Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 5
Ab gango beint fram Ég stend upp frá skrifborðinu geng út að glugganum og sé hann á gangstéttinni fyrir utan, ég horfi á fóta-burðinn hreif- ingarnar og svipinn og hugsa sem í draumleiðslu. Ætti ég að fara og hrópa það út yfir heim- inn, ætti ég að taka hann í faðm sér og segja: Hér er hann. Sjáið hreyfingarnar yf- svipinn, jafnvel háralitinn, ætti ég, ætti ég, þetta er hryllilegt. Sannleikann segið þið. En ég veit ekki sannleikann, enginn veit hann, ekki einu sinni hún. Og hverjum væri svo sem til gagns að ég auglýsti niðurlæg- ing mína? Hvaða áhrif hefur siðferðilegt fall hinna svoköll- uðu betri borgara á umhverfi sitt? Meiri lausung, meira sið- leysi almennt. Ég vakna sem af svefni, og geri mér ljóst, að ég haga mér eins og kjáni. Til hvers stóð ég upp og gekk út að glugg- anum, hví sat ég ekki kyrr og hélt áfram að vinna. Ég bölva sjálfum mér í hljóði svo stúlk- an heyri það ekki. Auðvitað á ég að sitja rólegur og skrifa, — vinna — vinna, þá gleym- ist þetta. Ég rölti aftur að skrifborðinu og sezt. Þó er það svo að ég hef þó- nokkrum sinnum átt í svipaðri baráttu og komizt yfir það, þetta er aðeins stærst, og kannske hef ég haldið að ég þyrfti aldrei að standa í neinu þessu líku. Hefði ég aðeins verið orðinn eldri, fertugur. Þá hefði ég ekki fundið fyrir því, ekki eins mik- ið, þá hefði ég verið orðinn veraldarvanari, reyndari, þá hefði mér ekki orðið eins mik- ið um það. Menn þroskast með árunum, verða ekki eins næm- ir fyrir smámunum. Aftur er ég kominn út að glugganum og stari á hann. Þarna röltir hann fram og til baka á gangstéttinni með blaðapakkann undir hendinni, blár á nefi og kinnum, og ég sé hvernig buxnaskálmarnar vefjast um leggpípurnar þegar hann gengur. Einkennitegt, ég þekki svo vel þetta göngulag, þennan fótaburð, bessar hreyf- ingar, ég stend sjálfan mig að því að horfa á mínar eigin buxnaskálmar vefjast að mjó- leggjunum, þegar ég hreyfi fæturna eins og í göngu. Nú gengur hann yfir götuna, og sezt á tröppurnar fyrir framan bankann og bíður þy til ég k*m af skrifstofunni og geng upp götuna. Hann veit það, hann veit allt, allt um mig. Biður og biður, þangað til ég kem og kaupi af honum blað, fleygi til hans krónupen- ingi, eða súkkulaðibita, og ef ég geng áfram og læzt ekki taka eftir honum, horfi uppí himininn eða geng yfir götuna og blístra lagstúf. Ja, hvað haldið þið að hann geri? Ykk- ur finnst það kannske elcki mikið en það hefur rænt mig allri sálarró. Hann hleypur á eftir mér, tekur laust í ermi mína og hrópar með sinni hásu, skræku barnsrödd. Manni gemmér aur gemmér gott. Ég fæ gæsahúð, ég sver ég fæ gæsahúð nú orðið. En hví fór ég að gefa honum súkkulaði, eða fleygja til hans krónupen- ingi, hví lét ég hann ekki af- skiptalausan, hví er ég alltaf svona barnalegur? Hann er horfinn bakvið tröppur bankans, ég veit hann himir þar, þrýstir handleggjun. um fast að blaðabunkanum og treður köldum, loppnum fingr- unum niður í vasana, andlitið blátt og beinapípurnar hold- vana innan undir fötunum. Ég lít upp og sný mér frá glugganum og geng til sætis. Stúlkan er farin að veita mér athygli mjög undrandi, og mér verður ljóst að ég verð að komast yfir þetta mjög fljót- lega, því komist upp um mig, en upp um hvað? Ég hef að- eins gefið barni krónupening eða súkkulaðimola. Og þó, — þó er þetta það slæmt að ég verð að taka á aliri karl- mennsku minni til þess að komast yfir það. Og mér er það alveg fullkomlega ljóst, að hefði þetta komið fyrir þegar ég var sextán ára eða jafnvel tuttugu, þá hefði ég beygt mig fyrir því, þá hefði ég ekki komizt yfir það. Þegar ég var sjö ára, varð mér það á að sparka í hund, hann hrökk frá mér sneri sér svo við og leit á mig grátbros- andi. Ég þoldi það ekki, ég kraup á kné, rétti til hans hendurnar og bað hann fyrir- gefningar. Hann kom til mín, dillaði rófu og brosti glaðlega. Fyrirgefðu, fyrirgefðu, kæri hundur, sagði ég, og kyssti hann, og við skildum glaðir. En hvaða fullorðinn maður bið- ur hund fyrirgefningar með tár í augum og kyssir hann svo að skilnaði. Kannske mundi stöku maður hugsa eittlivað í þá átt- ina, en að gera slíka hluti, nei, það gerir enginn maður sóma síns vegna. Auðvitað hafa mér orðið á ýmsar mótgerðir bæði við menn og málleysingja, og ekki beðið fyrirgefningar og því síð- ur tárazt. Enda hef ég ekki lagt í vana minn að ýta frá mér meira en almennt gerist, en oss breyzka menn henda oft ýmsar yfirsjónir sem við hefðum svo gjarnan viljað að aldrei hefðu til