Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 10
VATN Framhald af bls. 115. fengum við að vita að eitt- hvert vonlausasta svæði heimsins, Góbíeyðimörkin, felur töluverðar birgðir vatns. Og ef það kemur í ljós að eyðimerkur geyma yfi.-leitt nothæft jarðvatn undir þurru yfirborði sínu þá getur áskorun Ben-Gúríons til ísraelskra vísindamanna verið uppfyllt á næstu árum: „Gjörið höfin fersk og safnið uppskeru í eyðimörkum". Jöklar skreppa saman Vatnsbókhald framtíðar- innar er mjöð háð þróun veð- urfars, háð því hvort loftslag heimsins er að breytast til nýrrar ísaldar eða sú bráðn- un iss muni halda áfram sem við höfum búið við í allmörg ár. Isinn er síðasti liður í bók- haldi okkar á því herrans ári 1964. Brot af honum hefur þýðingu fyrir vatnsnotkun á ýmsum stöðum. Jöklarnir í Ölpunum skipta miklu máli fyrir Austurríki, Sviss, Suð- ur-Þýzkaland og Norður- Italíu og þýzkir vatnsfræð- ingar hafa af því miklar á- hyggjur að þessir jöklar minnka með ári hverju. Þess- ir og aðrir smærri jöklar geyma svipað vatnsmagn og öll stöðuvötn heimsins, sölt og fersk. Miklu hærri tölur höfum við frá Grænlandi og Suður- skautslandi. Á Grænlandi liggja 2y2 milljónir kúbík- kílómetrar af ís, en það næg- ir til að sjá Missisippi fyrir vatni í 4700 ár. Enn meira er um að vera í Suðurskauts- landi, níu tíundu hlutar af öllum ís heimsins eru þar og tveir þriðju af öllu vatni ut- an hafanna. Missisippi fengi nóg að starfa í 50.000 ár við að flytja öll þessi ósköp á brott. Það er því nóg vatn á jörðinni. En 97% af því verð- ur ekki notað til annars en siglinga og sunds. Tvö pró- sent eru bundin á. Grænlandi og Suðurskautslandi og því einnig utan okkar seilingar- máls. Það er aðeins eitt pró- sent sem mannkynið hefur til umráða í fjölmörgum vatns- krefjandi athöfnum sínum. Þetta eina prósent verðum við að þekkja fullkomlega, viljum við ekki eiga það á hættu að vatnskranar okkar gefi frá sér þurran hósta einn góðan veðurdag í stað vatns. Tvær kr. kúbíkmetra vatns Hitt er svo annað mál að þann dag sem við getum gert höfin fersk opnast okkur nýj- ir möguleikar. Þessvegna veita ýms lönd allmikið fé til slíkra tilrauna. Það vantar ekki hugmyndir — hver vís- indamaður getur í fljótheit- um sett fram fjölda aðferða til að gera sjó ferskan. En það er ekki nóg að finna að- ferð — hún verður einnig að vera ódýr því við höfum ekki ráð á því að borga neitt sem heitir fyrir vatn. (Danir borga 35 aura (rúml. tvær ísl. kr.) fyrir kúbíkmetra af vatni (og 930 danskar kr. fyrir kúbíkmetra af mjólk, 3300 kr. fyrir kúbíkm. af öli). Á nokkrum stöðum eru menn reiðubúnir að borga nokkuð meira en 35 aura danska en þróunarlöndin geta ekki einu sinni leyft sér slík útgjöld. Og enginrí vatnsframleiðandi sem notar sjó sem hráefni getur selt á slíku verði. Samt sem áður er þetta fyrsti og fremst tæknilegt vandamál sem verður leyst einn góðan veðurdag og því getum við búizt við því að hin afskiptari svæði geti ausið af gnægðum hafsins .... fímm iagrar konur Framhald af bls. 120. an hring þegar hún fellst á að heimsækja mig og gefa mér gleði og gaman. Milligöngukonan þekkti fimm fádæma fríðar konur, ein var frá Picardie, önnur frá Poitou, hin þriðja frá Touraine, ein frá þeirri góðu borg Lyons og hin fimmta frá París — allar bjuggu þær í Cité eða þar í grennd. Fyrst barði hún að dyrum konunnar frá Picardie. Þjón- ustustúlka opnaði fyrir henni, en konan neitaði að eiga orða- skipti við gestinn. Hún var heiðvirð kona. Síðan fór milligöngukonan til konunnar frá Poitou og tók að prísa á allar lundir fyrir henni kavalérann fríða. en konan svaraði: „Eg bið yður að segja hon- um sem sendi yður, að hon- um hafi skjátlazt, ég er alls ekki sú sem hann heldur mig vera." Þessi kona frá Poitou var einnig heiðvirð en ekki sem hin fyrri, þar eð hún reyndi að sýnast heiðarlegri en hún var. Þá heimsótti milligöngu- konan