Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 12

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 12
Verblaunagetraunín Hver er höfundurinn? „Þægilegu mennitnir frá Amríku koma þegar líður að miðnætti, þeir eru hættir að skilja eftir yfirhafnir sín- ar í fordyrinu, en ganga beint inn til bóndans; og ef þeir rekast á vinnuþý i and- dyrinu klappa þeir okkur á bakið og taka upp sígarettur og jórturleður. Þeir stóðu vanalega stutt við. Þegar þeir voru farnir kom for- sætisráðherrann einsog áður, síðan einhverjir fleiri ráð- herrar, mæðuveikistjórinn, nokkrir alþingismenn, heild- salar og dómarar, blýgrái sorglegi maðurinn sem gaf út blað um að við yrðum að selja landið, biskuparnir, lýs- isherzlustjórinn. Þeir sátu oft á fundum leingi nætur, ræddust við hljóðlega og fóru furðu ódrukknir. En svo brá við jafnan dag- inn eftir hinar launúngar- fullu en virðulegu nætur- heimsóknir stórmennis hér- megin í götunni, þá upphóf- ust aðrar heimsóknir opin- berar og mun óvirðulegri í hinum enda götunnar, hvar sem sambandið kunni að leynast það var almúginn að finna forsætisráðherrann. Er indi þessa fólks var ævinlega hið sama; flytja ráðherran- um ávörp eða bera fyrir hann bænaskrár þess efnis að selja ekki landið; að af- henda ekki landsréttindin; að láta ekki útlendinga gera hér atómstöð handa sér til að nota í atómstríðinu; úng- mennafélög, skólar, háskóla- borgarafélagið, götusópara- félagið, kvenfélögin, kontór- istafélagið, listamannafélag- ið, hestamannafélagið: í nafni guðs skapara okkar sem hefur gefið okkur land, og vill við eigum það, og þad var ekki tekið frá nein- um, seljið ekki frá okkur betta land sem guð vill að við eigum, landið okkar; við biðjum yður herra. Það var ókyrð í bænum, fólk hljóp frá störfum sín- um miðja daga, og safnaðist saman óttaslegið í þyrping- sr, eða saung Island ögrum skorið, ólíklegustu menn tildruðu sér upp og héldu ræður um þetta eina: Þið megið leggja á okkur skatta "ndalaust; þið megið hafa ré'ög sem leggja mörgþús- und prósent á útlendu vör- ""íf sem við kaunum af ykk- ur; þið megið kaupa tvo nagbíta og tíu steðja á mann í landinu og portúgalskar sardínur fyrir allan gjald- eyri þjóðarinnar; þið megið stýfa krónuna eftir vild þeg- ar ykkur hefur tekizt að gera hana einskisvirði; þið megið láta okkur svelta; þið megið láta okkur hætta að búa í húsum — forfeður okkar bjuggu í aungvum húsum, heldur moldarbíngj- um, og voru samt menn; alt, alt alt nema þetta eina eina eina; afhenda ekki landsréttindin sem við börð- umst í sjö hundruð ár fyrir að ná aftur, við særum yður herra við alt sem þessari þjóð er heilagt, gerið ekki unga lýðveldið okkar að halaklepp á útlendri atóm- stöð; það eitt, það eitt; og ekkert nema það.... Eitt kvöld í svartaskamm- deginu var hafinn nýr þátt- ur í húsinu: útlendir sem innlendir gestir voru boðnir til veizlu í einu lagi. Það var ekki kvöldverður, heldur náttverður. Gestirnir komu um níuleytið samkvæmis- klæddir, alt karlmenn, og fengu hanastél meðan þeir voru að heilsast; af matar- kyni voru á borðum amrísk- ar samlokur, tunga, kjúkl- ingar og salöt með öllum vínum sem ber, síðan ljúf- feingir ábætar; menn átu standandi; loks var hitað púns í kollu, og borið viskí og ginn. Aðfeingnar fram- reiðslukonur geingu um beina, þartillærðar matseljur stóðu í eldhúsinu. Kanarnir fóru snemma, og skömmu eftir að þeir voru á brott tók hið íslenzka stórmenni að sýngja kátir voru kallar og yfir kaldan eyðisand. Um miðnætti sögðu framreiðslu- konurnar þau tíðindi fram í eldhús að þeir væru byrjaðir að þukla . þær um leið og þær helltu í glösin.... Af hverju vil ég selja landið? sagði forsætisráð- herrann. Af því samvizka mín býður mér það, og hér lyfti ráðherrann þrem hægri- handarfingrum. Hvað er Is- land fyrir Islendinga? Ekk- ert. Vestrið eitt skiftir máli fyrir norðrið. Við lifum fyrir vestrið; við deyjum fyrir vestrið; eitt vestur. Smáríki — skítur. Austrið skal þurkast út. Dollarinn skal standa.... Hann er í rauninni mjög heiðarlegur maður, sagði doktorinn; að minnsta kosti kenndur. 1 rauninni er eing- inn maður heið*arlegur ó- kenndur; í rauninni er ekki orði trúandi sem ódrukkinn maður segir. Það vildi ég að ég væri drukkinn. Hann tók af sér gleraug- un og þurkaði þau vandlega, lét þau síðan upp, leit á úr- ið: háttatími og vel það. En sneri sér á hæli í miðjum forsalnum eftir hann var kominn á leið upp, og hélt áfram eintalinu: Sem sagt, það er hægt að reiða sig alveg á hann; ef hann sver þér eitthvað í trúnaði ó- kendur, og leggur við dreng- skap sinn, þá veistu hann lýgur Ef hann þrísver op- inberlega við nafn móður sinnar þá meinar hann ofur- einfaldlega þveröfugt við það sem hann sver. En það sem h-ann segir kendur meinar hann, jafnvel það sem hann sver.... Múgurínn þreingist nær og nær alþingishúsinu, æ ofsafeingnari ræður, Island ögrum skorið þangað til mann kligjar, ópin og köllin gánga: Þorir ekki alþingi að svara ? Þingmenn sátu á lokuðum fundi að ræða hvort láta skyldi Reykjavík eða ein- hverja aðra vík jafngóða sem atómstöð til notkunar í atómstríðinu og þarsem mál- ið var hvergi nærri fullrætt komu á þá vöflur að ansa hinu sýngjandi alþingi torgs- ins. Einn og einn þingmaður sást gægjast útum svala- gluggann með brosi sem átti að sýnast kærulaust, en var þvinguð gretta. Að lokum var anddyri alþíngishússins hrokkið á gátt undan þúnga múgsins, fólk tók að streyma inní húsið. Þá loks opnuðust svalir alþingis og þar birt- ist lítill feitur sperrtur mað- ur, og fer að setja sig í stell- ingarnar. Hann býður með- an fólkið fyrir neðan lýkur við að sýngja Island ögrum skorið, hagræðir sér í herð- unum, þuklar hnútinn á hálsbindinu sínu, klapparsér á hnakkann með lófanum, ber tvo fingur upp að vörum og ræskir sig. Og hann upphefur raust sína: Islendingar, í djúpum, kyrrum, landsföðurlegum tóni; og menn þagna, viður- kenna sjónleikinn. Islending- ar, hann talar aftur þetta orð sem er svo lítið i heim- inum og þó svo stórt, og nú upplyftir hann til himins þrem fíngrum yfir múginn, ber síðan eiðinn fram seint og fast með laungum þögn- um milli orða: Ég sver, sver, sver — við alt sem þessari þjóð er og var heilagt frá upphafi: Is- land skal ekki verða selt.“ Hver gerði myndina?

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.