Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 10
Að §mm Framhald ai dís. 257. mér eingöngu gleði, en pegar hann fór að elta mig á göt- unni og sitja fyrir mér hvert sem ég fór; þá fannst mér of langt gengið. Stundum þegar ég gekk eftir gangstéttinni, vingsaði stafnum og raulaði lagstúf— mér finnst hvíld að raula þegar ég er á göngu, það er sefjandi — þá er allt í einu tekið í ermi mína og sagt hárri, skrækri barns- rödd; Manni gemmér aur, eða gemmér gott. Hvað gat ég gert? Fólk tók eftir þessu, stöku maður brosti háðslega. Ég flýtti mér að taka upp pen- ing og fá honum, ég vildi losna við hann sem fyrst. Að sjálfsögðu tók ég þetta ekki alvarlega í fyrstu skiptin, en þegar þetta fór að endur- taka sig dag eftir dag, já viku eftir viku, þá gat ég ekki lát- ið það afskiptalaust, ég varð eitthvað að gera. Það var líka skylda mín, þar sem ég var meðlimur barnaverndar. Tala við foreldrana? Auð- vitað bar mér að tala við for- eldrana. Síðar tók hann upp á því að koma aftur út á götuna eftir hádegið. Börn selja ekki morg- unblöð eftir hádegið, en hann kom niðureftir og þóttist selja blöð. Auðvitað vissi ég, að hann var bara að bíða eftir mér af skrifstofunni, sitja fyr- ir mér. Þetta var mjög óvið- felldið. Sitja bak við tröppur bankans, loppinn og blár af kulda, þjóta svo upp þegar ég geng framhjá og skrækja: Manni gemmér gott, gemmér aur. En hví láta foreldrarnir þetta viðgangast láta smábörn selja morgunblöð allan dag- inn? Að sjálfsögðu bar mér að tala við foreldrana. Ég tala við þau á morgun, hugsaði ég, það er skylda mín. En svo talaði ég ekki við þau, og sagan hélt áfram að endur- taka sig dag eftir dag. í hvert skipti sem ég fór af skrifstofunni var ég með drenginn i huga. Skyldi hann híma bak við tröppurnar? Jú, hann hímdi þar. Og þegar ó- fært var veður, vatnselginn skóf eftir götunni eða hríðin lamdi húsin hugsaði ég: Nú hlýtur hann að vera heima hjá sér. Nei, ónei. Þegar ég baks- aði hálfboginn móti storminum og krækti stafkróknum upp- fyrir hattbarðið svo hann fyki ekki, er þá ekki allt í einu kippt í ermi mína að vanda og beðið um aur eða gott. Ég viðurkenni að þetta var farið að koma mér úr jafnvægi, ég reiddist, mig langaði til að atyrða hann, en ég gerði það ekki, ég flýtti mér að fleygja til hans peningi. Ég var hætt- ur að taka eftir því hve miklu ég fleygði til hans, stundum var það seðill, kannske tíu krónur, eða fimmtíu, ég vissi það ekki, ég hugsaði aðeins um 262 — SUNNUDAGUR beint fram að komast áfram, komast burt áður en fólk veitti okkur at- hygli. Ég veit að fólk skilur það ekki, en hann var að ræna mig allri karlmennsku. Hann kvaldi mig, þetta litla sníkjudýr, og • sýndi engum nema mér þessa píningaraðferð. Hann sat um mig. Ég gat ekki hreyft mig, ekkert farið nema undir hans árvökulu augum. Og í gær fór ég_út bakdyramegin. Ég labbaði upp hliðargötu bak við bankann, ég jafnvel hljóp við fót. Nú er ég þó laus við hann, hugsaði ég, og það hlakkaði í mér. Bíddu lagsi, bíddu bara — bíddu í alla nótt. Ég viðurkenni að það skríkti í mér. Náttúrlega mundi hann híma þarna nið- urfrá, guð má vita hvað lengi, skjálfandi og loppinn af kulda. Ánægja mín hjaðnaði ekki fyrr en ég kom heim undir húsið mitt og sá litla drenginn minn hjalandi við gluggann. Ég staldraði á gangstéttinni og varð snögglega eins og stirður og kaldur, það fór hrollur um mig, og ástand mitt varð mjög óviðfelldið, ég jafnvel reiddist og barði stafnum harkalega nokkrum sinnum niður í hrím- aðar hellurnar í stéttinni. Drengurinn hló og dillaði sér í glugganum, en jafnvel það særði mig. Ég hætti við að fara heim og hélt áfram upp götuna, á- fram, áfram, í aumkunarverðu ástandi, ég staldraði nokkrum sinnum og reyndi að sefa mig. Þetta er þó barn, sagði ég hálf hátt við sjálfan mig, ójá, þetta er þó barn. Síðan nam ég stað- ar og stundi af vanlíðan, sneri síðan við og rölti hægum skref- um niður eftir, mjög hægum, staldraði við annað slagið og hugsaði, rölti svo enn af stað. Svo tók ég ákvörðun, ég ætl- aði að tala við foreldrana. Auðvitað mundu þetta v ræflar, kannske drykkjuræflar, en það var skylda mín að tala við þau. Jú, víst skyldi ég tala við þau, ég skyldi svo sannar- lega segja þeim til syndanna. Ég skyldi segja. — Nei, nei, náttúrlega bar mér _ að koma kurteislega fram. Ég mundi leiða þeim fyrir sjónir að barnauppeldi er ábyrgðarstarf, mjög mikið ábyrgðarstarf, já, það mesta og stórfenglegasta sem lífið legði mönnum á herð- ar, já, það mesta, ég mundi segja það..... Eftir því sem ég nálgaðist bankann komst ég í eðlilegra ástand, og