Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Útgáva
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Síða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Síða 5
Á LÝSUSKARÐI HAUSTID1930 Lýsuskarð heitir f jallaskarð ihátt er liggur gegnum Snæ- fellsnesfjallgarð milli Staðar- sveitar og Grundarfjarðar. Skarð þetta er bratt og þröngt og því eigi fært nema gang- andi mönnum. Þegar upp í skarðið er komið er þar all- stórt vatn, er Lýsuvatn heitir. Samnefnt öðru vatni í Staðarsveit, og einnig í Stað- arsveitarlandi. tJr Lýsuvatni hinu efra rennur áin Lýs>a í Vatnsholtsá, örskammt frá upptökum hennar úr Lýsu- vatni hinu neðra, en við hana eru kenndir tveir bæir í Stað- arsveit, Lýsudalur og Lýsu- thóll. Rennur hún milli þeirra og aíeins spölkorn fyrir sunn- en Lýsuhól. Lýsa mun draga nafn af því hve tær hún er, smbr. ljós, bjartur, enda berg- vatnsá. Þegar komið er alllangt inn fyrir Lýsuvatn í Lýsuskarði er þar djúpt gil sem Þvergil heit'.r. Skiptir það löndum milli Staóarsveitar og Eyrar- sveitar. Gil þetta mun vera 20—25 metra djúpt og er illt yfirferðar, en þó fært gang- andi mönnum. Er Lýsuskarð í raun réttri eigi nema Þver- gilið eitt á h. u. b. 100 metra kafla. — Um Lýsus'karð og Lýsuvatn hið efra er eftirfar- andi þjóðsaga. Sagt er að til foma hafi verið mikil silungsveiði í Lýsu- vatni hinu efra. Lá sú veiði undir Lýsudal, enda vatnið í hans landi. Er leiðin frá bæn- um um hálfrar annarrar kist. gangur og hin erfiðasta eins og fyrr segir. Fyrir löngu bjó bóndi einn í Lýsudal. Eigi er getið nafns h-ans. Hann var búþegn góður og ötull, stund- aði hann fast veiðar í Lýsu- vatni og varð fengsæll. Það var einihverju sinni að hann var í veiðiför og hélt heimleiðis með feng sinn, að bann verður þess var að hon- um er veitt eftirför. Lítur hann þá um öxl og sér óvætt á eftir sér. Verður hann þá allfelmtraður og hraðar för sinni sem mest hann má. Dró hvoi'ki sundur né sam-an með honum og óvættinni. Kastaði hann þá frá sér silungsbyrð- inni og varð för hans greið- ari við það, enda lá leiðin meira ofanímóti. Dró þá held- ur í sundur og taldi hann sig þá hólpinn. Komst hann svo farsællega heim en var þá nærri sprunginn af mæði. Lá hann nokkra daga eftir at- burð þenna, en náði sér þó aftur. Taldi hann víst að ó- vættur þessi hefði verið úr Lýsuvatni. Hætti hann þá veiðum þar, og hefur þar eigi verið veitt síðan. Eigi veit ég hvort nokkur silungur er nú í Lýsuvatni, en aldrei hef ég orðið þess var í Grundarrétt, en þangað fór ég fyrst haustið 1915. Eigi veit ég nákvæmlega hve marg- ar réttarferðir ég fór í Grund- arrétt, en þær munu vera eitt- hvað milli 40 og 50, þvi oft- ast fór ég tvær ferðir á hverju hausti. Siðustu ferðir mínar sem „skilamaður“ í Grundar- rétt fór ég haustið 1949 og Eftir BRAGA JÓNSSON frá Hoftúnum á ferðum mínum um skarðið, sem orðnar eru æði margar. Geta má þess þó, að þar sem Lýsa rennur úr vatninu sést ennþá allmikill grjótgarður eða leyfar hans. Lítur helzt út fyrir að þar hafi verið sil- ungskista höfð, en eigi þopi ég þó að fullyrða neitt um það. Sagt er að hvalbein stór hafi fundizt við vatnið, en eigi hef ég rekizt á þau. Eins og fyrr segir er Lýsu- skarð eigi fært nema fót- gangandi mönnum og því ekki fjölfarin leið. Um það hafa aðeins legið leiðir sma'a og