Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 3
TUNDUR- DUFL í VÖRPUNNI EFTIR ÞORVALD STEINASON Þorvaldur Steinason | Oft heyrum við í fréttum j sagt frá því að þetta og þetta skip hafi fengið tundurdufl í vörpuna. Ekki veit ég hvaða áhrif slíkar fréttir hafa á al- menning. En ekki væri óeðli- legt að slíkar fréttir vektu ó- hug allra sem þær heyrðu. Þó er ekki hægt að segja annað en að við íslendingar höfum verið lánsamir með það hve fá skip hafa orðið fyrir skaða j af því að fá tundurdufl í veið- j arfæri sín. Það eru þó ekki orðin svo j fá tilfelli þar sem tundurdufl var í vörpu skipa og enginn hafði hugmynd um það fyrr en duflið valt inn á dekk á- samt fiski og því öðru sem varpan hefur hirt úr hafdjúp- j inu. Ekki er samt vitað til þess að nema eitt íslenzkt skip hafi farizt af því tilefni að tund- urdufl hafi komið í botnvörpu þess. En togarinn Fylkir sökk eftir að tundurdufl hafði sprungið í vörpunni við síðu hans á miðunum norður af Hornbjargi. Mannbjörg varð og má teljast að það sé ! sérstakri tilviljun að þakka, að veður var þannig og skip nálægt svo björgun á mönnum var framkvæmd fljótlega. Hefðu aðstæður verið aðrar og lakari er ekki víst að neinn hefði orðið til frásagn- ar. Dragnótabátur sem var að veiðum í Faxaflóa fékk tund- , urdufl eða sprengju í nótina sem sprakk áður en upp var dregið, en báturinn laskaðist þó lítilsháttar. Færeyskur tog- ari fékk tunduriufl í vörpuna úti af Austurlandi, sem sprakk við síðuna, og varð það fjór- um af áhöfn að bana en skip- ið sökk. Allflest þau tundur- dufl sem íslenzk skip hafa dregið úr djúpi hafsins með veiðarfærum sínum hafa ver- ið virk sem kallað er, það er þau hafa verið í fullkomnu lagi til þess að vinna sitt verk: að sökkva og splundra skipum ef viss atvik væru fyrir hendi. Ekki er hægt að segja um það hvort fleiri skip hafa fengið dufl í veiðarfæri sín sem hefur orðið þeim að grandi en vitað er að bæði brezkir og þýzkir togarar hafa farizt að veiðum hér við land þó ekki sé vitað um tildrög. Þegar styrjaldir geysa er vágestum lagt við festar á siglingaleiðum til þess að granda skipum óvinanna sem ekki þekkja hættusvæðin. Aft- ur á móti fá skip vinveittra þjóða oft tilkynningu um það hvar hættusvæðin eru, þótt stundum vitji bregða út af því. Straumar og hafrót, með fleiru, rífa svo oft þessi dufl frá festum sínum og eru þá þau dufl oft á reki um höfin í langan tímá, jafnvel svo ár- um skiptir. Þannig var það að dufl rak upp í skerjaklas- ann vestan við Mýrar einum fimm til níu árum eftir að því hafði verið lagt á sigl- ingaleið af styrjaldarþjóðum í hinni fyrri heimsstyrjöld. Það dufl var sprengt með skoti frá danska varðskipinu Fyllu í ágústmánuði 1923. Sprengi- máttur þess dufls virðist hafa verið í fullum kráfti en ef til vill hefur kveikihæfni gluss- ans sem notaður var í duflin á þeim tíma verið orðið eitt- hvað áfátt. Aftur á móti var tundurdufl sem rak á Hall- geirseyjarfjöru í Landevjum og lá þar lengi efst ! fiöru- borði í fullkomnu ' ''egar það loks var gert ♦ af kunnáttumanni. F af því dufli birtist í s< vgs- blaði Tímans rituð ai Guð- brandi Magnússyni þáverandi kaupfélagsstjóra í Hallgeirs- ey en síðar forstjóra Áfeng- isverzlunar ríkisins. Ekki mun þó tundurduflum hafa verið lagt í námunda við ísland í þeirri styrjöld, en þó voru þau alimörg á sveimi við strendur landsins um sinn. í síðari heimsstyrjöldinni var tundurduflum lagt á sigl- ingaleiðum við ísland og að minnsta kosti var einum þrem fjörðum lokað að nokkru leyti með duflagirðingu. Einnig var lögð tundurduflagirðing út frá Vestfjörðum norðvestur