Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 9
Þá hlýt ég að vere dauður GÁTAN Hér koma ráðningar á gátunum í síðasta blaði. Þær voru stuttar og auðráðnar, og því 4 talsins. 1. ráðning: bárur. 2.: mjög vinsælt áhald þessar vikurnar — reytkjarpípa. 4.: synir Adams. 4.: sjö- stjörnurnar. Hér koma svo tvær til að dunda við í dag. 1. Hver er sú, sem hjá mér hvílir, hún er ber og ekkert skýlir, útJent blómstrið öðlast getur, allt það steildr, sem hún étur, hampað er henni á Hornströndum, hún er gjörð af vatnatröðuin. 2. Nefndu mér hjón þau, sem njótast um daga alla, svo hvorugt annars missir, en skilnaður þeirra skeður að kveldi, svo þeim ei hlotnast saman að hátta. Ezra Poimd' Soirée Þegar hann írétti það: Að frúin yrkir og íaðirinn Kka, að yngsíi sonurinn vinnur hjá útgáfufyrirtæki og vinur yngri dótturinnar hefur skáldsögu í smíðum, þá hrópaði pílagrímurinn ungi frá Ameríku- Þetta er bráðgáfaður hópur! J. Th. pýddi. Framhald af bls. 113. augnablik stendur hún aftur stif af hræðslu. Likið virtist einnig mjög undrandi. Það ýmist opnaði augun eða lokaði þeim, sneri höfðinu til beggja hliða, strauk um likklæðin og barði í kistuna. Allt í einu lítur lik- ið beint framan í frú Pe Pe og segir með sterkri rödd: — Hvern fjandann á þetta að þýða? Þá náði skynsemin aftur yfirhöndinni hjá frú Pe Pe. Og hún fékk aftur krafta til að hreyfa sig. Henni skildist að maðurinn hefði raunveru- lega ekki verið dáinn, heldur hefði hann fallið í dauðadá. En þótt óttinn við líkið hyrfi við þessa uppgötvun varð hún nú gripin öðrum ótta. Óttanum við að glata aftur hinu nýfengna frelsi. Hún hljóp til Pe Pe með út- breidda arma og sagði: — Þú ert dáinn, vinur minn. Legstu nú útaf aftur. — Dauður? Er ég dauður? Hinn keisarálegi vegaumsjón- armaður strauk sér um enn- ið, eins og í þungum þönkum. — Eg man að ég lagði af stað í eftirlitsferð, sagði hann hægt. En þegar ég steig yfir þröskuldinn var allt morandi í svörtum flugum, litlum svörtum flugum. Hvað svo gerðist hef ég enga hugmynd um. Hann horfði fram fyrir sig sljóu augnaráði eins og hann reyndi að eygja eitthvað fjarlægt. — Það sem gerðist var það, sagði konan, og talaði hratt, að þú fékkst hjarta- slag, ósköp einfalt og venju- legt hjartaslag og datzt niður dauður. Og eins og venjulega sýndirðu fullkomið tillits- leysi: lézt þig detta niður beint fyrir framan dyrnar, svo ég var nærri dottin um þig. En nú varð Pe Pe æstur. — Eg er áreiðanlega ekki dauður! hrópaði hann. — Eg get séð, heyrt og talað. Þeir dauðu hvorki heyra né sjá né tala. — Hvað veizt þú um það? sagði konan hans af misk- unnarlausri rökvísi. — Nú jæja, samþykkti Pe Pe. — Það getur svo sem vel verið að þeir dauðu hafi sáL sjón, heyrn og mál. Konan reyndi að fá hann til að leggjast útaf í kistunni, en líkið streyttist á móti. — Vertu nú skynsamur, sagði hún og reyndi að tala um fyrtr honum, — Þú ættir að hlusta á hvað fólkið segir. Þegar allir segja að þú sért dauður þýðir ekkert fyrir þig að andmæla því. — Segir fólk að ég sé dauður! hrópaði Pe Pe undr- andi. — Ef þú liggur grafkyrr og lætur ekkert heyrast í þér skaltu heyra hvað fólkið seg- ir. Herra Pe Pe kinkaði kolli og lagðist útaf. Frú Pe Pe læddist að dyrunum og opn- aði upp á gátt. /Gestirnir voru að ræða um hinn látna. — Það er nú leiðinlegt að detta niður dauður fyrir framan húsdyrnar sínar, sagði ung stúlka. — Þvert á móti, sagði roskinn maður. — Eg vildi óska mér sama dauðdaga og Pe Pe, seinna, þegar þar að kemur. — Sammála, sagði maður einn, ættingi Pe Pe. — Frem- ur skjótan dauðdaga en langa sjúkdómslegu. — Eg var ekki að hugsa um Pe Pe, sagði unga stúlk- an, hann hefur áreiðanlega fengið þægilegt andlát. Eg var að hugsa um aumingja litlu ekkjuna hans. Hugsið ykkur að detta allt í einu um lík eiginmanns sins! — Eldri kona sagði, eins og út í bláinn: — Það finnst ekki öllum eiginkonum mjög hræðilegt að detta um lík mannsins síns. Nú varð þögn, og Pe Pe hvíslaði: — Eftir tali fólksins að dæma er ég vissulega dauður. En rökvísin sigraði og hann bætti við. Að minnsta kosti halda þau að ég sé það. Samræðurnar héldu áfram. Það er áreiðanlegt að Pe Pe var vanmetinn af mörg- um, sagði önnur ung stúlka. Ungt skáld sem þarna var kinkaði kolli til samþykkis: — Það er hverju orði sann- ara. Fæstir skildu hve mikið ljóðskáld hann var. Og einn félagi Pe Pe frá vegagerðinni sagði: — Hann var heldnr ekki metinn að verðleÍKum sem vegaumsjón- armaður. Þessar tvær síðustu athugasemdir gerðu Pe Pe mjög undrandi. Aldrei hafði hann grunað að ungu skáld- unum þætti neitt til sin koma, síður en svo. Og þessi vinnu- félagi hjá vegagerðinni hafði alltaf haft horn í síðu hans. — Þau tala vel um mig, og það er þó sjaldan gert fyrr en menn eru dauðir, umlaði Pe Pe. Það var í Kína sem sagan gerðist og það var endur fyr- ir löngu. — Jæja, er þér ljóst að bú ert dáinn? spurði eiginkonan og greip í kistulokið. — Nei, sagði Pe Pe, og honum uxu kraftar þegar hann leit á kistulokið. — Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Eg ætla að reyna að standa upp og fara í heitt bað. Svitinn brauzt út á enni konunnar. Hvernig átti hún að fara að því að sannfæra manninn um að hann væri dauður. Allt í einu datt h<mni ráð í hug. (Niðurlag næst). SUNNUDAGUR — 117

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.