konuna frá Tours, á- 118 - SUNNUDAGUR varpaði hana með sömu orð- um og þær fyrri og sýndi henni hringinn. Hringurinn er vissulega mjög fagur, sagði konan. Þér munið eignast hann að- eins ef þér viljið. Nei, þetta er of hátt verð fyrir mig. Maðurinn minn gæti komizt að öllu saman og ég myndi valda honum sorg- ar sem hann á ekki skilda. Þessi kona frá Tours var vafalaust siðspillt í djúpum sálar sinnar. Milligöngukonan flýtti sér til konunnar frá Lyons sem sagði þegar hún hafði séð hringinn: Því miður, kæra vinkona, maðurinn minn er svo af- brýðisamur að hann skæri af mér nefið til að koma í veg fyrir að ég gæti unnið í þessu ánægjulega hring-spili. Eins og þér sjáið þá var þessi kona frá Lyons ekki mikils virði. Þaðan hljóp milligöngukon- an til Parísarkonunnar: Sú reyndist með öllu sómalaus og sagði án minnsta sam- vizkubits: Á miðvikudag fer maðurinn minn að líta eftir vínekrum okkar. Segið þeim sem sendi yður að á þeim degi muni ég koma til hans. Þannig eru að áliti bróður Oliviers, hin fimm stig milli góðs og ills í konum frá Pic- ardie til Parísar. En hvaða skoðun hafið þér, herra Co- ignard. Þessu svaraði minn góði lærifaðir svo: Að skilja hvað stýrir þess- um veikbyggðu lífverum og hver eru samskipti þeirra við guðdómlegt réttlæti er mjög erfitt og þyngri þraut en ég fái valdið. En ég álít að Ly- onskonan, sem hrædd var við að missa nefið hafi samt sem áður verið verri en Parísar- konan, sem óttaðist ekkert. Eg get með engu móti ver- ið yður samþykkur, sagði bróðir Jean Chavaray. Kona sem óttast eiginmann sinn gæti lært að óttast helvíti. Skriftaföður hennar tekst ef til vill að fá hana til iðrunar, og iðrunin getur komið fram í ríkulegum gjöfum. Því það er einmitt það sem við þurf- um að stefna að, þegar allt kemur til alls. En hvers getur vesalings kapútsíni vænt sér af konu sem ekkl hræðist neitt? 30 vertíðir Framhald af bls. 112. drubknaði af sunnlenzkum kútter 2 vetrum síðar. Faðir Sigurðar var hreppstjóri í Rauðasandshreppi. — En nú eruð þið hættir bjargferðum? — Já, að mestu. Það má heita að bjargferðir hafi lagzt niður þegar tveir menn, Kristján Erlendsson og Ast- ráður Ólafsson i'órust í bjarg- inu 16. júní 1926. — Segðu mér, Júlíus, var ekki erfitt að búa hér í vík- unum, Látravík, Breiðavík og Kollsvík áður en akvegurinn kom? Hvernig var með kaup- staðarferðir — og þegar þurfti að sækja lækni — A sumrin voru kaup- staðarferðir eingöngu farnar á sjó. Menn urðu að sækja salt og koma fiski frá sér. Menn þurftu að fara í kaup- staðinn þegar fór að harðna í búi eftir meginhluta vetrar- ins. Eftir rúning þurfti að fara í kaupstaðinn með ull- ina og eftir að bjargferðum var lokið var fiðrið lika sölm vara, það sem ekki var not- að til rúmfata heima. Þessar ferðir voru farnar á sjó. Þyrfti að sækja lækni á vetrum varð að fara landveg. þramma yfir fjðllin og þóttl þá gott að fá bát í Hænuvík eða Gjögrabót. eða Sandodda, en stundum var það fært og stundum ófært vegna brims og roks, þá varð að þramma áfram. Það voru tímafrekar og afskaplega erfiðar ferðir. Tæki sem breyitu lífsvenjum ¦ Það varð mjög mikil lífs- venjubreyting eftir síðustu heimsstyrjöld. Þá komu ýtur til vegagerðar og þá fyrst varð hægt að leggja hér vegi. Síðan komu skurðgröfur og stórar jarðvinnsluvélar og þá var hægt að stækka túnin. Ólafur á Hnjóti í örlygshöfn hafði byrjað mjólkursölu til Patreksfjarðar 1939, en það var mjög erfitt fyrstu árin því flytja varð mjólkina á sjó yfir fjörðinn. Eftir að vegurinn kom jókst mjólkur- salan til Patreksfjarðar og nú er sótt mjólk alla leið út í Hænuvík. Nú fiska menn að- eins endrum og eins í soðið — og þó alls ekki allir. Við þökkum Júlíusi. Það ér ekki hans sök ef við höfum ekki orðið töluvert fróðari eftir frásögn hans, um byggð- ina í þessum víkum fyrrum og lífskjör fólksins þar. J. B. j

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.