þegar niður eftir kom kenndi ég meðaumkunar, eingöngu meðaumkunar, ég var næstum því klökkur. Ég fann að framkoma mín hafði ekki verið rétt, jafnvel lítilmótleg. Drengurinn hímdi enn við tröppur bankans og hljóp til mín strax og hann kom auga á mig. Að venju rétti hann fram hendi og stamaði fram hinum venjulegu orðum, hon- um var svo kalt að orð hans skildust ekki, en af reynslunni vissi ég merkingu þeirra. Nátt- úrlega var hann að biðja um aura eða súkkulaði. Ég tók um hönd hans mjög vingjarn- lega, mér fannst ég jafnvel brosa til hans. Hann leit til mín undrandi ásökunaraugum, og átti auð- sjáanlega mjög erfitt með að halda eðlilegum svipbrigðum vegna kuldans. Ég veifaði leigubíl og við settumst inn. Ég hélt um hendur hans, báð- ar hendur hans, og reyndi að verma þær. Hann hjúfraði sig að mér og skalf. Við ókum af stað, ekki neitt ákveðið, bara eitthvað, hverja götuna af ann- arri, margar götur. Svo lét ég bílinn nema staðar við sælgæt- issölu, eina af þessum svoköll- uðu sjoppum, hljóp svo út og keypti tvær súkulaðistengur og gaf honum. Hann leit til mín og reyndi að brosa, hann var mjög vesældarlegur. Hvar áttu heima? spurði ég í gælutón, þegar við ókum af stað. Mýrargötu 12, heyrðist mér hann segja eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir til að gera sig skiljanlegan. Hvað heitir pabbi þinn, var næsta spurning mín. Hann hristi höfuðið. En mamma þín? Karlotta, var svarið. Einmitt það, svo hún hét Karlotta. Auðvitað þekkti ég ekki þetta fólk, og hversvegna ætti ég að þekkja það. Það væri blátt áfram hlægilegt. En ég skyldi tala við móður hans, ég skyldi leiða henni fyrir sjónir — — þessari Karlottu, svo sannarlega skyldi ég------ Þetta var gamalt timburhús á baklóð. Fyrst upp tvær stein- tröppur, síðan upp timburstiga sem ýlfraði við hvert fótspor. Myrkur uppi á ganginum, lítill ljósgeisli út um skráargat til hægri. Drengurinn opnaði og leiddi mig innfyrir. Kona stóð yfir eldunartæki í horni her- bergisins gegnt dyrum, og sneri baki við okkur, svo leit hún um öxl. Það var þögn um stund, mjög hljótt. Ég sá vanga hennar og auga, — auga sem mér fannst skjóta að mér gneistum. Þögnin varð óbæri- leg, eins og eilífð í helvíti. Stórkaupmaðurinn í heim- sókn, hrein hún með hlátri út um munnvikið, sem sneri að mér. Ég þekkti hana strax. Ein kvöldstund — skipzt á brosum — nokkur orð — herbergi — myrkur. Síðan stöku sinnum mætzt á götu —Tvær mann- eskjur sem í raun og veru höfðu aldrei sézt, aðeins rekizt hvor á aðra, og nýr einstak- lingur hóf göngu sma, án upp- hafs, og þó.-----Ég hrökk við konan hló aftur. Er þetta son- ur þinn? spurði ég hás og horfði niður á drenginn. Já, flissaði húri. Og minn? hvíslaði ég enn lægra. , Ja, hver veit ,hrein hún fliss- andi, og hristist öll. Ef til vill er hann það, ef til vill, endur- tók hún hvað eftir annað. Ég sleppti hendi drengsins, og hljóp út á ganginn, mér fannst sem hundruð útburða æptu við hæla mér á leiðinni niður stigann. Þegar ég kom heim, starði konan mín á mig. Ertu veik- ur, spurði hún svo, mjög undr- andi. Ertu veikur góði? Ég kom ekki upp neinu orði. Þetta var í gærkvöldi, en nú er ég öðruvísi. Ég er alveg að ná mér. Kannske fer ég út bakdyramegin í kvöld og læð- ist upp stíginn bak við bank- ann, kannske verð ég að gera það nokkur næstu kvöld, en ég finn að ég kemst yfir þetta. Og síðar, svo sem eftir tvo eða þrjá daga, eða kannske viku- tíma, geng ég upp aðalgötuna eins og ekkert sé, horfi upp og fram og blístra lagstúf. Ég blístra oft þegar ég er á göngu. Það er sefjandi. M. M. !>- Gubirnir tala saman Framhald af bls. 261. Ares reyndi fyrst að flýja, því hann hélt hann gæti rifið net- ið, en þegar það tókst ekki linaðist hann og fór að biðj- ast vægðar. Hermes: Og hvað svo? Sleppti Hefestos þeim? Hermes: Fjarri því. Hann kallaði á alla guðina til þess að sýna þeim óhæfuna. Þau lágu þarna bæði allsber og kafrjóð af skömmustu. Þau þorðu ekki að líta upp. Þetta var meira grínið. Apollon: Og þótti smiðnum þá ekkert að því að gera upp- skátt að hann hefði verið kokkálaður? Hermes: Drottinn minn dýri! Ég held nú síður. Engum var eins dátt og honum. Satt að segja er ekki laust við að ég öfundi Ares, ekki aðeins fyrir að fá að sofa hjá hinni feg- urstu af gyðjunum, heldur engu síður fyrir það að vera bundinn við hana. Apollo: Vildirðu þá láta binda. þig eins og hann er bundinn? Hermes: Það segi ég satt, að það vildi ég. Komdu nú »g sjáðu. Þú mátt kalla mig ljót- um nöfnum, ef þú kýst ekki að vera kominn í hans stað.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.