Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 9
A Lýsuskarði haustið 1930 Framih. af bls. 233. að byrja með. Þegar upp í skarðið kom breyttist veðrið brátt og var þá komin þar efra blindhríð með dálitlu frosti. Eigi kom okkur þó til Ihugar að snúa aftur og þótti það látilmannlegt. Töldum við að brátt myndi stytta upp og veðrið verða betra þegar norð- ar kæmi, en það fór á allt annan veg. Þeg-ar lengra kom og norðar versnaði hríðin að mun, en réttri leið héldum við þó. Sóttist o'kkur nú ferðin seint og var þá orðið skugg- sýnt mjög er við komuni inn fyrir Lýsuvatn. Héldum við þó ótrauðir áfram, enda eigi um annað að ræða úr því sem komið var. Þegar inn undir Þvergil kom stönzuðum við litla stund hjá stórum steini, sém þar er á leiðinni og ráðg- uðumst um það hvað gera ekyldi. Höfðu félagar mínir þá enga hugmynd um hvar við vorum staddir, sem eigi var undarlegt þar sem þeir voru ókunnugir leiðinni. Frá steini þeim er við stönzuðum við er h. u. b. 100 m vega- lengd að Þvergili sem er all- djúpt eins og áður er sagt, ----------------------------S> Gular illhærur Framh. af bls. 232. herzla er lögð á að bæta bygg- ingarlag fjárins. Við höfum mörg dæmi um það, t. d. úr nautgriparæktinni að þétt bygging og mikil mjólkur- lagni fer ekkj saman. Það er m. a. fyrir þá söik, og fyrir hliðstæð dæmi úr sauðfjár- ræktinni, að þessar tilraunir hafa veiið hafnar. Það er svo með flestar vís- inda.legar tilraunir að þess er vart að vænta að þær gefi jákvæffan árangur innan skamms tima, og í upphafi ?kki vitað hve langan tíma ekur að fá jákvæðan árang- ur, né yfirleitt hvort hann náist. Og því heyrist það stundum enn að smáþjóð eins og Islendingar eigi ekki að fást við sjálfstæðar rannsókn- dr, en rannsóknir Stefáns Að- alsteinssonar á erfðum sauð- fjárlita hafa þegar gefið skjótan árangur, og margt er ólíklegra en að ísl. bændur eigi eftir að hagnast verulega á fleiri tilraunum hans. Ætti það að vera nokkur sönnun þess að smáþjóðum er líka nauðsynlegt að stunda sjálf- stæðar vísindarannsóknir. J. B. en þó vel fært til niðurgöngu í auðri jörð. Ég gekk á und- an og réði ferðinni, en félag- ar mínir fast á eftir mér. Þá var hríðin svo svört að eigi sáum við faðmslengd frá okkur. Er skemmst frá þvi að segja að við hröpuðum ail- ir ofan í Þvergilið með snjó- hengju, er brast undan fót- um okkar. Eigi varð okkur þó neitt meint við fallið því djúp- ur snjór var á botni þess og því mjúkt undir. Hlóum við dátt að hrakför þessari og stóðum þá í snjó upp að mitti. Kröfluðum við okkur skjótt uppúr snjónum og tókst ein- hvern veginn að klöngrast upp á gilbarminn hinumegin. Var þá orðið aldimmt af nótt og veðrið ekki batnandi. Kom okkur þá saman um að eigi myndi með öllu hættulaust að halda áfram í náttmyrkrinu og hríðinni, þar sem við gát- um átt á hættu að ganga fram af háum klettum eða hömrum, sem er eigi langt frá leið þeirri er venjulega er farin, — ef við gengjum of mikið til vinstri handar, og myndum við þá eigi fleiri sögur segja. Varð það fangaráð okkar að grafa o'kkur í fönn, og bíða unz eitthvað birti til og batn- aði veðrið, svo við sæjum fót- um okkar forráð. Þvi miður fundum við engan snjóskafl nógu þykkan svo afdrep yrði gott, en bjuggum okkur til allstóra holu í einn skaflinn og settumst þar að. Höfðum við þar dálítið skjól fyrir versta veðrinu. Máttum eins búast við því að verða að „dúsa“ þar unz birtí af degi næsta morgun. Við vorum vot- ir upp í mitti og auk þess sveittir af göngunni svo ekki var álitlegt að setjast þarna að. Varð okkur því skjótt hroll'kalt og tókum þá hið góða og gamía ráð að berja okkur til hita. Við höfðum eitthvað af mat í malpokum okkar og fengum okkur því bita, en vorum raunar ekki svangir, munum þó hafa hugsað sem svo: að „fullir kynnu flest ráð“ og enginn okkar bar hinn minnsta kvíð- boga fyrir því að við kæm- umst ekki heilir á húfi úr för þessari. Hve lengi við vorum þarna í skaflinum veit ég eigi glögg- lega þar sem enginn okkar var með vasaúr, en það munu hafa verið nokkrar klukku- stundii-, voru fætur okkar farnir að dofna af