Vísbending


Vísbending - 02.05.1984, Blaðsíða 7

Vísbending - 02.05.1984, Blaðsíða 7
VÍSBENDING 7 ERLENDUR FJÁRMA-GNSMARKAÐUR Euroskuldabréf Slök ávöxtun Eurodollarabréfa á fyrsta ársfjóröungi Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var ávöxtun dollaraskuldabréfa á Euro- markaði lakari en ávöxtun sambæri- legra bréfa í ýmsum öðrum myntum. Er það í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið sem þetta hefur átt sér stað. Eftir fyrstu þrjá mánuði ársins höfðu eig- endur Eurodollarabréfa rétt haldið hlut sínum óskertum en Euroskuldabréf í þýskum mörkum, hollenskum gyllin- um, yenum og pundum báru mun betri ávöxtun á þessum tíma samkvæmt tölum frá Salomon Brothers Inc. sem reka m.a. banka og verðbréfafyrirtæki. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í New York og því er ávöxtun á Euromarkaði miðuð við ávöxtun í dollurum. Þegar ávöxtun skuldabréfa í mismunandi myntum á Euromarkaði er reiknuð (þ.e. í dollurum) er tekið tillit til verðs hverrar tegundar skuldabréfa, þeirra vaxta sem bréfin bera og til gengis- breytinga (gagnvartdollara) á því tíma- bili sem reikningarnir ná til (hér fyrsta ársfjórðungs 1984). Miðað er við skuldabréf þar sem a.m.k. fimm ár eru í gjalddaga. Samkvæmt þessum reikningum báru Euroskuldabréf í þýskum mörkum 9,1% ársávöxtun. Samsvar- andi ávöxtun skuldabréfa í hollenskum gyllinum var 7,9%,í yenum 7,3% og í pundum 4% og í svissneskum frönkum 3%, en dollaraskuldabréf báru aðeins 0,5% ársávöxtun á þess- um tíma. Ávöxtun í Kanadadollurum var neikvæð um 1,7%. Um nokkurra ára skeið (síðan 1979/80) hafa doll- araskuldabréf venjulega borið besta ávöxtun. Sambærilegar tölur fyrir fyrri hluta ársins 1983 eru t.d. 9,9% fyrir Kanadadollara, 6,8% fyrir Bandaríkja- dollara, en mínus 3,3% fyrir þýsk mörk og mínus 7,1% fyrir gyllini. Það sem veldur breytingunni er lækkun á gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum á fyrsta ársfjórðungi en jafnframt vaxtahækkunin í Bandaríkjunum og á Eurodollurum en hækkun vaxta veldur lækkun á verði skuldabréfanna eins og kunnugt er. Síðan I lok marsmánaðar hefur gengi dollarans hækkað aftur, án efa m.a. vegna vaxtahækkunarinnar, svo að hluta hefur ávöxtunarþróunin á fyrsta ársfjórðungi snúist við aftur. Tölur fyrsta ársfjórðungs bera einnig með sér að gengisbreyting dollarans hefur haft lítil áhrif á Eurodollarabréf með breytilegum vöxtum („floating- rate notes“ eða FRN’s). Af rúmlega 15 milljörðum dollara skuldabréfaútgáfu á Eurodollaramarkaði áfyrsta ársfjórð- ungi var um 53% bréfanna með breyti- legum vöxtum. Þessi bréf (til a.m.k. fimm ára) báru um 3% ávöxtun að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi í ár. Svíþjóð Fyrsta útboð ríkisskuldabréfa Stjórnvöld í Svíþjóð sem og víðar vinna að því að auka frelsi á fjár- magnsmarkaði og einn liður í ráðstöf- unum þeirra var að halda nýlega í fyrsta sinn útboð á ríkisskuldabréfum. Áður höfðu ríkisskuldabréf í Svíþjóð eingöngu verið seld án útboðs eða uppboðs og hafa þá vextir verið ákveðnir fyrirfram. í útboðunum, eins og menn þekkja af útboðum ríkisvíxla hér á landi, ráðast vextir