Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 2
FÖNDUR
Indáána-höfuðið er sagað út
úr 6 mm krossviði og slíp-
aðar vel allar brúnir. Síðan
er málað með skærum
þekjulitum, og sérstaklega
eru fjaðrimar í höfuðskrauti
marglitar.
Þið getið notað hausinn
sem veggskmut eða sett
kústskaft á hann og notað
á skátamótum.
Of margir gosar
Spilið í dag er athyglis-
vert m.a. vegna þess, að í
lokastöðunni leika gosarnir
fjórir aðalhlutverkin.
Allir voru utan hættu og
Suður gaf.
Norður
A 10-7-6
V 9-6-4-3
♦ 10-8-6-3
* K-2
Vestur Austur
♦ 5-3 A G-9-4-2
V G-8-7-2 V 10-5
♦ G-7-5-2 ♦ 9-4
♦ D-G-10 * 8-6-5-4-3
Suður
A A-K-D-2
V Á-K-D
♦ Á-K-D
* Á-9-7
Suður gaf sig ekki fyrr
en sex gröndum var náð og
erfitt er að lá honum það,
þegar tillit er tekið til þess,
að hann hefur á hendinni
rúmiega 80% af háspila-
punktum stokksins:.
Vestur spilaði út laufa-
drottningu og þegar blindur
kom upp var suður bjart-
sýnn. Hann átti ellefu topp-
slagi og ef spaði, hjarta eða
tígull félli var sá tólfti kom-
inn. Suður drap útspilið
heima, til þess að eiga inn-
komu á borðið síðar. Síðan
tók hann þrjá hæstu í báð-
um rauðu litunum. Nú kom
í Ijóst að vestur stoppaði þá
báða og sagnhafi snéri sér
vongóður að spaðalitnum. 1
þ’riðja spaðann varð vestur
að henda laufatíu og þótt
laufanían væri nú orðin
tólfti slagur sagnhafa, þá
átti hann enga innkomu til
að taka haha. Staðan var
nú:
Norður
A enginn
V 9
♦ 10
* K
Vestur Austur
♦ enginn A G
V G V ekkert
♦ G ♦ enginn
♦ G * 8—6
Suður
A 2
V ek'kert
♦ enginn
4.9-7
Þegar suður spilaði spaða-
tvistinum, starði vestur á
gosana þrjá. Rauðu gosana
gat hann alls ekki misst og
hann kastaði því laufagosan-
um. En suður hafði fengið
fullkomna talningu og gaf
laufakónginn í. Fjórði gos-
inn átti slaginn, en sagn-
hafi tók síðan hina sönnuðu
sviningu í laufinu.
Tveggja til
fimm ára:
Ég veit vel hvernig ég
fæddist. En hvaðan fæddust
þið pabbi?
— En getur haninn ekki
gleymt því alveg að hann er
hani og verpt eggi?
— Æ, mamma af hverju
varstu að eiga svona vondan
str^k e’ns og hann Atla.
Hann hefði heldur átt að
sitja í maganum á þér og
láta sér leiðast alla ævi.
Ný íslenzk frímerki koma
út f júlímánuði n.k.
Útgáfudagur: 15. 7. 1964.
Mynd: Blóm. Heiti blóm-
anna: Holtasóley, Jöklasól-
ey, Horblaðka, Smári. Verð-
gildi: 0,50, 1, 1,50, 2 krónur
Stærð: 24,1x29 mm.. Litir:
S eðlilegum litum. Prentun:
Heliogravure. Prentsmiðja:
Courvoisier, S.A., La Chaux-
de-Fonds. 1 hverri örk: 50
merki. Upplýsingar: Frí-
merkjasalan Rvík. Pantanir:
Frímerkjasalan Rvík. Upp-
lag: ekki gefið upp að svo
stöddu.
Fyrstadags-umslög póst-
stjórnarinnar fást í frí-
merkjasölunniá pósthúsinu
og kosta kr. 2,00, en á þeim
er mynd af skjaldarmerki
Islands í réttum iitum. Hægt
FRÍMSRKI
er að panta slík umslög með
álímdum frímerkjunum nýju
til afgreiðslu á útgáfudegi,
en það þarf að gerast fyrir
25. þessa mánaðar. - Greiðsla
þarf að fylgja pöntun.
Við skulum athuga að
gamni hvað náttúrufræðin
segir um þessi blóm. Holta-
sóley: Blöð hennar eru að-
alfæða rjúpunnar, enda oft
kölluð rjúpnalauf. Rjúpna-
laufin eru græn allan vetur-
inn, það geta þau vegna þess
að þau eru lítil og skinn-
kennd og þar að auki kaf-
ioðin að neðan. Þegar kemur
fram í mai vex langur legg-
ur upp frá stönglinum, efst
er stór hnappur, umvafinn
átta grænum og loðnum blöð-
um. Það eru bikarblöð. Svo
þegar knappurinn springur
út koma í ljós átta stór og
hvít krónublöð. sem breiða
sig mót sólu. Og innan við
þau eru margir gulir fræfl-
ar. Holtasóleyjan er helzta
prýði holta og mela. Jökla-
sóleyjan er náskyld túnsól-
eyjunni. Hún vex á háfjalla-
melum, en sést aldrei niðri
á láglendinu. Blóm hennar
eru hvit, en roðna með aldr-
inum. Horblaðka er af Mar-
íuvandarættinni. Hún hefir
gildan jarðstöngul, og þrí-
fingruð laufblöð. Vex í mýr-
um og tjörnum í júnimán-
uði. Smári er ein bezta fóð-
urjurt okkar hér á Islandi.
Hann vex i túnum og á rót-
um hans eru bakterítir, sem
Framhald á bls. 2.38,
230 — SUNNUDAGUR