Vísbending


Vísbending - 02.05.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.05.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gengi íslensku krónunnar Gengisfesta án markmiös peningamálum Þróunin síðan í maí 1983 Gengi íslensku krónunnar var lækk- aö um 14,6% í lok maímánaöar 1983 og hækkaði þá verð á erlendum gjald- eyri um 17% aö meðaltali. Meöalgengi m.v. sölugengi (meöaltal myntvogar og landavogar) var 2,27% hærra í lok ársins en 30. júní 1983. Meðalgengi í apríllok 1984 var 4,25% hærra en um mitt ár í fyrra og 1,93% hærra en í árs- lok 1983. Þrátt fyrir að meðalgengi krónunnar hafi verið afar stöðugt frá maílokum í fyrra hafa verið töluverðar sviptingar á gengi krónunnar gagnvart einstökum gjaldmiðlum vegna breytinga á gengi gjaldmiðla á alþjóðlegum gjaldeyris- markaði. Taflan sýnir yfirlit yfir breyt- ingar á gengi krónunnar í apríllok gagnvart nokkrum myntum frá miðju ári í fyrra og frá áramótum. Annars staðar í blaðinu er gerð nánari grein fyrir sveiflum í gengi helstu gjaldmiðla (sjá bls. 1). Breytingará gengi krónunnar, % gagnvart frá frá 30.06.83 30.12.83 dollara 7,30 2,89 pundi -1,80 -0,80 danskri kr. .... -1,18 1,84 fr. franka -1,43 2,92 sv. franka 0,90 0,01 þýsku marki ... 0,73 3,26 Meðalgengi ... 4,25 1,93 Stefna núverandi stjórnvalda frá upp- hafi kjörtímabils var að halda meðal- gengi krónunnar sem stöðugustu á síðari hluta árs í fyrra en í ár skyldi heimilt að sveigja meðalgengi um 5% til hvorrar handar ef þurfa þætti. Hafa stjórnvöld staðið fast við stefnu sína í gengismálum allt til þessa. Hvernig ákvaröast gengi? Það væru ýkjur að halda því fram að ágreiningslaust sé meðal hagfræðinga eða annarra um það hvernig gengi gjaldmiðla ákvarðast. Hér á landi hafa stjórnvöld löngum verið ásökuð um að láta gengi krónunnar að mestu ráðast af afkomu útflutningsveganna; og hagur útflutningsgreina og annarra atvinnuvega er samkvæmt þessari greiningu að miklu leyti kominn undir launakostnaði. Talsmenn þessara kenninga benda á að launakostnaður sé 75-80% alls framleiðslukostnaðar svo að augljóst sé að launin hljóti að ráða mestu. Kröfur verkalýðsfélag- anna ráða síðan mestu um launa- hækkanir. Segja má að efnahagsráðstaf- anirnar frá í maí í fyrra hafi borið nokk- urn keim af þessum hugsunarhætti. Megináhersla var lögð á launa- stefnuna til að halda niðri launakostn- aði og um leið skapaðist færi á gengis- festu. Þótt skýrt hafi komið fram að ráðamönnum var Ijóst að fyrstu skrefin til að ná tökum á verðbólgunni væru þau auðveldustu hefur skort á festu og samstöðu um aðgerðir sem urðu að koma í kjölfar lögbindingar launa og frystingar gengis. Til lengdar ræðst verð af mismuni framboðs og eftirspurnar. Ef aukning á krónum í umferð verður meiri en að meðaltali í viðskiptalöndunum þá lækkar meðalgengi krónunnar - ef framleiðsluaukning er svipuð og ann- ars staðar og peningaeftirspurn lík. Langflest grannlandanna hafa sett sér strangar skorður um aukningu peninga í umferð og talið er að í Bretlandi líti stjórnvöld m.a. á gengi pundsins sem mælikvarða á árangur peninga- og fjármálastjórnar sinnar. Þessi stefna er alveg gagnstæð við stefnu íslenskra stjórnvalda. Hvernig á að mæla árangur peningastjórnar? Því er ekki að leyna að það er erfitt að finna rétt markmið um aukningu út- lána eða peningamagns og menn eru engan veginn á eitt sáttir við hvaða stærðir á helst að miða. Til greina koma víðasta skilgreining peninga- magns, M3, eða aðrar, t.d. M2 eða M1, jafnvel peningaútstreymi (aukning á M3 að viðbættri gjaldeyrissölu) eða lán og endurlán bankakerfisins. í Bandaríkjunum eru sett markmið um allar þrjár stærðir, M1, M2 og M3, og í Bretlandi hefur undanfarið farið fram afar fróðleg umræða um gagnsemi hverrar stærðar við stjórn peninga- mála. Árangur umræðunnar var m.a. að þeirru þriðju, M0 , var bætt við. Við þetta bætist að algengt er að illa takist til með að ná settu marki í peningamál- um, jafnvel þótt markmið hafi verið sett. Allt þetta nægir þó engan veginn til að réttlæta að peningakerfi þjóðar með sjálfstæða mynt og rétt til seðlaútgáfu sé rekið án þess að opinberlega séu sett markmið um aukningu peninga- stærða. Án þeirra er ekki hægt að mæla árangur. Það er góður árangur og festa í stjórn peninga- og ríkis- fjármála sem hefur mest áhrif á hug almennings til væntanlegra verðbreyt- inga og á kröfugerð í kjarasamningum og á stöðugleika gjaldmiðilsins. Peningastæröir, laun og verö- lag Til að bera saman breytingar nokk- urra hagstærða þarf helst að miða við ákveðinn byrjunarpunkt og val hans orkar alltaf tvímælis. Til að bera saman breytingar verðlags, launa, gengis og peningastærða hefur janúar 1983 verið valinn sem byrjunarmánuður en sjálfsagt er að setja þann fyrirvara að niðurstöðurnar geta breyst - jafnvel skipt um formerki - ef skipt er um byrj- unarpunkt. Samanburöur nokkurra hag- stæröa frá janúar 1983 Janúar 1983 = 100 Myndin sýnir samanburð á vísitölum kauptaxta, innflutningsverðs, útlánum bankakerfisins og peningamagns M3 annars vegar og lánskjaravísitölu hins vegar. Allar vísitölur eru settar á 100 í janúar 1983 og lánskjaravisitölu siðan deilt upp í hinar. Línurnar sína þvi hækkun ofangreindra vísitalna umfram hækkun lánskjaravísitölu. Þær sem eru ofan við 100 hafa hækkað meira en lánskjaravísitala á þessu tímabili en þær sem eru neðan við hafa hækkað minna. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart; laun og innflutningsverð í krónum hafa hækkað mun minna en lánskjaravísi- tala síðan í ársbyrjun í fyrra, en myndin

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.