Alþýðublaðið - 11.06.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðiiblaðið 11. júní 1969
Juliet Armstrong
Töf rahringurinn
1S.
I Smáauglýsingar
Toní þaut aS glugganum og greip um rimlana.
— Þú ert vond kona! veirraöi hún. — Þú vilt ekki
leyfa mér að fara í skólann. Ég tala aldrei viö þig
aftur.
— Við verðum að leiða þetta mál til lykta, Toní,
sagði Helen biðjandi. Hvernig getum við verið vinir,
þegar þú hatar mig svo mjög? Hvers vegna reyn-
iröu ekki að taka tillit til mín? Þú ert ekki aðeins órétt-
lát gagnvart mér. Þú ert ósanngjörn vð látna móður
þína.
— Pabbi mundi gleyma þér fljótlega, ef þú færir,
og þá liði okkur vel afur, sagði litla telpan og bætti
svo við: — Okkur leið svo vel hérna áður fyrr. Þá
gátum við látið eins og mamma væri hérna, en það
getum við ekki lengur.
Og meðan þær horfðu báðar út um gluggann, kom
hið óvænta fyrir. Morris-inn hvarf sýnum, en það birt-
ist annar bíll — Vauxhallin, sem Dermot hafði farið í.
— Hvað ætlarðu að segja honum um mig? spurðí
Toní.
— Ef þú ferð niður og skilar lyklinum, sagði Hel-
en, skal ég ekki minnast á þetta einu orði. En ég
verð að segja honum, að þú viljir ekki hafa mig
hérna, eða að ég noti eitthvað af því, sem mamma
þín átti.
Barnið hikaði um stund, en sagði svo: —■ Ég ætla
að láta hann fá lykilinn og segja honum hvers vegna
ég tók hann. Það er ekki mér að kenna, ef hann reið-
ist.
Helen gekk niðurbrotin inn í svefnherbergi sitt og
leit í spegilinn.
En hvað ég lít illa út hugsaði hún í örvæntingu
sinni. Svo púðraði hún sig lauslega. Eg er svo þreytu-
leg, og um leið velti hún því fyrir sér, hvort hún hefði
ráðizt í meira en hún gæti annað með því að ganga
að eiga Dermot.
Svo heyrði hún Dermot stökkva upp stigann og
hróp hans: — Hvar ertu, Helen? Og þá vissi hún, að
hún hefði gengið að eiga hann vegna þess að hún
gat ekkert annað gert. Að hann var allt hennar líf.
Er það ekki dásamlegt, elskan? Ég verð aðeins
heima tvo til þrjá klukkutíma, en ég vildi endilega fá
að sjá þig. Hann henti frá sér töskunni og faðmaði
hana að sér. — Hefurðu saknað mín? Elskarðu mig
enn? Iðrar þig þess, að þú skyldir ganga að eiga mig?
Spurningum hans var svarað með kossum og hún
hló og grét í senn.
— Elskan mín! Ég finn saltbragð af vörum þínum!
Hefurðu verið að gráta? Hann sleppti henni og horfði
rannsakandi á hana. — Ertu ekki hrifin yfir að sjá
mig?
— En su spurning! Hún beit sér á vör, svo að hann
sæi ekki, að varir hennar skulfu. — Ég elska þig. Ég
vildi óska þess, að þú þyrftir ekki að fara svona fljótf
aftur héðarí.
— Ég vildi einnig óska þess. Ef ég er heppinn, fæ
ég tveggja daga frí á morgun. Ég á að syngja á morg-
un, en það er klukkan sex, og ég syng aðeins í fyrri
hlutanum. Ég kem heim klukkan átta og vonast eftir
veizlu.
— Finnst þér leitt, ef ég býð Tom Merryl með?
— Alls ekki. Hann reyndi að virðast hrifinn. —
Hann er nánasti ættingi þinn hérna. Við verðum að
vera gestrisin við hann.
— Ætli það sé ekki betra að bíða með að bjóða
honum heim? sagði Helen, sem fann, að hann óskaði
alls ekki eftir að fá Tom í heimsókn. — Þá getum
við fengið að vera ein heima.
Dermot Ijómaði. — Það lízt mér vel á, sagði hann.
— Ef ég get ekki komið heim á morgun, skaltu bjóða
Merryl hingað. Ég verð kominn heim, áður en hann fer.
