Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 6
Formanns- sonur úr Vesturbænum Skútur a Reykjavikur„hofn“ um síðustu aldamót. „Þá var ekkert prentnám í þeim skiln- ingi sem er nú. Menn lærðu einungis við að vinna í prentsmiðjunum. Prentararnir sem kenndu okkur voru prýðilegir kenn- arar. Þá var lögð áherzla á að vinna vel — og vinna af lisf. Þeir fengu annars ekki réttindi til að veita nemum viðurkenn- ingu, því bæjarfógetinn, Halldór Daníels- son, stóð á því fastar en fótunum að prent- verk væri ekki iðn, heldur list. Þá höfðu prentarar því engin iðnrétt- indi, nema viðurkenningu frá vinnuveit- anda og prentarafélaginu; þess vegna voru prentarar þá aldrei látnir taka próf.“ Prentarar eru vanastir því að setja annarra orð og hugs- anir — það er þeirra ævistarf. Það er þó siður en svo að þessi stétt manna hugsi ekki sitt, — oft eru þeir snjallari að orða hugsanir sínar en mennirnir sem leggja þeim til handrit til setningar. í prent- arastéttinni hafa verið ágætir rithcfundar, nægir þar að minna á Jón Trausta, en samt hafa prentarar yfirleitt verið hlédrægir á sviði prentaðs máls. Við hittum nú gamian prent- ara að máli, Harald Jónsson, og það var einmitt hann sem mælti orðin í inngangi þess- arar greinar. Haraldur hóf prentnám i „ísafold" á tima Björns Jónssonar ritstj., hann vann í Þjóðviijasprentsmiðju Skúla Thoroddsen, var prent- smiðjustjóri á Eyrarbakka o. s. frv. — en engar málaleng- ingar, við skulum núa okkur bemt að Haraldi sjálfum. — Hvar og hvenær ert þú fæddur, Haraldur? — Ég er fæddur 18. júní 1888 að Klöpp við Steinholt í Vesturbænum, fæddur í Klöpp á Selsholti eins og þá var sagt í Reykjavík. Þá var enginn Brekkustigur, en nú er þetta hús nr. 14B við Brekku- stíg. — Foreldrar þínir gamlir Reykvikingar? — Faðir minn var Jón Hin* riksson frá Blönduholti í Kjós 258 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.