Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Blaðsíða 8
Formannssonur úr Vesturhænum Framhald af bls. 259. á vorvertíð þegar hann meidd- ist og veiktist upp úr því, og hafði því fastráðna háseta, sem eðlilegt var að hefðu ráð- ið sig annarstaðar þá. En þeir biðu eftir honuin. Eftir að hann var korninn heim af sjúkrahúsinu og lá heima komu þeir einu sinni heim til hans og spurðu: — Treystirðu þér til að sitja í skipinu ef við göngurn undir þér í það? Pabbi hélt nú það! Svo leiddu þeir hann í skipið og úr því aftur fyrstu vikunasem róið var. Pabbi hafði valda skipshöfn, •— en þótti sjókaldur. Það var verið stanzlaust að það sem eftir var af sumrinu og út haustvertíðina, fyrstu tvær vikurnar var róið alla daga, líka á sunnudögum. Þegar haustvertíð var lokið, en þá réru héðan 100—200 skip, var pabbi hæstur yfir vor- sum- ar og haustvertíðirnar saman- lagðar, þótt stór híuti af sumrinu félli úr. — Þetta sö'<ðu hásetarnir og aðrir for- menn mér seinna, því pabbi aldrei á það; hann t""-'1'5 ekki um sjálfan s! I ../n ó" "íki aftur að því, se' • ' < ^agði áðan, heldur Har. ald"- áfram, þá var vinátta oe Sigríðar konu Pét- ur= l':-v,,ras við mömtnu ekki enri - 1 - n o. Eftir að Sigríður va»- ’-omin til Danmerkur til cPP-’r sinnar brást það ekki p,\ ~,eð fyrstu ferð Láru frá K''uomannahöfn eftir nýárið kom lilýtt og gott bréf frá Sig- ríði til mömmu, ásamt pen- ingasendingu. Og því hélt Sig- ríður Bogadóttir áfram meðan hún lifði. — Var engin vinna í landi sem menn gátu lifað á þá — Það lifðu yfirleitt allir á sjó í Reykjavík á þessum áriim. Svo mátti heita að land- vinna værl engin, nema þegar millilandasklpin.komu, og ein- stnka menn voru fastamenn híá verzlununum. Þegar skipin komu fékk oabbi alltaf vinnu hjá Bryde, begar hann var í landi, því ^ann skipti við Brydesverzlun. r>g einu sinni sem oftar þegar þ"ir voru að skipa í land var P”bbi um borð við „vinsuna'* (' ■’duna) eins og það var bá k "ð. Hún var handsnúin tveimur sveifum og mig 260 — SUNNUDAGUR minnir að það væru tveir eða þrír látnir gánga á hvora sveif. Einu sinni þegar þéir voru búnir að lyfta einhverju þungu stykki til hálfs upp úr lest- inni gerðist eitthvað um borð í uppskipunarbátnum við hlið. ina á skipinu, sem olli þvi að allir hlupu burtu frá sveifinni — nema pabbi. Hann var ó- viðbúinn og var að færa aðra höndina þegar þeir slepptu, svo sveifin slóst á vinstri handlegginn á honum og tví- braut hann, en hann neytti þá allrar orku hægri handar og tókst að halda sveifinni kyrri og kassanum uppi — en beint undir, niðri í lestinni, voru tveir menn að bisa við kassa sem átti að lyfta næst. Svo var farið með pabba í iand og honum sagt að fara heim, en hann neitaði því (til að halda daglaununum) og heimtaði að fara út í pakkhús og stafla fiski. Og það gerði hann, með hægri hendinni, en batt hina upp áður. — Ekki hefur hann lengi getað unnið handleggsbrotinn? — Nei, pabbi vann svo ekki meðan brotið var að gróa. Matntna var nýstigln af sæng þegar þetta kom fyrir, en fór samt í eyrarvinnu og bar kol á bakinu allan dag- inn. Þá bar pabbi barnið á heiia handleggnum til hennar í vinnuna til þess að láta það sjúga um leið og hann fór með matarbita handa mömmu. Þannig gekk þetta nokkurn tima. Pabbi hafði þá ekkert kynnzt Geir gamla Zoega, en einu sinni þegar hann var að fara niður Yesturgötuna og gekk með hendina í fatla — en án þess að nokkuð hefði verið gert að beinbrotinu, því það voru engir peningar til, því Brydesverzlun skipti sér ekkert af þessu þótt pabbi hefði brotnað í vinnu fyrir verzlunina. Jæja, einu sinni þegar pabbi er að fara niður Vesturgötuna kemur Geir út á búðartröpp- urnar og. kallar: — Hum humm. Klöpp! Klöpp! en sá var vandi Geirs að kenna menn við bæina eða húsin sem þeir áttu heima í. Pabbi anzar samt engu. Geir kallar þá aftur: — Hinriksen; En pabbi svar- ar ekki að heldur. — Jón Hinriksson! talaðu við mig! kallaði Geir þá. Pabbi staðnæmist og Geir spyr hvort ekkert hafi verið gert að brotinu. Pabbi segir honum það og segir Geir þá: — Þú kemur með mér„ Jón. Við förum til Jónassens. Það gengur ekki að láta þetta vera svona, þá batnar þér aldrei. Þeir fara saman til Jónas- sens og þegar þangað er kom- ið segir Geir: — Hu! Jónassen. Þú gerir við handlegginn á honum Jóni, og ég borga það. Jónas- sen gerði að handleggnum og brotið greri. En eftir þetta á- fall varð pabbi að hætta sjó- róðrum og fór að vinna í landi, og þá mikið hjá Geir gamla, og alveg síðast. — Var pabbi þinn þrekmað- ur, Haraldur? — Hann var rúmar þrjár álnir á hæð og eftir því þrek- inn — svo ég er ekki líkur honum! og Þórður á Neðra- Hálsi í Kjós, en hjá honum hafði pabbi verið vinnumaður, hélt því frarn við Björn Jóns- son ritstjóra að faðir minn hefði venjulega afkastað tveggja manna verki í vinnu. Ég heyrði þetta af tilviljun einu sinni meðan ég var strák- lingur að læra í ísafoldar- prentsmiðju og kom inn á skrifstofuna til Björns að sækja handrit. Þórður á Hálsi var þá staddur þar innl og segir við Björn: — Hvaða drengur er þetta, mér finnst ég kannast við svipinn? Björn sagði honum hver ég væri. — Já, sagði Þórður, ég kannaðist við svipinn! og sagði þá að faðir minn hefði verið tveggja manna maki og ,því til sönnunar að hann hefði alltaf rist torf á við tvo, en það hefði verið vandi sinn að gefa torfskurðarmönnunum vel út í kaffið, og þá hefði það aldrei brugðizt að Jón hefði skorið á við þrjá! Meira hoyrði ég ekki, því ég fór út þegar ég hafði tekið við handritinu sem ég átti að sækja. Ég heyrði aldrei neitt slíkt hjá pabba sjálfum, því hann talaði aldrei um sjálfan sig, og væri honum hælt þrætti hann fyrir það og fór að tala um annað. ■■ ■ ■ o— Hér látum við staðar numið í bili. J. B.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.