. — Gott, en það var eitt enn ... Hún ætlaði einmitt
að fara að segja honum frá því, að hún hefði hitt
hann um morguninn og heimsótt hann, en þá var
barið að dyrum, og Toní kallaði taugaóstyrk: — Ertu
inni, pabbi? Má ég tala við þig andartak?
— Komdu bara inn fyrir, sagði hann glaðlega, en
þegar telpan opnaði dyrnar og stóð þar og starði
á hann stórum, brúnum augunum, spurði hann höst-
uglega: — Hvað er eiginlega að þér? Hvers vegna
fórstu ekki í skólanrt í dag?
Hún kom inn fyrir og lokaði. — Helen bannaði
mér að fara. Ég læsti flyglinum og faldi lykilinn, og
hún gat ekki spilað og...
— Ég held, að ég skilji þig ekki! Dermot gekk til ■
dóttur sinnar og horfði alvarlegur á hana.
— Hún á ekki flygilinn, heldur mamma og vio I
Sandra eigum að erfa hanrr, sagði Toní óeðlilega |
hárri rödd. |
— Er það rétt? Hann kinkaði kolli, alvarlegur á i
svipinn. — Svo að þú hefur verið að hugsa um þetta, fl
meðan ég var að heiman? Hann rétti fram höndina 1
og snart höku hennar: — Þú ert að tala um það, ■
sem þú berð ekkert skynbragð á! Ég á húsið og það, |
sem í því er — ekki þú eða Sandra. Mamma ykkar I
— blessuð sé minnig hennar — eftirlét ykkur pen-
inga, sem þið fáið vexti af eftir tuttugu og eins árs I
aldur. Húri gaf þér líka skartgripi sína, sem verða |
geymdir í bankahólfi þangað til þú getur borið þá _
sjálf. Þeta er svar við vissum hluta orða þinna, hitt I
er svo annað, að...
— Á ég ekki að fara, Dermot? greip Helen fram -
í. — Það verður auðveldara fyrir ykkur Toní, að ég I
sé ekki hérna.
— Kannski. Hvað finnst þér, Toní? ■
Telpan kinkaði kolli og rétti föður sínum lykilinn. I
— Sé það rétt, að ég geti ekki bannað henni að I
nota flygilinn, skaltu láta hana fá lykilinn, sagði hún ■
og rödd hennar skalf. — Ég... ég geri það aldrei. I
Dermot roðnaði af reiði, en svo yppti tiann öxlum I
og leit þreytulega á Helen: Ég fer með harra heimsku ■
dóttur mína út í garðinn, sagði hann. — Þú mátt I
finna handa mér hvíta skyrtu og hreina sokka á með- ■
an. Þaö skaöar ekki, þótt þú látir Táeina vasaklúta |
tresmiðaþjonusta
Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki
húseigna yðar, ásamt breyitingum á nýjiu og eldra
húsnæði. — Sími 41055.
V OLKS WAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggja'ndl: Bretti — Hurðir — Vélarlok
.ueki meo . . orvara fyrh á
kveðið verð. — Reynið viðskáptin1.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25,
Símar 19099 og 20988.
GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð
og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787.
BIFREIÐASTJÓRAR
Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein:
hemlaviðgeðir, hemlavarahlutir.
Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135.
Getum útvegað tvöfalt einangrunargler með mjög
sbuttum fyrirvara, önnumst máltöku og ísetningu
á einföldu og tvöföldu gleri. Einnig alis konar við-
hald utanhúss, svo sem rennu- og þalkviðgerðir.
Gerið svo vel og leitið tilboða í símum 52620 og
50311.
BÓLSTRUN — SÍMI 83513.
Hef fluitt að Sfcaftahlíð 28, fclæði og geri við bódstruð
húsgögn. Bólstmn Jóns Ámasonar, Skaftahlí® 28,
sími 83513.
BIRKIPLÖNTUR
til sölu, af ýmsum stærðum, við Lynghvamm 4, —
sími 50572.
JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hréin-
lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf-
ur og bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan
borgarinnar.
Jarðvinnslan
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Heimasímar 83882 — 33982.
/
SÓFASETT
með 3ja og 4ra sæta sófum, ennþá á gamla verðinu.
BÓLSTRARINN, Hverfisgötu 74, sími 15102.
Auglýsingasíminn er 14906.