Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Síða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Síða 6
158 ' SUNNUDAGUIl Strandið á Klofning Framh. af hls. 154. Guðmundur Bjarnason 15 ára, nú báðir smiðir á Akranesi. Bjuggust þeir óðar til ferðar að Skálalæk, en Arnór hélt áfram að Melaleiti. Þar var einn unglingur heima, Ragnar Friðriksson, 17 ára, nú formaður á Akranesi. Fór hann einnig í Skálalæk, en Arnór hélt áfram að Melum. Þar var fyrir einn maður, Þórhallur Baldvinsson frá Nesi í Aðaldál, mágur Arnórs, nú búsett- Ur í Sjávarborg á Akranesi, þá um þrítugt. Sneri Arnór þá við í Skála læk og Þórhallur einnig, voru þeir þá orðnir 5 saman og ekki völ á fleirum í viðbót. Hrundu þeir þá á flot einum af bátum beim er þar vóru og réru af stað inn með landi. Það er rösklega 1 klst. róður úr Skálalæk að Klofning í falllausu, en nú var komið útfall á móti þeim sem þyngdi róðurinn mikið. Einkum þegar á leið og einnig þegar þeir nálguðust strandstað- inn, fóru þeir að rekast á timbur og tunnur af dekkfarmi Hegrans. Þar sem þá var kolniðamyrkur og leiðin þröng, var mjög örðugt að komast áfram, en þó var róið af kappi og loksins náðu þeir til hins strandaða báts. Eins og áður er sagt, var nálægt 1 klst. til háflæðir, þegar Hegrinn strandaði. Þegar nú áfram flæddi að, þá fór skerið alveg í kaf; losn- uðu þeir þá þáðir við skerið Björn og Jón, enda tók sjór þeim í mitti, fór Jón þá í afturmastrið til Gísla, en Björn náði skerinu aftur. Jón Helgason, sem eins og áður er sagt komst ekki upp mastr ð, en var á stýrishúsinu, lenti nú einn- ig í sjó þegar allt fór í kaf, nema möstur, en með því að hann var feitur og aðstaða mjög erfið, gátu h'nir ekki hjálpað honum upp mastrið, svo hann lenti í kafi og var meðvitundarlaus, þegar hjálp- in kom. Hinir voru allir hressir og höfðu allan tímann hrópað nokkuð reglubundið svo björgun- armennirnir gátu ávalt fylgzt með og vitað að emhvcrjir voru lif- andi. Tóku nú björgunarmenn Jón Helgason og lögðu hann yfir þóftu aftur í bátnum, hinir komust allir hjálparlaust um borð. Var nú bát- urinn orðinn mjög hlaðinn þegar í hann voru komnir 11 menn, allir rennvotir, en þó var farin sama leið til baka og lent í Skálalæk. Jón Helgason var borinn heim að Melaleití og hafnar þar á honum lífgunartilraunir sem báru að lok- um árangur, lifnaði hann við og hresstist furðu fljótt, enda þrek- maður mikill. Engum þeirra er af komust varð meint við slark betta. Lík þeirra Jóhannesar og Eyjólfs fundust litlu síðar rétt við skerið. Hegrinn náðist út án frekari skemmda. Var hann dreginn í Borgarnes og seldur í burtu úr þorpinu skömmu síðar. Akranesi 30. október 1945. Þorvaldur Steinason. SMÆLKI A dögum Friðrilcs 3. voru sett í Danmörku ný lög um vegi og um- ferð. Vegur var talinn í sómasam- legu ástandi, ef „sjáanlegt er í hvaða áitt hann liggur og hann ei nógu breiður fyrir vagn“. Mœttust tveir vagnar, varð annar að fara út af veginum. Það, tíðkaðist mjög á Norðurlöndum, að efnaðir menn œkju í háhjóluðuvi vögnum, því að það þótti ..fínna“ en að ferðast á hestbaki. En á vegleysum var það hin mesta hœtta og sízt þœgilegt.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.