kulda. Þá létti allt í einu hríðinni og rofaði til í lofti. Kvaðst ég þá eigi vilja eiga lengri dvöl í skaflinum. Risum við nú úr hýði okkar og héldum af stað. Sáum við Ijós á skipi er lá á Grundarfirði og gat ég nokk- uð af því ráðið stefnuna nið- ur skarðið. Er ekki að orð- lengja það, að við komums: farsællega niður að Grund í Eyrarsveit og vöktum þar upp kl. h. u. b. 3 um nóttina. Þá bjó þar Kristján Þorleifs- son hreppstjóri, hinn ágætasti drengur og mörgum að góðu kunnur. Hann er nú látinn fyrir fáum árum í hárri elli. Á Grund var okkur tekið opn- um örmum og veittur hinn bezti beini. Vorum við þar það sem eftir var nætur og sváf- um vært. Daginn eftir, réttar- daginn, var komin sunnan- ófæra eins og hún getur verst orðið í Eyrarsveit. Fórum við þá upp í Grundarrétt og hirt- um fé það er þar var úr Stað- arsveit, sem voru aðeins 26 kindur. Var þá ekki viðlit að fara suður fyrir fjallið með þær vegna veðurs og fórum við því aftur niður að Grund og gistum þar næstu nótt. Höfðum við féð í húsi um nóttina svo því liði betur og yrði færara um gönguna suð- ur yfir fjallið . Sjálfir undum við lífinu vel hjá Kristjáni hreppstjóra, sem bæði var glaðlyndur og hafði sérstaka frásagnargáfu. Sagði hann okkur margar skemmtilegar skopsögur, sem ég man sum- hverjar enn þann dag í dag. Sváfum við svo af um nótt- ina. Næsta morgun var veður slarkfært, en fennti þó lítið eitt til fjalla. Héldum við þá af stað suður með kindurnar og fórum Bláfeldarskarð, en það kalla Eyrsveitingar Arn- ardalsskarð. Var færð hin versta í skarðinu, bleytukaf- ald og þoka, en einhvernveg- inn tókst þó að rata. Varð heimferðin allsöguleg og erf- ið, því 10 klukkustundir vor- um við frá Grund og suður að Bláfeldi í Staðarsveit. Háttum náðum við heim um kvöldið eftir viðburðaríka og ævintýralega ferð. Brá fjölskyldum okkar mjög í brún er við sögðum frá ferð okkar og héldu að við hefð- um náð til Grundarfjarðar að kvöldi þess dags er við lögð- um af stað að heiman. Af þeim félögum mínum, Þor- steini er það að segja að þeir eru báðir lifandi og við beztu heilsu nýtir menn og drengir góðir. Þorsteinn á heima í Reykjavík, en Kjartan er bóndi í Glaumbæ i Staðar- sveit. Sjálfur á ég heima i minni gömlu, fögru sveit, Staðarsveit og vil bera þar beinin. Eins og fyrr er getið fór ég mína síðustu réttaferð sem ,,skilamaður“ Staðsveitunga í Grundarrétt haustið 1949, en um vorið 1961 tók ég mig til og labbaði einn mins liðs yfir Lýsuskarð til Grund- arfjarðar. Voru þá liðin tæp 12 ár síðan ég hafði fai-ið þessa leið. Veður var fagurt og sól skein í heiði. Þetta var í júnímánuði, og gekk ferð mín að óskum. Eg fór hægt og rólega og naut þess að kanna gamalkunnar slóðir. Hægur norðan andvari gáraði yfirborð Lýslvatns er ég gekk meðfram því. Enginn fugl heyrðist kvaka. Jafnvel krummi gamli sem víða flýg- ur, sást ekki. Einkennileg ró og friður hvíldi yfir öllu þar efra. Ekkert rauf kyrrðina nema niður fjallalækjanna, sem lét í eyrum mér sem feg- ursti söngur. Sál mín fylltist sérstökum friði og fögnuði þarna uppi í fjallakyrrðinni og mér komu í hug orð skálds Arnar Arnarsonar: I heiðalandsins helgiró mig hrifning grípur sterk. Hér brýtur ekkert boðorð guðs, hér bletta ei mannaverk. Tel ég miklar líkur til að þetta verði mín síðasta ferð yfir Lýsuskarð. (Skrifað haustið 1961). GÁTAN Ráðning síðustu gátu: 1. Þetta voru þeir Jón gamli bóndi í Koti, Siggi kaupfé- lagsstjóri sonur hans, og Gvendur tralli jassleikari sonur hans, sem sagt: 3 epli 2 feður, 2 synir og þó fékk hver 1 epli. 2. Tóbakspípa. Og hér er meira verkefni: Hitti ég bæði liálfa sex, hver við annan stendur. Þar óhlýðninnar verðkaup vex, var hver þeirra kenndur. 1) Þaðan gekk ég Jtá í svip þar á næsta leyti. Þar sem báran þjáði skip, þess var bæjar heiti. 2) Svo kom hóll og hola i jörð, hlupu út kindur margar, höfðu rana og rifu upp jörð og rótuðu lílkt og vargar. 3) Mæddur gekk ég mýrar og fen mínu bjarga lífi; þar drengir nefna dreyrugt bcn, og döggskó neðan af knífi. 4) SUNNUDAGUR — 237

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.