Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Blaðsíða 4
áttu sjálfir vaði og stangir, en ekki eins góðan útbúnað og Látramenn. 1 Bæjarbjargi þurfti að ganga niður í bjargið og síga þar, og bera fuglinn þaðan upp á brún — það gat tekið á taugarnar. Hvannagjá f Heiðnu- kinn Við höfðura þá Hvannagjá, hún er þar sem bjargið er hæst á Heiðnukinn, utan við Djúpadal. Þar er gengið all- langt niður, síðan farið eftir svonefndum gangi nokkuð út á við og þaðan sigið niður 30 faðma sig. — Blessaður lýstu fyrir raig bjargferðum. — Það hefðu nú aðrir get- að lýst þeim miklu betur og sagt þér miklu meira en ég, þeir sem mest stunduðu þetta, en ég ætla að segja þér frá einni bjargferð sem ég var þátttakandi í. Að fara niður f bjargið meðan sól skín í það er bæði erfitt og þýðingarlítið, en eft- ir að skuggi kemur í bjargið spekist fuglinn. Það var þvi farið niður um fimmleytið síðdegis. Venjulega var kom- ið aftur upp á bjargbrún um lágnættið, en þá flaug fugl- inn frá i fæðuleit. I það sinn er hér um ræð- Ir sigum við Jón Torfason, mágur minn. Við sigum niður í grasgang og gengum þar um og fórum með brúninni á grae^anginum, en þar situr fuglinn í aurflögum á stöll- um og er þá stundum hægt að snara hann án þess að vera bundinn í vað. Þarna er hver grasgangurinn niður af öðrum svo við færðum okkur áfram niður. Vornótt f Látra- bjargi Mig minnir að við værum komnir niður í þriðja gang um lágnættið, þegar tími var kominn til þess að fara upp. Við ræddum þá um hvort öll þessi leið upp á bjargbrúnina borgaði sig — og ákváðum að halda út nóttina í bjarg- inu. Við héldum svo áfram, þótt færra væri nú um fugl í bjarginu en venjulega. Áður en lauk vorum við komnir það langt niður í bjargið að þraut sextugan vað, sem við höfðum fest um stein eða bjargnibbu á grasganginum þar sem við byrjuðum fugla- tekjuna. Þá var komið undir morgun og sólin komin í bjargið. Þegar við ákváðum að hætta var mikið verk fyrir hendi: að koma öllum fuglin- 112 — SUNNUDAGUR um upp bjargið, upp undir drátt, þ. e. á ganginn sem við byrjuðum á. 80 punda byrðar í bjarginu Venjan var þegar borið var upp bjargið að hafa 40 fugla 1 byrði. Það voru 10 fuglar í hvorum enda kippubandsins og bornair tvær kippur í bak og fyrir og krosslagðar á bakinu. Fuglinn er talinn til jafnaðar 1 kg., svo venjuleg- ar byrðar voru um 40 kg. Við urðum að draga okkur upp í hvern gang af öðrum. Við pressuðum okkur við þetta upp á efsta gang. Við höfðum ekki bragðað vott né þurrt frá því kvöldið áður — og hvergi var vatn að fá i bjarginu. Eg át súrblöðkur og hvannir við þorstanum, en það gerði eiginlega illt verra. Það var brakandi sólskin og steikjandi hiti í bjarginu og við því eins fáklæddir og unnt var. Þegar við höfðum lokið við að bera fuglinn saman og láta hann i kippur var óþarfi að við værum báðir niðri, því létt var að láta kippurnar i augað á vaðnum. Eg sagði því við Jón: — Lofaðu mér að fara upp á undan, ég er svo þyrstur. „Gefið mér að drekka!" Þegar ég svo var kominn upp í ganginn til þeirra stundi ég upp: — Gefið mér að drekka, og mun hafa ver- ið óskýr í máli. Þeir voru með eina sýruflösku, og ég setti hana á munninn og teigaði, — en ég vissi að Jón þurfti engu síður að drekka þegar hann kæmi upp, svo ég stillti mig um að Ijúka úr flöskunni. Þegar lokið var við að draga fuglinn kom Jón upp síðastur. Þá lögðu allir byrð- ar á herðar og báru fyrst eftir gangi — sem mér fannst til að byrja með nokkuð tæp- ur, áður en ég komst upp á lag með að ganga hann rétt. Á brún sligaðist maður. Eg vissi af vatnspolli, lagðist á- fram og þambaði vatnið. Svo lagðist ég fyrir — og þá rann vatnið upp úr mér! „Þetta var versta f erð ..." Við fórum svo f tjaldið, hituðum kaffi og hvíldum okkur vel, en sofnuðum ekki. Síðan var lagt af stað aftur niður i grasganginn og borin hver ferðin af annarri upp þar til allur fuglinn var kom- inn upp