Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Side 12
GETRAUNIN
A jólanótt f jeljagangi
Rétt mun pað að bragarháttur-
inn á pessu Ijóði mun óvenjuleg-
ur á rímum, en úr rímum er pað
samt. Og nú purfið pið að svara
pví hver höfundurinn — sem
raunar var víðkunnur „diplo-
mat“ — er, og hvar hann settist
að á efri árum. — Eitt enn: úr
hvaða rímum er Ijóðið?
Á jólanótt í jeljagangi
jötuns Búi kom að fjalli,
var það hár og digur drangi,
dyr voru’ ei á hamra stalli;
sverðs með hjöltum halurinn
prúði
hamarinn þrisvar sinnum knúði.
Klofnar bjarg og háan helli
hann sá þegar opinn standa;
fögur mær og mikil á velli
mætti’ í dyrum vegfaranda;
kurteislega kvaddi’ hann meyna,
kvað sér vera þörf á beina.
Farmóður mér fylgi halur, —“
fjallið luktist aftur saman;
bjartur og hár var hellissalur,
heyrði’ hann drykkjutal og
gaman.
Afhelli þar upp lauk fljóðið
er allur af dýrum steinum glóði.
Dvergagefnir geingu’ um beina,
geröu’ honum laug og færðu
vistir;
blíðlega sá hann brosa meyna: —
„Borðaöu og drekktu sem þig
lystir,
Dofra síðar rausn mun reyna, —
ræð ég þér mig aungu’ að leyna“.
Úr manna heimi muntu vera,
en meiri ertu þeirra flestum,
og af þeim muntu öllum bera,
sem áður þaðan komu, gestum;
af Haraldi muntu hingað sendur,
hvernig sem á ferðum
stendur —“
,,— Allt er sem þú ætlar,
svanni",
anzar Búi; „mig að leysa
Haralds undan hörðu banni
hingað varð ég ferð að reisa;
er ég sendur eftir tafli,
öllu’ úr gulli’ og dígulskafli“.
„Utan kom ég af ísalandi,
átti Laugargnípuhelli,
af Nílar var þar neitt ei sandi,,
né af handar björtu svelli;
Búi’ ég heiti steinaslöngvir,
stóðust í þessu við mér aungvir“.
„— Marga hefur hingað senda
Haraldur með sama táli;
heim þeir aftur víst ei venda,
var þar kónga’ í undirmáli,
Haraldur að hingað skyldi
hali senda’, er feiga vildi“.
Konungs er ég Dofra dóttir;
duga’ vildi’ ég einum manni,
hingað fyrst að heim oss sóttir
og hermir erindið með sanni;
þín og föður míns á milli
má vera’ að ég aungu spilli“.
„Bíddu hérna, Búi, meðan
bregð ég mér til Dofra’ og segi,
úr mannheimi’ hafi svein ég séð-
an,
sem á öðrum muni degi
Dofra reyna rausn og mildi,
er ríkum kongi hæfa skyldi. —“
Um er litast undrast Búi,
öll eru borð af silfri skíru,
af öllu er þó fegurst frúin
frjálsleg og með brosi hýru,
hvít sem mjöll, en lokkar leika
í liöum hársins silkibleika.
Limu svara sér svo alla
sér hann, að er ein hún stendur
meir’ er hún konum mennskum
varla,
mjúkar eru og hvítar hendur
en armar hennar eins og renndir,
„Ó, að mig þú örmum spenndir!“
Aftur kom þá innar snótin: —
„Eigi hef ég mitt fylgi sparað;
þér með Dofra mælta’ ég mótið,
muntu ’onum einarðlega svara.
Taflið á nafn ei nefna máttu, —
en nú er komið mál að háttum“.
„Vel í rúmi’ ef viltu fara,
værðar svo ég megi njóta,
eigi feldum af þér snara
og einkum láta vera’ að hrjóta, --
mér til fóta máttu liggja,
munum við eina rekkju byggja.-“
Af sér lagði’ hún skikkju skartið,
skýjum líkt og dreifir sunna;
líkaminn sást þá betur bjarti,
bezta skartið náttúrunnar,
sinn um ljóma nektar nanna
naumast hafði vitund sanna.
Þess að sönnu synja’ ég eigi,
sig í vatns að spegli tærum
séð hafði mær á sumardegi,
er svalaði hún þar limum
skærum;
en — skuggsjár fyrir veigar
vanga
á veggjum Dofra hvergi hanga.
Mjúka er sá hann meyju nakna,
mjöll frá hvirfli neðst til ilja,
mundi Búi svefns þá sakna
og sofið geta, eða vilja? —
En saklaus óðar silkihrundin
sofnaði’ er kom hún ofan undir.
Svipur oft í svefni verður,
sannaði það baugalilja,
að morgni’ er vaknar menja-
gerður
má hún sízt í þessu skilja,
að hennar þétt við bjartan
barminn
Búi er kominn upp í arminn.
Jörp og hrokkin hjarnavoðin
og haddur bjartur selju veiga,
brjóstin hvítu’ og bringa loðin
bezt af öllu saman eiga;
brosti’ er um gekk, dverga deigja,
dátt var Búa’, en roðnaöi meyja.
Ósjálfrátt hún xmni Búa,
ekkert sjálf í þessu skildi,
honum öllu’ í happ að snúa
helzt af öllu drósin vildi,
en — vær' henni unnt að ver*
honum nærri,
var ’ann henni þeim mun kærri.
En — um afdrif ásta sprundiö
eigi neitt til reiknings færði,
um hvað heimur hugsa mundi
hún sig ennþá minna kæröi;
jötna frúr í jötunheimi
jafnan trúi’ ég þessu gleymi.
Duga létu brúðhjón bæði
blessun guðs og náttúrunnar
utan prests; á öðrum þræði
ástir þeirra voru spunnar
af betri toga’ en títt í ættir
tvinnaðir snúðlaust hjúskaps
þættir.