Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 10
Vísur sunnudagsins Margir kannast við Jón Arason, Árnesing að uppruna, en Reykvíking lengstan hluta ævinnar. Víst er um það að víða hafa vísur hans flogið. Hér eru noklcrar: Þó að verði gatan grýtt og gustur leiki um vanga, sé í þínu hjarta hlýtt hlýtur vel að ganga. Ef ég reyni að yrgja gott engínn vill það heyra. Geri ég níð og napurt spott nær það hvers manns eyra. Setti ég kjaftinn sóttkví í, sem er réttur vegur, yrði ég talinn allt að því óaðí'innanlegur. Sannleikurinn situr lágt, sutmini viðbjóðslegur. Lygin mörgum lyftir hátt, lastið gróðavegur. Fávitans um heimskuhof heldur ágirnd vörðinn. Margan þvingar mjög um of Mammons náragjörðin. Mikil lýðsins menntun er, menning vex af krafti, tyggigúmmí orðið er uppi í hverjum kjafti. Lýgin matar mannfólkið, mannlífs hatri fegin. Ágirnd glatar æru og frið, öfund ratar veginn. Sliakkt þér vitinn vísar á veg að bita og sopa, þig ef fita ætlar á annarra svitadropa. Ófróður ég að því spyr, ég svo þar um fræðast kunni: Af hverju var ýtt á dyr andskotanum úr kenningunni? Hafi hann átt þar heima fyrr, hvað ég ungur nam og frétti. að ástæðu ég ennþá spyr, er hann ekki í sama rétti? FRÍMERKI Framhald af bls. 230. vinna köfnunarefni úr loft- inu, og sp-ara þannig áburð. Smárinn vex í stórum og ilm- andi breiðum, með hvíta fal- lega blómkolla. Hvert lauf- blað hans er sett saman úr þrem litlum blöðum og er það kallað þrífingrað. Þó kemur það fyrir að eitt og eitt laufblað smárans er sett saman af fjórum smáblöðum. En það er mjög sjaldgæft. Sagt er að sá, sem finnur 4-laufa-smára geti fengið 1 ósk uppfyllta.— Þessi frímerki verða vafa- laust vinsæl hjá „Motiv“- söfnurum. 238 — SUNNUDAGUR Skrítlur LJOÐ eftir JACQUES PRÉVERT. hann hellti kaffi í bollann hann hellti mjólk útí kaffibollann hann setti sykur í kaffið með skeiðinni hrærði hann í drakk kaffið og setti frá sér bollann án þess að tala við mig kveikti hann sér í sígarettu hann bjó til hringi úr reyknum lét öskuna í öskubakkann án þess að tala við mig án þess að líta á mig stóð hann upp setti hattinn á höfuðið fór í regnkápuna afþví það var rigning og svo gekk hann útí rigninguna án þess að segja orð án þess að líta á mig og ég ég byrgði andlitið í hönd- unum og grét. Geir Kristjánsson þýddi. Einu sinni voru tvær kennslukonur að flýta sér til að ná í strætisvagn. Litur þá önnur á klukkuna og hrópar: Guð! hann er farinn. Þá segir hin: O, vertu ró- leg. Það er annar uppi á Hverfisgötu. — O — Stúlka ein í kaupstað nokkrum sunnanlands kom dag nokkurn með miklu fasi inn til nágrannakonu sinnar og gusar útúr sér: — Get- urðu ekki lánað henni mömmu bolla? Það eru komnir tveir gestir, annar er handarhaldslaus, hinn er sitt af hvoru tagi, — O — Sunnlenzkur oddviti var eitt sinn að lýsa því h've mikið veður hefði gert hjá sér, en í þessu veðri fauk þak af hlöðu sem hann átti. Hafði hann farið með vinnumanni sínum til að binda hlöðuna niður, en meðan þeir voru að því kom stormsveipur sem þeytti þa'kinu burt. Er karl hafði lýst þessu bætti hann við: — Það var ekkert að þakið skyldi fjúka, en að hel- vítis karlinn skyldi segja húrra. — O — Verið var að vígja sveita- kirkju eina sunnanlands. Var feikna margmennt við vígsl- una og mikil hitasvækja í kirkjunni. Maður noktkur reynir að troða sér út úr þrönginni og tekst það eftir mikla ei-fiðleika. Um leið og hann svalg útloftið í dyrun- um hrópaði hann: — Eg er feginn að komast út úr þessu helvíti! — 0 — Tveir sunnlenzkir sveita- bændur, Pétur og Páll hittust eitt sinn og sagði þá Pétur með talsverðum þjósti: — Er það satt, Pétur, að þú bafir sagt að ég hafi stolið sauð? — Aldrei hef ég nú sagt það svaraði Páll. en ég hef alltaf hugsað það — og hugsa það enn. — 0 — Gvendur gamli í Gröf kom eitt sinn til nágranna síns og segir við hann og ber ört á: — Hefurðu ekki séð frá mér hornskelltan skika með haust- gelding á rassinum. Sami Gvendur var eitt sinn á reið um sveit sína með ná- granna sínum. Fóru þeir fram hjá bæ einum þar sem var hinn myndarlegasti fjóshaugur. Gellur Gvendur þá við: — Það vildi ég óska að strák- urinn minn væri orðinn svona stór! — 0 — I sveit einni sunnanlands fór eitt sinn sem oftar fram vor- smalamennska. Þegar féð hafði verið rekið í réttina að lok- inni smalamennsku kom kona ein með mat handa dreng er hún átti í smalamennskunni, og segir hún honum að gefa tík- inni afganginn. Drengur var orðinn svangur af göngu og hlaupum við féð tók rösklega til matar síns, svo kerlu þótti nóg um og hróp- aði: — Svona nú, drengur, éttu ekki meira frá tíkinni! Leiðrétting 1 greininni Konan við fjall- garðinn, í síðasta blaði hefur 4. lína að neðan í aftasta dálki í greinarlok farið í stutt ferða- lag og staðnæmzt sem 7. lína að neðan 1 sama dálki Lesend- ur eru beðnir að færa hana á sinn stað sem 4. línu að neðan. Og þótt seint sé er rétt að benda á að í 18. tbl. hafa myndaskýringarnar í landbún- aðargreininni „með guðs hjálp“ skipt um set, svo hrútar voru sagðir gimbrar, og öfugt! Þétta munu lesendur hafa séð og leiðrétt, því fslendingar eru enn það miklir sveitamenn — Reykvíkingar ekki undanskild- ir — að þeir þekkja hrút frá gimbur. , , „ . |, , , , ..,a

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.