Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 12

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 12
Verðlaunagetraunin Sé ég hendur iiianaa mynda ineginþráð yfir höfin bráðu, jiiinii er lönd og lýði bindur lifandi orði suður og norður. Meira tákn og miklu stærra mðginband hefur guðinn dregið, sveiflað og fest með sólarafli, sálu fyllt og guðamáli, — má!í, sem hefur mátt að þola meinin flest, er skyn má greina: is og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða. Málið fræga söngs og sögu, sýnu betra guðavíni, — riál, er fyllir svimandi sælu ál og æð, þótt hjartanu blæði. >að hefur voða þungai tíðir ^jóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst við hungri og þorsta, hjarta.skjó) þegar burt var sólin, hennar Ijós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur, fréttaþráður af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda. Stóð það fast þegar storðin hristist, stóð það fast fyrir járni og basti, . stóð það fast og fjör og hreysti fékk hvað mest við stríð og hlekki. Lof þitt, Frón, sé Ijóðum skrifað, lof fyrir hrundinn sálardofa, víkingslund og brýnda branda bráðeggjaðra hreystidáða. „Undrast fögur öglis landa eik hvi vér erum fölir og bleikir?" HVER ORTI? — spurði skáld og grafJjóð gerði geymileg, meðan byggjast heimar. Héðinn söng meðan hyrjar tungur heljarváða stefin kváðu, Þórir Jökull og þaðan af fleiri þuldu ijóð meðan öxin buldi. Sturla kvað yfir styrjarhjarli, Snorri sjálfur á feigðarþorra. Ljóð frá auði lyfti Lofti, Lilja spratt í villik.vl.juni. Arason mót exi sneri andans sterka vigabrandi, Hallgrimur kvað í heljar nauðum heilaga gióð í freðnar þjóðir. — Hvað er tungan? — Ætii enginn orðin tóm séu lífsins forði. — Hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál i greyptu stáli, andans form i mjúkum myndum, minnissaga t'arinna daga, flaumar lífs í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Tungan geymir i tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum, heiftareim og ástarbrima, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígðum — geymir í sjóði. Tungan mögnuð sögu og signing . söngvaljóða kallast óður, því eru ungir óðmæringar aðalsblóm og þjóðarsómi. — Heyrið skáld á Fimbulfoldu: frelsið deyr ef vantar IieLsi. Værj eigi í loi'i lygi landsins gæða, mættuð þér hræðastl Þakkið mein og meginraunir mammonsríkis Ameríku. Þakkið slyppir kaupin kröppu, keppni er betri en stundarheppni. Hvað er frelsi? Hjóm og þvaður, hjörinn þinn nema sigurinn vinni. Þrælajörð þér veröldin verður verk þín sjálfs nema geri þig f r jálsan. Hver er maðurinn? ANATOLE FRANCE: fagrar konur frá Picardie, Tourraine. Lyon og París Dag nokkum mætti kapút- sínamunkurinn. bróðir Jean Chavaray, mínum góða læri- föður. herra Caignard ábóta, í klaustri Hinna Saklausu, og tók hann tali mm bróður Oli- vier Maillard, hvers prédik- anir mjög uppbyggilegar hann hafði verið að lesa. í þessum ræðum eru ágæt- ir staðir, sagði kapútsíninn. Nefnum ti] dæmis frásögnina um meglarann og konurnar 120 - SUNNUDAGUR fimm. . . Þér skiljið auðvitað að bróðir Olivier, sem uppí var á valdatímum Lúðvíks ellefta kallar þennan kven- mann nokkuð öðru nafni, þar eð málfar hans var ekki laust við hrjúfleika aldarinnar. En okkar öld krefst virðulegri talsmáta og því hef ég valið þetta orð. Þér viljið, sagði minn góði lærifaðir, láta það tákna það þá elskulegu elskulegu og skylduræknu konu sem hjálp- ar konum og körlum að n4 samfundum til ásta? Á latínu er hún kölluð „lena, conciliat- rix, internuntia libidinum" sem þýðir „sendifrú fýsnar- innar". Þessar verðugu konur auðsýna mönnum marga á- gæta þjónustu, en taka auð- vitað peninga fyrir og þvi hljótum við að efast um hreinleika tilgangs þeirra. Þvi skulum við, faðir sæll, kalla þessa persónu milligöngu- konu. Þetta orð er ekki laust við fágun. Gjarna, herra ábóti, sam- þykkti bróðir Jean Chavary. Eg vildi aðeins minna á að það var bróðir Olivier en ekki ég sem lét þessarar persónu getið. En sam sagt — ein slík milligöngukona, sem bjó á Pont des Tournelles, fékk dag nokkurn heimsókn af kaval- éra sem fékk henni hring í hendur, og sagði: Þessj hringur er úr skíra gulli og i hann er greyptul bleikur rúbínsteinn. Ef þér þekkið heiðvirðar konur, far- ið til hinnar fegurstu þeirra og segið að hún eignist þenn- ___, Framhald á bls. 118. i

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.