réttamanna, er á haustin fóm úr Staðai-sveit í Grundarrétt, sem er fast við skarðið Eyr- arsveitaimegin. Leitar sauðfé úr Sfcaðarsveit mikið norður í Eyrarsveitarfjöllin. Eru þar víða sauðfjárhagar góðir og margfalt betri en í Lýsuskarði Staðarsveitarmegin, sem ei hrjóstrugt og graslítið. Á unglingsárum mínum var að jafnaði stórt fjársafn úr Staðarsveit í Grundarrétt á hverju hausti. Flest mun það hafa verið um 1000 að tölu og var þá farið að reka það suður Bláfeldarskarð, til Blá- feldarréttar, en var áður rek- ið suður Lýsuskarð, og var svo fyrstu haustin sem ég fór fluttist þá á næsta ári úr Staðarsveit til Akraness og átti þar heima i nokkur ár. Eigi getur leiðin yfir Lýsu- skarð talizt löng. Talið er að það sé um þriggja stunjla gangur frá Lýsudal í Staðar- sveit inn að Grund í Eyrar- sveit og er þá eigi greitt fiar- ið. Oftast fórum við Stað- sveitungar til Grundarfjarðar daginn fyrir réttina, til þess að vera óþreyttari við sundur- drátt fjárins í réttinni, og gistum þá næstum alltaf á næstu bæjum við hana. Þegir réttarhaldi var lokið héldum við af stað suður með féð og sluppum oftast fyrir myrkur f Bláfeldarrétt, en þar var féð geymt um nóttina. Var svo allt féð er til Bláfel ’arréttar kom dregið þar sundur dag- inn eftir, en Bláfeldarrétt er eins og kunnugt er, önnur lög- skilarétt Staðsveitunga. Oft voru ferðir í GrundaiTétt erf- iðar ef veður var slæmt, sér- staklega í hvassri sunr.anátt, því þá var móti veðri að sækja suður yfir. Ein ferð mín í Grundarrétt er mér minnis- stæðust allra minna ferða þangað og skal nú sagt frá henni í fáum orðum. Það var haustið 1930, að við skyldum fara þrír í síðari rétt. Förunautar minir voru þeir Þorsteinn Jónson í Ytri- Görðum og Kjartan Jóhannes- son á Sleitandastöðum, sem þá var 16—17 ára gamall, en þó hinn röskvasti. Þorsteinn var þá 25 ára, duglegur og harð- frískur maður, en ég var um þrítugt. Ég var sá eini okkar sem var kunnugur leiðinni yf- ir Lýsuskarð og þvi sjálfkjör- inn foringi fararinnar, en þetta var fyrsta ferð þeirra i Grundarrétt. Var þvi ákveðið að Kjartan, sem lengst á.tti að fara, væri kominn að Lýau- dal er við Þorsteinn kæmum þangað og biði okkar þar, en þar sem við Þorsteinn vorum nágrannar urðum við að sjálf- sögðu samferða upp að Lýsu- dal, sem er um klukkustund- argang frá Hoftúnum. Var svo ætlunin að gista í Grund- arfirði nóttina eftir. Af óvið- ráðanlegum ástæðum urðum við Þorsteinn síðbúnari en við upphaflega ætluðum okkur. Veðri var svo háttað, að það var allmikil norðaustan- rigning með talsverðum stormi í byggð, en fennti til fjalla, eða ofaní miðjar fjal'ahlíðar. Degi var tekið að halla, en samt töldum við þó að við hefðum bjart meiri hluta leið- arinnar og næðum vel háttu.m inn í Grundarf jörð. Þegar við komum að Lýsudal var Kjart- an kominn þar og bafði beðið okkar góða stund. E'gi stóð- um við þar lengi við en mun- um þó hafa drukkið kafft. Þá bjó að Lýsudal Jónas Guð- mundsson er býr þar enn. Latti hann okkur fararinnar þar sem myrkur færi í hönd og auðsjáanlega hríðarveður á sfcarðinu, en við létum eigi letjast og töldum, að eigi væri víst hvort eft'r betra vrði að bíða. Héldum við síðan af sbað og sótt:st ferðin ve' til Framhald á bls. 237. SUNNUDAGUR — 233

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.