Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 7
SJÓNVARP A þessu augnablikí er varla meira en 1200 kúbíkkílómetrar af vatni í ölhim fljótum heimsins. hefurðu um leið safnað sam- an 150 grömmum af vatni. En það vatn er alltof bundið rykögnunum til að geta orðið nokkurri lífveru að liði. Oft- ast er í jarðveginum aðgengi- legra vatn sem plönturnar — undirstaða allrar næringar — geta notað. Plönturnar þurfa mikið vatn — venjulegt tré getur sogið upp 200 lítra af vatni á einum einasta degi. En aðeins lítill hluti af því tekur þátt í efnaskiptum plantnanna. Mest af því guf- ar upp um blöðin. Raki jarð- arinnar er metinn á 24.000 kúbíkkílómetra af vatni — skoplítil spræna í öllum vatnsgangi jarðar, en ómet- anlega þýðingarmikil fyrir lífið. Það er meira vatn á þurr- lendinu. Ef það er reiknað með sem er að síga niður til neðanjarðarvatns þá verður útkoman 40.000 kúbíkkm. og neðst höfum við neðanjarðar- vatn — meir en fjórar millj- ónir kúbíkkm. Með öðrum orðum: tuttugu sinnum meira en í öllum ám og vötnum heimsins. Það er fyrst og fremst þetta vatn sem við er- um háð, en vitneskja okkar um það er ótrúlega lítil. Og mesta verkefni vatnsfræginga er nú að kortleggja þessar birgðir grunnvatns. Á síðustu tímum hefur neðanjarðarvatn þetta komið okkur mjög skemmtilega á ó- vart. Undir Sahara hafa menn fundið stórkostlegar vatnsbirðir og notkun þeirra býður upp á glæsilegustu ræktunarmöguleika. Nýlega Framhald á bls. 118. ga og sundiðkunar, SuSurskautslandi Mest umtalaður atburður síðustu daga er áskorun sextíu þjóðkunnra manna til Alþingis um að það ákveði að herliðssjónvarp í Kefla- vík verði bundið við völlinn einan, þar eð það sé „van- sæmandi fyrir Islendinga sem sjálfstæða menningar- þjóð að heimila einni er- lendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð er nái til meirihluta landsmanna". Og þótt mönnum virðist að furðu margir þessara manna hafi látið það drag- ast óþarfleg lengi að láta sín að nokkru getið í um- ræðum um svo alvarlegt mál og spillingaráhrif her- námsins þá er áskorunin engu að síður gleðilegur vitnisburður. Og fróðlegur — einkum vegna þess hve rækilega hefur verið gengið frá því að ekki sé hægt að kenna kommunum um þenn- an uppsteit í siðprúðu Nató- landi. Það verður ákaflega skemmtilegt að fylgjast með því hvernig hinir sextíu undirskrifendur reynast þegar á þá reynir að fylgja fram skoðunum sínum. Því þar mun vafalaust bæði reyna á þrek og þolinmæði. Tvö dagblaðanna, Morgun- blaðið og Vísir, brugðust mjög snarlega við, kana- sjónvarpinu til varnar. Að vísu talar Morgunblaðið af hæfilegri stjórnkænsku um að ávarp hinna sextíu sé .,sprottið af velvilja og um- hyggju fyrir íslenzkri menn- ingu" en varla verður því samt haldið fram að þess- um „velvilja" sé af hálfu blaðsins sýndur viðeigandi sómi með nokkurri viðleitni til samvizkusamlegs mál- flutnings. Morgunblaðið segir blátt áfram og án rökstuðnings að það sé eng- inn voði á ferðum þótt Is- lendingar sjái hið banda- ríska sjónvarp og reynir síðan að dreifa málinu með því að einangrun sé hættu- leg og einhverntíma verði sjónvarp alþjóðlegt og þá verði Islendingum jafn sjálfsagt að stilla á erlend- ar sjónvarpsstöðvar og út- varpsstöðvar nú. Þannig á að fela öll tilefni til á- hyggna hinna sextíu menn- ingarvita á bak við nokk- urskonar tæknilegan fatal- isma og hugtakarugling. Áhrifamáttur sjónvarps og útvarps er gerður jafn, amerísku dátasjónvarpi í landi þar sem ekki er inn- lent sjónvarp er jafnað sam- an við hugsanlega alþjóða- samvinnu um sjónvarps- sendingar í fjarlægri fram- tið. Og því er þar að auki „gleymt" á þægilegan hátt að alþjóðlegt sjónvarp um gerfitungl yrði varla til annars notað en að sýna stórtíðindi og þá samkvæmt alþjóðlegu samkomulagi — auk þess er ekki um það að ræða að „stilla tæki á er- lendar stöðvar", rétt eins og við værum stödd í Lúxem- burg, heldur krefst slíkt sjónvarp svo voldugrar mót- tökustöðvar að Norðurlönd munu þurfa að slá saman reitum sínum til að reisa eina slika fyrir öll löndin. En í væntanlegum um- ræðum um þetta þýðingar- mikla mál verður að sjálf- sögðu ekki aðeins beitt slík- um reykbombum Aðrar munu verða framleiddar af mikilli atorku. Það verður skírskotað til frelsis og lýð- ræðis, einnig til mannúðar. Það verður jarmað, eins og Vísir gerir reyndar nú þeg- ar, um vesalings fólkið sem hefur nú þegar lagt svo og svo mikið fé fram til sjón- varpskaupa. Og það verður mikið þusað um hina frjálsu og þroskuðu Islendinga sem eiga að hafa möguleika á því að velja og hafna. (Og vitanlega aldrei minnzt á það að drjúgur helmingur sjónvarpsáhorfenda eru börn og unglingar sem eiga óúttekinn allan sinn þroska). Við fengum kana- sjónvarpið yfir okkur í nafni samúðar og hugulsemi við einmana dátagrey er- lend og við eigum að fá til- veru þess endanlega stað- festa með skírskotun til þroska, frelsis og virðingu fyrir eignarrétti. Göfug orð og virðulegar hugsjónír verða hvergi sparaðar. Betur að hinir " sextíu brýnj branda sina í tíma. A.B. 9sxnxnxrxj- ÆSk: SUNNUDAGUR — 115

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.