í haf í átt til Grænlands. Sú girðing lá um veiðislóð- ir íslenzkra fiskiskipa, meðal annars hin kunnu Halamið. Önnur girðing var lögð út frá Austurlandi til austurs eða suðausturs í átt til Noregs. Sú girðing lá einnig um fiski- slóðir íslendinga. Báðar þess- ar girðingar voru að nokkru kynntar íslendingum með því að allbreitt belti til beggja handa við þær var talið bann- svæði til siglinga og fiskveiða. Ennfremur var á kreiki sterkur orðrómur um það að Englendingar hefðu lagt tund- urduflum út af Snæfellsnesi stutt frá landi en sá orðróm- ur hefur ekki verið staðfestur og reyndar heldur ekki af- sannaður. Fljótlega eftir byrjun styrj- aldarinnar fór að verða vart við rekdufl hér við landið. En þó var það lítið í samanburði við það sem síðar varð. Þeg- ar haust- og vetrarveðrin tóku að slíta upp þessar duflagirð- ingar Englendinga hér við land fór að verða lcrökt af rekduflum hér umhverfis land- ið. Sennilega hefur rekdufla- mergðin náð hámarki á árinu 1941. Það ár minnist ég þess að hafa siglt fram hjá sjö tundurduflum á leið okkar frá Meðallandsbugt og vestur ;um norður að Skallarifi og þar af fjögur frá Barða að Skalla. Eins og áður segir þá lágu tundurduflagirðingarnar bæði frá Vestur- og Austurlandi yf- is fiskislóðir íslendinga. Ekki munu þó hafa verið mikil brögð að því fyrst í stað að veiðiskipin færu inn á bann- svæðin en þegar fór að líða á árið 1941 fóru togararnir að gerast nærgöngulli bannsvæð- unum. Það mun hafa verið um miðjan ágúst að meirihluti togaraflotans var kominn til veiða á Halamiðum þrátt fyr- ir bannið. Þá var þar upp- gripaafli aðallega af ufsa, þó nokkuð af öðrum fiski. Eng- inn varð var við tundurdufl þarna fyrst í stað. Það var því orðin nokkuð algeng skoð- un sjómanna að engin tundur- dufl hefðu verið lögð þarna eða að minnsta kosti ef svo hefði verið þá væri straum- ur og hafrót búið að rífa þau upp og færa eitthvað út í buskann. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það mun hafa verið um miðjan september að margir togarar voru að veiðurn á Hal- anum í góðu veðri og mok- afla. Meðal skipa þeirra sem þarna voru var togarinn Haf- steinn frá Hafnarfirði. Þegar þetta var voru togaravökulög- in þannig að hásetar skyldu hafa átta tíma hvöld en 13 tíma vinnutíma. Algengasta framkvæmd þeirra vökulagá var þannig að hásetum var skipt í þrjár vaktir og voru tvær vaktir á dekki í einu en. ein í „koju“. Hver vakt stóð þá samfleytt í tólf stundir en átti sex stunda hvíld í „koju“. Þetta jafnaðist svo upp á hverjum þrem sólarhringum að útkoman var átta tíma hvíld og sextán tíma vinna. Vaktaskipti voru þá að jafn- aði kl. 0.30, 6.30, 12.30 og 18. 30. Fimmtán mínútur fyrir vaktaskipti var „kojuvaktin ræst út“. Þessar fimmtán mín- útur máttu þeir nota til þess að klæða sig og búa til vinnu á dekki en þangað fóru þeir beint til verks og leystu þá vakt af hólmi sem næst átti hvíld að fá. Sú vakt fór aftur á móti fyrst til borðsals til matar áður en svefn fengist. Það var því ekki um átta tíma svefn að ræða þótt sá misskilningur væri all almenn- ur meðal fólks í landi. Dekk- vaktirnar mötuðust svo f vinnutímanum en áttu þó að hafa eins stuttan matartíma og minnst varð komizt af með. Nú var það þennan um- rædda dag að „kojuvaktin" var að venju ræst út kl. 12.30. Var þeim þá sagt að mok- afli væri af ufsa og veður svo sem bezt mátti verða, glamp- andi sólskin og sjór svo slétt- ur sem hann sléttastur verð- ur á Halamiðum á haustdegi. Það var verið að hífa upp trollið svo við áttum von á SUNNUDAGUR — 255

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.