Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Útgáva
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Síða 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Síða 7
Pétur Pétursson, biskup. Hún sendi hjálp. Jón Hinriksson og Karitas Ólafsdóttir. og móðir mín Karítas Ólafs- dóttir frá. Skrauthólum á Kjal- arnesi, — svo ég var því bæði Kjósarostur og Kjalarness. kjúka, en þannig var tekið til orða þegar ég var krakki um þá sem áttu föður úr Kjósinni og móður af Kjalarnesi. — Var almenn velgengni eða fátækt í Reykjavík á þeim árum? — Blessaður vertu! hjá al- menningi var fátækt og basl. Það var aðallega lifað á sjón- um hér í Reykjavík, — og ef hann brást var ekkert til að lifa á. Það væri hægt að segja margt af því, bæði heiman frá mér og öðrum. — Ef það hefur verið svo þá gefur það ekki rétta mynd af lífinu í Reykjavík ef þú stingur því alveg undir stól. — Einu sinni vorum við, heima, matarlaus, — það hafði ekkert fiskazt, og við krakk- arnir hálföskrandi af hungri. Pabbi fer út og þegar hann kemur aftur segir hann að Ólafur á Bakka hafði róið og komið með hlaðið skip. Fjöidi fólks hefði beðið um í soðið og hann hefði selt ýsuspyrð- una á 35 aura. Þá spurði ég mömmu hvort ekki væru til 35 aurar. Svarið var nei, það var ekki hægt að kaupa ýsu- spyrðu í matinn. Einu sinni var pabbi á ver- tíð suður í Garði, en hér í Reykjavík fékkst ekkert úr sjó, og það var ekkert til að borða heima, nema hvert okk- ar fékk hálft soðið þorsktálkn og sinn ■ sopann hvert af kaffi á undirskál. Þannig leið' heil vika, en þá rættist úr þessu. Við vorum þá 4 talsins, urðum sjö. Faðir minn var formaður á báti fyrir aðra yfir 40 ver- tíðir. Eitt vor meiddist hann á hnénu og fékk ígerð í það. Móðir mín lagðist í heima- komu, sem kölluð var. Þau Jögðust bæði sama daginn. Vetrarvertíðin hafði brugðizt — og það var ekkert til að Jifa af. Pabbi var nýbyrjaður á vorvertíð og von var um að afJi glæddist. Á þeim árum þurfti 10 ár til þess að vinna sér sveitfesti. Og af því pabbi og mamma hlóðu niður börnum, eins og sagt var um þau, en áttu ekkert — nema fátækt, þá vann bæjarstjórnin að því öll- um árum að koma pabba burtu úr bænum, taka heimilð upp og tvístra því, en það vildu foreldrar mínir allra sízt. Allir vissu um ástandið á heimilinu þegar pabbi og mamma lögðust því þá var Reykjavík lítill smábær. Daginn sem mamma og pabbi lögðust kom maður frá fátækranefndinni og bauð pabba peninga, en þótt ekkert væri til þá neitaði pabbi því, en hann kvaðst vera þeim þakklátur ef þeir gætu útveg- að manneskju til að sinna börnunum, gegn því að liann borgaði það þegar hann kæm- ist á fætur. Því neitaði fá- tækrafutltrúinn, ÞAÐ var ekki hægt með nokkru móti. — Hversvegna vildu þeir lána peninga en neituðu að útvega konu til að annast börnin! , — Það er augljóst. Það var til þess að ná tangarhaldi á fjölskyldunni til þess að geta tvístrað henni, en ekki tii að hjálpa henni. Pabbi var vanur að vinna af sér prestsgjöldin og ljós- tollinn með því að rista ofan af fyrir séra Jóhann Þorkels- son vestur í mýri, þar sem hann var að rækta sér tún. Þegar skömmu eftir að fá- tækrafulltrúinn var farinn kom presturinn. Erindi hans var að tilkynna pabba að hann yrði undanbragðalaust að fá prestsgjöldin greidd í peningum ÞÁ STRAX! Pabbi svaraði því að slíkt væri ekki til að nefna, því hann hefði enga peninga til að borga með, og auk þess hefði hann ætlað að vinna þau af sér með ofanafristu og skurðgreftri fyrir prestinn eins og venjulega. Prestur segir að það geti ekki orðið nú, hann verði að fá þetta greitt í peningum, og jafnframt að faðir minn geti vel greitt þetta í peningum. Hann segist vera með plagg í vasanum, sem fátækranefndin hafi skrifað upp á og þá þurfi faðir minn ekkert að vinna af sér ef hann undirriti þetta skjal. En pabbi þvertók fyrir að undirrita það — og varð klerkur að fara við svo búið. Pabbi lagði allan sinn fisk inn hjá Bryde og hafði jafn- framt alla sína úttekt hjá honum. Fyrir Brydesverzlun var þá Ólafur Ámundason. Seinna fengum við að vita það, að í þetta sirin höfðu a. m.k. Iveir úr fátækranefndinni farið til Ólafs og harðbannað honum að Iána Jóni Hinriks- syni agnarögn, hvorki af ælu né óætu! Ólafur hafði fyrst gengið um gólf þar til hann hafði snúið sér að þeim og sagt: Jón Hinriksson hefur aldrei svikið mig og alltaf staðið í skilum, og ég lána honum eins lengi og hann þarf á því að halda, hve lengi sem það verður, — og þýðir ekki að tala meira um það. Þar með var lejkið í það* sinni tangarsókn véraldlegs og kirkjulegs valds í því augna- miði að koma pabba og mömmu burt úr bænum. — Fenguð þið svo að svelta afskiptalaust? — Áður en móðir mín gift- ist hafði hún verið . vinnukona hjá Pétri biskupi Péturssyni og Sigríði Bogadóttur konu hans. Þau hjónin höfðu frétt að foreldrar mínir hefðu bæði Jagzt og um fjögurleytið þennan dag sendu þau kven- mann til að annast heimili okkar og jafnframt mat og annaö er helzt þurfti. Jafn- framt þessu útveguðu þau föður mínum vist á spítalan- um hjá Schierbeck landlækni, létu flytja föður minn þang- að og fengu Schierbeck til að lækna mömmu heima. Þetta allt veittu þau endurgjalds- laust. Pabbi var nýbyrjaður róðrá Framhald á bls. 260. Haralduf Jói s- son segir frá Reykjavík við lok síðustu aldar. Geir Zoega. SUNNUÐAGUR — 259

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.