Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 2
BRIDGE FRÍMERKI Margs er að gæta þegar ákveða skal, hvar hvert ein- stakt fríœerki á að vera í albúminu. Tvö merki geta litið alveg eins út við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð, geta þau átt heima hvert á sinni síðu í albúm- inu. Fyrst lítur maður eftir því, hvort mynd merkisins og virðgildi sé það sama á báðum. Því næst þarf að at- huga takkafjöldann á hlið- um merkisins og hefir verið rætt um það áður hér í þættinum. l'akkamál eru mjög ódýr og ættu allir safnarar að eiga þau, því að eigin augum er ekki á- valt að treysta, svo litlu get- ur munað á takkastærð eða fjölda að ekki er öruggt að treysta sjónhendingu. Setjum svo að á tveim merkjum séu þessi þrjú at- riði alveg eins, þ. e. a. s. myndin, verðgildið og takkafjöldinn. Ekki er þar með sagt, eða víst, að um sama merki sé að ræða. Athuga þarf einnig pappir merkjanna. Hann getur ver- ið bæði þykkur og þunnur. Tökum t.d. Geysis-merkin 45 aura blátt. Þau eru til bæði I þykkum og þunnum pappír, en eru eins að öðru leyti. Límið aftan á merkjunum getur einnig verið mismun- andi. Það getur verið þykkt eða þunnt og með ýmisleg- um lit. Það er venjulega lím á öllu merkinu, þó er til, að lím sé aðeins á hluta merkisins. Sum merki, eink- um þau gömlu, eru límlaus frá upphafi, einnig er það til á frímerkja-„blokkum“. Þá er að geta um vatns- merkin. Flestir kannast við myndir eða stafi, sem sjást í pappírsörkum, sem haldið er upp að ljósi. Það eru kölluð vatnsmerki. 1 íslenzk- um frímerkjum eru 4 teg- undir vatnsmerkja til, þótt flest þeirra séu vatns- merkjalaus. 30 árin síðustu hafa engin vatnsmerki verið í þessum merkjum, sém út hafa komið. Vatnsmerkið er mikilvægt í aðgreiningu merkja, það getur skilið á milli góðs og lélegs merkis hvort vatns- merki er í því, eða ekki. Oft er hægt að sjá vatns- merki á bakhlið merkisins, ef því er snúið á ýmsa vegu við Ijós. Einnig er hægt að sjá það vel, með því að hafa við hendina svartan bakka með hreinsuðu ben- zíni. Sé frimerkið sett niður í það, kemur vatnsmerkið í ljós. Vel þarf að gæta sín, því að eldhætta er þessu samfara. Ykkur, sem eruð að byrja söfnun, vex þetta e.t.v. í augum. Þið megið ekki láta hugfallast vegna þessara erfiðleika á að greina merki frá merki. Þvert á móti. Þessi næstum vísindalega athugun safnarans á frí- merkjum sínum, eykur að- eins ánægjuna, sem safnar- inn hefir af safni sínu, þeg- ar hann eftir á er þess full- viss að rétt sé greint sund- ur. Þetta lærist mjög fljótt og athyglisgáfan skerpist með tímanum. Rétt er þó fyrir byrjendur að ráðfæra sig við sér eldri og reyndari safnara, ef kostur er, þar til þessi undirstöðuatriði frí- merkjagreiningar eru lærð til hlýtar. Þegar greind eru sundur frímerki, er gott og enda nauðsynlegt að hafa stækkunargler við höndina. Á frimerkjatöng hefur áður verið minnzt. Hún þarf að vera fjaðurmögnuð, breið og flöt í oddinn og láta vel að taki. Við sbulum lita á eftir- farandi spil og athuga hvað sé bezti spilamátinn. Til þess að gera það meira spennandi skulum við aðeins líta á hendur n—s fyrst. A—V á hættu, suður gef- ur. Norður A K-G-7-6-2 ¥ K-10-8 ♦ G-3 * K-7-6 Suður é Á-10-8-5-3 ¥ 6 ♦ K-6-5 * Á-D-5-4 Sagnirnar voru þannig: Suð. Vest. Norð. Aust. 1 A 2 ¥ 3 A P 4 A P P P Vestur spilar út laufagosa, Hvernig er bezt að spila spilið? Við sjáum að eina hættan í spilinu er, að trompin liggi 3—0 og að við tökum út háspil öfugu meg- in. Bezta spilamennskan er því að drepa útspilið heima og spila strax á hjartakóng- inn. Vestur drepur á ásinn og spilar laufatíu. Við drep- um á kónginn í borði og tökum spaðakóng. Vestur er ekki með og nú vinnum við spilið auðveldlega með þvl að svína fyrir spaðadrottn- inguna. En jafnvel þótt austur hefði verið spaða laus, þá er spilið einnig unnið. Við tökum hjarta- kóng og trompum hjarta. Síðan laufaás og trompum fjórða laufið, Síðan er spaðaásinn tekinn og vest- ur settur inn á spaðadrottn- inguna. Hann verður nú annaðhvort að spila í tvö- falda eyðu í hjarta eða gefa sagnhafa slag á tígulkóng- inn. Spil a—v voru þannig: Vestur é enginn ¥ Á-D-9- 5-3-2 ♦ A-D-7 * G-10-9-8 FONDUR FJAÐRAFOK Hjörturinn er sagaður út úr 5 mm krossviði. Sagið nákvæmlega og slípið allar brúnir mcð sandpappír. — Tapparnir niður úr fótstykkinu ganga niður í göt á palli, sem smíða þarf undir hjörtinn. Hann má vera svona 15x7 sm. á stærð, úr 5 eða 6 mm krossviði. Gætið f náttúru- fræðina og málið réttum lit- um. Grasið gulgrænt, pallur dökkgrænn, — Lakkið, G.H. VILDI MILLIVEGINN 1. skvísa: Eg sagði honum að hann mætti kyssa mig á hvora kinnina sem hann vildi. 2. skvísa: Og á hvora kinn- ina kyssti hann þig? 1. skvísa: Hvoruga! Hann gat ekki ákveðið sig um vinstri eða hægri — hann er í Pramsóknarflokknum. ★i Dæmi úr „heimspeki list- arinnar": Eg syng svo mikið að her- bergið verður stórt og fallegt .... Austur A D-9-4 ¥ G-7-4 ♦ 10-9-8-4-2 * 3-2 110 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.