sinna ýmislegu starfa. Við dáumst að Framh. á bls. 159.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.