Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1961, Page 36

Veðráttan - 02.12.1961, Page 36
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1961 Eitt aðalmál ráðstefnunnar voru skipulagsmál varðandi notkun hins fyrirhugaða sæ- simastrengs frá Skotlandi til Kanada um Island og Grænland. Samþykkt var, að sú rás, sem ætluð var til veðurskeyta, skyldi fyrst og fremst notuð fyrir flugveðurskeyti, en auk þess mun verða unnt að senda um þessa rás talsvert magn af skeytum, sem ætluð eru til veðurkortagerðar fyrir almennar veðurspár. Var áætlun, sem Hlynur Sigtryggsson hafði gert um lágmarkskröfur íslenzku flugveðurþjónustunnar, lögð til grundvallar umræðna um það efni. Samþykkt var að stofna nefnd nokkurra þátttökuríkja, þar á meðal íslands, er skila skyldi áliti og tillögum um þessi mál fyrir 1. janúar 1964. Einnig var samþykkt, hvernig gera skyldi breytingar á radíósamböndum og samn- ingum um fjárhagsaðstoð við ísland og Danmörku, er leiddu af notkun hins nýja sæsíma. Ýmis atriði, sem vörðuðu íslenzku flugveðurþjónustuna, voru til umræðu, m. a. veður- athuganir á klukkustundar fresti i Vestmannaeyjum, og háloftaathuganir á Islandi aust- anverðu (Egilsstöðum), en ekki var gert ráð fyrir neinum framkvæmdum þar að lútandi, m. a. vegna kostnaðar, sem mundi leiða af slíkri þjónustu. Fundurinn áleit, að veðurfarsskýrslur þyrfti að halda um vinda og hitastig upp í 30 km hæð. Alþjóðaflugmálastofnunin mun fylgjast með framkvæmdum þessa atriðis varð- andi háloftaathuganir, sem stofnunin styrkir fjárhagslega. AlpjóSa veSurfrœSidagurinn. Sumarið 1960 var minnzt 10 ára afmælis Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar (World Meteorological Organization), og ákvað þá fram- kvæmdanefnd stofnunarinnar aö stofna til alþjóðlegs veðurfræðidags í því augnamiði að kynna starfsemi hennar og veðurstofa þátttökulandanna, og auka skilning almennings á hinni fjárhagslegu þýðingu veðurþjónustunnar. Ákveðið var, að 23. marz ár hvert skyldi vera alþjóðaveðurdagur í minningu þess, að þann dag, árið 1950, gekk stofnskrá Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar í gildi. 1 tilefni dagsins voru birtar greinar í dagblöðum Reykjavíkur, og einnig var dagsins minnzt í Ríkisútvarpinu. Mesta framlag Veðurstofunnar í þessu tilefni var sýning, sem stóð yfir vikutíma, 21.—27. marz, í glugga Málarans í Bankastræti. Var þar kynnt starf- semi Veðurstofu íslands og einnig minnzt Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Nefnd veðurfræðinga, sem í voru þeir Flosi Hrafn Sigurðsson, Ingólfur Aðalsteinsson og Páll Bergþórsson, sá um sýninguna, og lagði fram mikið starf í þessu skyni, að miklu leyti sjálfboðavinnu. Veðurstofan kann þeim sérstakar þakkir fyrir þetta framlag þeirra. Þess skal getið, að mynd af sýningu Veðurstofunnar var birt í ársskýrslu Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar fyrir árið 1961. Viðauki. Supplement. Hafís í desember 1961. Fram til þ. 14. sáust 3 stórir borgarísjakar ásamt smærri jök- um 10—-20 sjómílur austnorðaustur af Hornbjargsvita. Einnig sást borgarísjaki 35 sjómíl- norðvestur af Straumnesi þ. 5. og 2 stórir borgarísjakar 24 sjómílur norðnorðvestur af Galtarvita þ. 11. Þ. 21. sást borgarísjaki 22 sjómílur norðvestur af Skagavita, og síðustu viku ársins sáust margir smájakar 4—6 sjómílur úr frá landi, milli Barða og Deildar, út af Kögri, Gjögurvita og vestur og vestnorðvestur af Skagavita. Ársyfirlit 1960, bls. 111. 1961, Marz, bls. 18. II Marz, bls. 20. II Apríl, bls. 29. II Maí, bls. 37. II Júní, bls. 45. II Júní, bls. 45. II September, bls. 66. Október, bls. 76. Leiðréttingar. Corrections. 1 síðustu línu á að standa 3. og 4. ársfjórðungur í stað 3. árs- fjórðungur. 1 upptalningu á þrumum vantar Fagurhólsmýri þ. 3. Hellissandur: Vik hita 0.4 (-). Hornbjargsviti: Fjöldi daga, þoka 9 (7). Hornbjargsviti: Fjöldi daga, þoka 10 (7). Hamraendar: Fjöldi daga, alautt 30 ( 29) hvítt % byggð „ (1). Hornbjargsviti: Fjöldi daga, þoka 6 (2). 1 neðstu línu í texta á að standa i Þernuvík í ögurhreppi, en ekki á Snæfjallaströnd. Siðustu hlutar af tveimur fyrstu línunum hafa víxlazt og færzt úr stað í prentun þannig, að tölur fyrir dagsetningu á lægsta lág- marki og úrkomu fyrir Reykjavík hafa prentazt í annarri línu í stað fyrstu, en sambærilegar tölur fyrir Rafmagnsstöðina eru of- an við efstu línuna. Réttar tölur fyrir Reykjavík eru: 28, 31, 85.8, 8.4, 19 og fyrir Rafmagnsstöðina 31, 98.4, 10.6, 3. (132)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.