Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 3
FRÁ STARFI BÚNADAR- DEILDAR — Þú hefur þegar sagt okk- ur nóg í bili um litina, Stefán, en hvað um rannsóknir þínar á kjötgæðum sláturlamba og afurðasemi ánna? — Já, annað rannsóknar- efnið er erfðir á hagnýtum eiginleikum sauðfjárins, kjöt- gæðunum og afurðaseminni. Þær rannsóknir eru miðaðar við það að komast að því hvernig fljótlegast og örugg- ast sé að bæta arðsemi sauð- fjárins, bæta stofninn með kynbótum. Það eru niiklu flóknari erfðir á þessum e'g- inleikum en litunum. Rannsókniirnar hafa beinzt mikið að því að finna hve mik'ð af þeim mismun sein maður sér á tve'mur kindum, stafar af mismunandi erfða- eðli og hve mikið af mismun- andi ytri aðstæðum. Við kynbæturnar er vand- inn sá að raða gripunum upp eftir því hvað þeir hafa gott erfðaeðli. Xil þess að ná veru- legum framförum í kynbótum þarf að finna þá gripi, og nota þá sem hafa bezta erfða- eðl'ð. — Hvernig er hægt að kom- ast að því? — Það er hægt að dæma um erfðaeðli gripanna eftir afkvæmunum — hvort þau eru góð eða léleg — og þar að auki gefur ættin allmiklar upplýsingar. Þessar rannsðkn- ir eru tímafrekar og þurfa að fara fram á fjölda fjár til að fá fram niðurstöður sem hægt sé að yfirfæra á fjárstofninn í heild. En rannsóknirnar hafa þegar sýnt, að hrútar sem valdir eru til ásetnings og taldir álika góðir til kynbóta eftir útliti, geta reynzt mjög mismunandi til kynbóta. Sá mismunur kemur ekki fram fyrr en á afkvæmunum. T.d. geta tveir hrútar gefið 2ja kg. mun á fallþunga lamba á sama ári með samskonar ám. Tvílembingar undan sumum hrútum fara allir í annan fl. en undan öðrum allir í fyrsta fl. Sumir hrútar gefa dætur sem eru svo til allar tvílembd- ar tvævetra, en dætur annarra eru flestar einlembdar alla ævina. — Hafa fengizt niðurstöð- ur sem gefa hagnýtan árang- ur? — Segja má að ekki sé komið í, fast horf ennþá hvernig á að nota fyrir kyn- bótastarfsemina í landinu þær upplýsingar sem fengizt hafa. En það er augljóst nú þegar STEFÁN AÐALSTEINSSON ERFÐAFRÆÐ- INGUR SEGIR FRÁ RANNSÓKNUM SÍNUM GULAR ILLHÆRUR KJÖTGÆÐI OG ARÐSEMI- RÚNINGSTÍMI Hvað veldur því að tvenn- ir foreldrar sem að ytra útliti virðast íjafngóðir eignast þó ekki hvorir- tveggja jafngóð af- kvæmi? ■ Er hægt að hrein- rækta sauðfé með hvíta gæðaull? • Er fé, sem gult er á haus og fótum hraustara • en vel hvítt? ■ Verður rúningstíminn færður fram á vetur eða jafnvel haust? ■ Öllum þessum spurning- um var enn ósvarað þegar Stefán Aðalsteinsson lauk við að fræða okkur um gráa litinn í og alla hina, en framanskráð viðfangsefni o.fl. fæst hann við að rannsaka. Þannig Ioðkápur (,,pelsa“) gera Svíar úr islenzku gærunum og kcnna þær við „silfursauð". — Hve lengi ætlum við að flytja alla okkar vöru út sem hrácfni? Löinb úr tilraunum með hvernig litur erfist, á Reyk- hólum í vor, 1964. — Hvítt, gult, dökkgult. að þegar fram líður má hafa mikinn hagnað af þessari vitn- eskju. Eitt af þeim atriðum sem lögð verður áherzla á í sam- bandi við þessar rannsóknir er að komast að því með hvaða móti bændur geta hag- nýtt sér niðurstöðurnar á sem einfaldastan hátt, — hvemig verður hægt að fella þessa nýju þekkingu inn í það kerfi sem nú er til í sauðfjárkyn- bótum í landinu. Það verður að byggja á þvi kerfi sem til er og bæta nýungum við; það er hin rétta þróun. Þetta verð- ur að koma smátt og smátt. — Eru þessar rannsóknir ekki stundaðar víða um heim? — Þessar rannsóknir eru ekki stundaðar víða erlendis, m. a. vegna þess að þar er svo óvíða aðstaða til þess að fylgjast með því undan hvaða hrút hvert lamb er. Á þessu sviði stöndum við því mjög framarlega. Ástraiskur pró- fessor sem hér var á ferðinni í vor taldi t. d. að tölurnar sem ég hef safnað um sam- anburð á afkvæmum einstakra hrúta væru mcðal merkustu gagna af því tagi í heiminum. SUNNUDAGUR — 231

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.