orðið, um það þýðir ekki að fást, oftast kom- umst við yfir það, og eftir því sem árin færast yfir tökum við minna eftir hinum smærri yf- irsjónum. Ég lyftist ósjálfrátt upp af stólnum og stend við skrif- borðið með pennann í hend- inni og stari á gluggann. Svo tek ég eftir stúlkunni og sezt aftur og reyni að einbeita hug- anum að verkinu. Ég skal ekki út að glugganum hugsa ég, ég kemst aldrei yfir það ef ég get ekki hætt þessu glápi á drenginn. Og þegar ég fer af skrifstofunni ætla ég að ganga beint af augum upp gangstétt- ina, horfa út í bláinn og blístra lagstúf eins og ekkert sé. Og ef hann eltir mig og tekur í ermi mína og segir með sinni hásu, skræku barnsrödd: Manni gemmér aur gemmér gott, þá hristi ég hann af mér og segi. — Ja, hvað skyldi ég svo sem þurfa að segja, fleygja bara til hans krónupeningi eða súkku- laði, nú eða þá að ganga hratt áfram og látast ekki taka eftir honum. Ég verð að ganga beint framan að þessu ef ég á að komast yfir það. Hvernig var það í gamla daga með gjafirnar til vetrar- hjálparinnar. Oho, mér fannst það óþolandi. Gefa aðeins rusl- ið úr verzluninni, rusl sem enginn vildi kaupa. Ég komst aldrei yfir það, ekki þá. Á þeim árum var ég oft að hjálpa til í verzluninni hjá föður mínum, sérstaklega í jólaönnunum. Hann lét mig tína saman ruslið. Ef fram komu mölétnir sokkar eða upp- lituð föt var alltaf sama við- kvæðið: Þetta er gott í vetr- arhjálpina. Ég neitaði, ég jafn- vel skammaði föður minn. Ég sagði að hann gæti sjálfur út- býtt sínu rusli til fátækra. Eft- ir það var ég aldrei í ruslinu fyrir jól, stúlkurnar tóku við þeim starfa. Og hvað svo síðan ég tók við verzluninni? Gef ég þá beztu vörurnar til vetrarhjálparinn- ar? Nei, ónei. Það er eins og lconan niín segir: Þetta er þó hægt að nota, því ekki að gefa það fátækum heldur en fteygja því á haugana? Auðvitað komst ég yfir þetta með aldr- inum, mjög auðveldlega. Lífið kennir manni ýmsar lexíur, sem nauðsynlegt er að læra. Þó var það enn erfiðara þeg- ar ég tók við bókhaldi fyrir- tækisins og slcattaframtali. Mér fannst faðir minn vægast sagt mjög óheiðarlegur. Ég óð um hálfbrjálaður af reiði og smán, hótaði föður mínum kæru, jafnvel tukthúsi. Hann varð að reka mig burt úr fyrirtækinu um tíma. Nú get ég ekki ann- að en brosað að þessum barna- brekum. Svona eru ungir menn oft ósanngjarnir meðan þeir hafa takmarkaða lífsreynslu,. Stúlkan stendur upp og kveik- ir, það er orðið skuggsýnt. Ég veit hann stendur upp annað slagið í horninu bak við tröpp- ur bankans, setur í herðarnar og mænir á dyrnar hjá mér, biður í ofvæni eftir mér, kald- ur og skjálfandi með loppna fingurna kreppta niður í vas- ana. Kannske fer ég út bak- dyramegin í kvöld og læt hann bíða, — bíða í allt kvöld, — bíða eftir einum krónupeningi eða súkkulaðimola. Ég fer ekki aftur til hans eins og í gær- kvöld, ég verð, ég skal ekki fara aftur niður eftir, ég verð að komast yfir þetta. —o— Ég sá hann fyrst í haust. Hann tók sér stöðu hérna á gangstéttinni hjá mér, lítill snáði, varla meira en fimm ára, og hrópaði með sinni hásu, skræku barnsrödd: „Morgun- blöðin!“ Hann var alls ekki mikið ólikur hinum börnunum, aðeins minni og einstæðings- legri, svipmótið bar vott um vannæringu. Ég fór að kaupa af honum blaðið, fyrst í hugsunarleysi, rétti aðeins fram aurana og tók við blaðinu og hóf strax að lesa forsíðufréttirnar, eða gekk með það inn í skrifstof- una og settist í stólinn og las þær þar. Siðar fór ég svo að brosa til hans, klappa á kinn hans, gæla við hann. Og eftir að ég varð fastur viðskipta- vinur hans, kom hann með blaðið til mín strax og hann kom auga á mig, mér fannst það mjög eðlilegt. Það var ekki fyrr en ég fór að gefa honum aura að við- horfið breyttist. En hver gæti ásakað mig. Ég rétti honum stundum krónupening og hann fór loppnum fingrum niður í vasa sinn til þess að ná í aura og gefa mér til baka. Allt í lagi, duglegur drengur, sagði ég, brosti til hans og bandaði til hans hendi. Ég viðurkenni að ég' vorkenndi honum. Svo fór ég að yrða á hann þegar ég fór heim í matinn. Ég sá á honum að hann lang- aði til að bjóða mér blaðið aftur þó ég hefði keypt bað af honum um morguninn. Hann liálfdró blaðið út úr búnkanum og mændi á mig. Ég tók auðvitað ekki strax eftir því, en begar frá leið gat bað ekki farið fram hiá mér. Ég gaf honum aura, stundum krónupening, stundum súkku- laðimola, þetta komst upp í vana. Upphaflega veittl þetta Framhald á bls. 262. SUNNUDAGUR — 257

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.