á bjargbrún. Þá mun hafa verið komið nær hádegi. Næst var setzt við að skipta, þvi hver reiddi sinn afla af bjargbrún. Hestarnir voru tjóðraðir þarna skammt frá, en nóg gras er á bjarginu. Við munum að venju hafa lagt af stað kl. 10 árdegis frá Kollsvík og komum nú þang- að heim kl. 7 síðdegis daginn eftir, — án þess að taka neina verulega hvíld og án þess að sofna. Þetta er versta ferð sem ég hef farið. Þær vom alla tíð erfiðar bjargferðirnar þótt ekki væri lagt jafnhart að sér og í þessari ferð. — Kom aldrei neitt fyrir í þeim bjargferðum sem þú fórst í, Júlíus? — Nei, jú raunar, það hrap- aði einu sinni maður. Það er bezt ég segi þér frá þvi. í Saxag-já Eg var þá i Kollsvík og hafði beðið Sigurð Guð- mundsson bónda í Breiðavík að taka mig með í bjargferð. Þegar ég fékk skilaboð frá honum lagði ég af stað með hest, nesti og nýja skó. Sigurður hafði þá fengið lánaða Saxagjá hjá Látra- mönnum. Á Látrahálsi sáum við að það var þokurubbi á bjargbrúninni, en héldum samt áfram og tjölduðum á bjargbrúninni. Sigurður sagð- ist ekki fara niður í bjarg meðan blautt væri. Við héld- um því kyrru fyrir til kvölds. Þá kemur sólskin, en okkur þykir orðið of áliðið dags til þess að fara niður.í bjargið en Sigurður segir: — Við skulum labba inn á Sveltinn (sem er milli Saxa- gjár og Hvanngjár) og vita hvort við sjáum fugl nærri brún, sem við getum náð til með stuttu sigi. Sigurður fer svo af stað með tvær stangir og ég á eftir honum með vað, en hin- ir þrír sem með okkur voru urðu eitthvað síðbúnari frá tjaldinu. Steypist framaf bjargbrúninni Þegar við komum inn eftir labbar Sigurður fram að bjargbrúninni og ætlar að líta framaf. En í því hann er að komá fram á brúnina veit ég ekki fyrri til en hann steypist framyfir sig og — fram af bjargbrúninni! Mér verður fyrst fyrir að líta um öxl til að sjá hvað hinum liði, en leiti bar á milli svo ég sný til baka, en þá komu þeir og sagði ég þeim hvað orðið hefði. Við töldum Sigurð af, en fórum þó tveir fram á brún- ina og horfðum niður. Þá sá- um við hann og heyrðum til hans — á grasnefi á að gizka 5—6 metra fyrir neðan brún- ina. Hann liggur fremst á grasnefinu á grúfu, með hendurnar grafnar niður í svörðinn en fætur frám á brún. Við sigum tveir niður til hans. Bekkur þessi var ekki breiður og auk þess afslepp^ ur. Við náðum til hans, en hann þoldi ekki að hreyfa sig og kom varla upp orði, svo við sátum og héldum í hann. Bundum hann í vaðinn Þegar hann var farinn að jafna sig segir hann okkur frá, að þegar hann ætlaði að horfa fram af bjarginu hafi hann stigið í holu sem var hulin í grasflókanum á bjarg- brúninni og hann því steypzt framaf. Fyrst hafði hann kom niður á herðarnar á. grasnefinu í bjarginu, síðan tekið eitt kast og komið þá niður á grúfu og getað grip- ið í grasið og stöðvað sig, en fyrst eftir höggið þegar hann kom niður átti hann bágt með andardrátt. Eftir nokkurn tíma lætur hann okkur styðja sig upp að bjarginu og jafnaði sig þar nokkuð áður en farið var að draga hann upp. Við reynd- um að fara eins gætilega með hann og við gátum, bundum hann í vaðinn og biðum með- an hann var dreginn upp. Svo fórum við upp, en litum nið- ur aftur og sáum þá hvar önnur fuglastöngin hafði stungizt í aursvað á stallan- um og fórum því niður og sóttum hana. „Nú skulum við fara niður" Svo fórum við í tjaldið og lágum í því um lágnættið. Þá segir Sigurður: — Nú skulum við fara nið- ur. — Ertu nokkur maður til þess? spyrjum við. — Jú, jú, svarar hann. Svo fórum við niður í; bjarg og vorum niðri þar til sól var komin í bjargið. Þá fórum við upp og hvíldum okkur meðan sólin var. Svo fórum við aftur niður í bjargið næsta kvöld og nótt. Fáir myndu hafa gengið í spor þessa manns, að fara aftur í bjarg nýbúinn að hrapa í því. Sigurður átti samt ekkt langt líf fyrir höndum; hann Framhald á bls. 118.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.