Veðráttan - 02.12.1961, Side 32
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1961
síritandi hitamæli til að fá fram 8 hitaathuganir á sólarhring. Á Hellissandi, Kvígindis-
dal og Hornbjargsvita, þar sem aldrei líða meira en sex klukkustundir milli athugana,
eru dregin línurit fyrir sólarhringssveiflu hitans og milligildi reiknuð fyrir þær 2—3 at-
huganir, sem á vantar, að átta athugunum sé náð._
Á öllum öðrum stöðvum er notuð formúlan (t8 + t20) Vs +c1; nema á Kambanesi, þar
sem aðeins er athugað kl. 8 og 17 og því notuð formúlan (5t8 + t17) % + c3. Hitastuðlarnir
ci og c3 gefa til kynna mismuninn á réttum meðalhita (meðaltali 8 athugana) og þeim
hita, sem formúlurnar (t8 + t20) Vi og (5t8 + t17) % mundu gefa án leiðréttingar. Þeir eru
reiknaðir nákvæmlega, þar sem átta athuganir eru gerðar á sólarhring, og gildi þeirra á
öðrum stöðvum fundið með því að teikna kort, byggt á hitastuðlunum, sem reiknaðir
hafa verið. Skrá yfir hitastuðla var birt í ársyfirliti 1955, en þar sem athugunartíma á
veðurfarsstöðvum var breytt í ársbyrjun 1961, þurfti að reikna nýja hitastuðla fyrir þær
stöðvar. Jafnframt voru hitastuðlar veðurskeytastöðvanna endurskoðaðir og lagt til
grundvallar allt, sem vitað er um daglega sveiflu hitans á árunum 1946—1960. Sú endur-
skoðun leiddi þó aðeins til smávægilegra breytinga, og eru breytingar, sem nema 0.1° C
eða meira, tilgreindar með töflu yfir hitastuðla á bls. 115.
Hámarks- og lágmarkshiti. Birt er meðaltal af hámarks- og lágmarkshita hvers sól-
arhrings, og hefur svo verið frá ársbyrjun 1958. Skipt er milli sólarhringa kl. 17 á veður-
skeytastöðvum, en kl. 20 á veðurfarsstöðvum. Áður var birt meðaltal af lágmarkshita
nætur og hámarkshita dags.
Sjávarhiti. Á nokkrum stöðvum eru gerðar daglegar mælingar eða annan hvern dag,
en á sumum stöðvum líða nokkrir dagar milli mælinga. Tekið er beint meðaltal af þeim
mælingum, sem gerðar eru á hverri stöð.
Úrkoma. tJrkoma er mæld kl. 8 að morgni á veðurfars- og úrkomustöðvum, en á
veðurskeytastöðvum er einnig mælt kl. 17. Vegna þess, að úrkoman er mæld kl. 8 á öllum
stöðvum, er sólarhringnum skipt kl. 8, þegar um úrkomu er að ræða, og úrkoma skráð
þann dag, sem mælingin er gerð. Þannig hefur úrkoma, sem skráð er í úrkomutöílur
Veðráttunnar tiltekinn dag, fallið á tímabilinu frá kl. 8 að morgni daginn áður til jafn-
lengdar þess dags, sem skráður er. Heildarúrkoma mánaðar verður þannig sú úrkoma,
sem fallið hefur frá því kl. 8 siðasta dag fyrra mánaðar til jafnlengdar síðasta dags þess
mánaðar, sem um ræðir.
Dagur er talinn úrkomudagur, ef úrkoma mælist 0.1 mm eða meira, og úrkomudagur
er jafnframt snjókomudagur, ef einhver hluti úrkomunnar fellur sem snjór. Hagldagar
eru taldir án tillits til úrkomumagns.
Skýjahula. I veðurathugunum er tilgreint, hve margir áttunduhlutar himinhvolfsins
eru huldir skýjum. Meðalskýjahula er fundin sem meðaltal af öllum athugunum, sem
gerðar eru. Dagur er talinn heiðskír, ef meðalskýjahula á athugunartímum er minni en
1.6 áttunduhlular (eða 2 tíunduhlutar), og alskýjað, ef meðalskýjahula er meira en 6.4
áttunduhlutar (eða 8 tíunduhlutar).
Tíöleiki vindátta og meöalveöurhœö. Vindathuganir eru flokkaðar í átta áttir, og i
töflunni er tilgreind tíðni hverrar áttar í hundraðshlutum. Táknið þýðir, að sú átt, sem
um ræðir, hafi aldrei verið á athugunartíma í mánuðinum, en 0 þýðir, að tíðni áttarinnar
sé innan við 0.5%. Meðalveðurhæð er fundin sem beint meðaltal af veðurhæð (í Beaufort-
stigum) á athugunartimum.
Stormdagar. Stormdagar eru taldir á þeim stöðvum, þar sem athugunarmenn fylgj-
ast með veðurlagi allan sólarhringinn eða geta sérstaklega um liæstu veðurhæð milli veð-
urathugana, þannig að yfirlit fáist yfir allan sólarhringinn. Fram til ársloka 1960 var
þeirri venju fylgt, að telja aðeins einn stormdag, ef stormur stóð skemur en einn sólar-
hring, þó að stundum væri um að ræða athuganir frá tveimur dögum. Frá ársbyrjun
1961 er dagur hins vegar talinn stormdagur, ef veðurhæð nær 9 vindstigum einhvern tíma
sólarhringsins óháð veðurhæð næstu daga á undan og eftir.
Dagur er talinn þokudagur, ef þoka hefur verið á stöðinni sjálfri, en samkvæmt ai-
þjóðasamþykkt ber þvi aðeins aö telja þoku, að skyggni sé innan við 1 km.
Frostdagur eru aðeins taldir á þeim stöðvum, sem hafa lágmarksmæla.
Alautt er talið þá daga, sem enginn snjór er á jörðu, samkvæmt athugunum, sem
gerðar eru kl. 8 að morgni.
Allwitt er talið þá daga, sem jörð er alþakin snjó kl. 8, og eins þótt aðeins sé grátt
í rót og steinar standi upp úr snjónum.
Hvítt %. Athugunarmenn flokka magn snjóhulunnar í fernt (1/4, 2/4, 3/4 og 4/4
af yfirborði jarðar) þá daga, sem snjór er á jörðu kl. 8. Snjóhulan telst 100%, ef alhvítt
er kl. 8 alla daga mánaðarins.
Hagi %. Haginn er flokkaður í fjóra flokka þann tíma ársins, sem ekki er algrænt
(haglaust, snöp, töluverð jörð, góður hagi). Miðað er við athuganir, sem gerðar eru kl. 8.
Hagi telst 100%, sé hann góður allan mánuðinn.
(128)