algerlega á markaðinum. Á þessu fyrsta útboði voru skulda- bréf að fjárhæð alls fimm milljarðar sænskra króna. Skuldabréfin báru 11,3% nafnvexti og voru til fimm ára. Alls bárust 279 tilboö og var 137 þeirra tekið. Raunverulegir meðalvextir skuldabréfa í þeim tilboðum sem tekið var voru 11,54% (meðalgengi 99,78). Munurinn á hæsta og lægsta tilboði var afar litill og er skýringin á því talin að fyrir útboðið voru seld ný ríkisskulda- bréf með venjulegum hætti og munu bankar og verðbréfasalar, sem gerst þekktu þá ávöxtun sem ríkti á markað- inum, hafa aðstoðað við gerð tilboða þegar til útboðsins kom. Þótt Svíar séu ánægðir með þessa nýbreytni stjórnvalda hafa stjórnvöld hlotið nokkra gagnrýni fyrir að hafa gengið til útboðs á ríkisskuldabréfum en ekki ríkisvíxlum sem eiga sér miklu lengri sögu í Svíþjóð en skuldabréfin. En viðkomandi stjórnvöld eru sögð hafa talið verðbréfasala og aðra á markaðinum vanbúna til að bjóða í ríkisvíxla og munu telja skuldabréfin auðveldari í meðförum. Bankar og verðbréfasalar hafa svarað á móti að þeim væri ekkert að vanbúnaði að glímaviðríkisvíxla, það væri eingöngu fyrirhyggjuleysi stjórnvalda sem kæmi í veg fyrir útboð á ríkisvíxlum; aðeins frjálst útboð gæti tryggt að ríkið fengi viðkomandi lánsfé á lægstu hugsan- legum vöxtum. Verður að telja að reynslan frá íslandi styðji fremur rök- stuðning hinna síðarnefndu. Þess má að lokum geta að sænski seðlabankinn er nú í vaxandi mæli far- inn að beita kaupum og sölu víxla og skuldabréfa til aö hafa áhrif á lausafjár- stöðu bankanna. (stað þess að breyta forvöxtum getur bankinn þannig haft áhrif á markaðsvexti. Þetta stjórntæki þykir hafa gefið góða raun í Svfþjóð og er talið mun sveígjanlegra og mark- vissara en breytingar forvaxta sem áður var beitt sem stjórntæki á pen- ingamarkaði. Portúgal Erlendum bönkum heimilað að opna útibú Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, sagði eitthvað á þá leið á fundi Verslunarráðs Islands nýlega að hann væri á engan hátt mótfallinn því að er- lendum bönkum yrði heimilað að opna útibú hér á landi. Taldi ráðherra nær að erlendum bönkum yrði heimilað að reka útibú hér á landi svo að þeir gætu sjálfir metið áhættuna er þeir lána íslenskum fyrirtækjum. Fram til þessa hafa flest fyrirtæki tekið erlend lán sfn í gegnum Landsbanka eða Útvegs- banka. Frá sjónarmiði erlendu bank- anna erþvf nánast um ríkisábyrgð að ræða á hverju einasta láni þar sem íslensku bankarnir sem hafa milli- göngu um útvegun lánanna eru í eigu rfkisins. Erlendum bönkum hefur nýlega verið heimilað að opna útibú í Portúgal og þótt aðstæður þar séu langt frá því að vera sambærilegar við íslenskar aðstæður er fróðlegt að lesa um við- brögð alþjóðlegu bankanna. Margs er að gæta er dótturfyrirtæki eru rekin í öðrum löndum. Þyngst vega þau starfsskilyrði sem löggjöf landsins skapar erlendum fyrirtækjum sem þar starfa svo og gengisáhættan. Erlendir bankar í Portúgal þurfa að leggja fram 11,5 milljóna dollara til varðveislu hjá ríkinu áður en starfsemi þeirra getur hafist. Gengisáhættan er þó flestum meiri þyrnir í augum. Gengi escudos hefur lækkpð um 58% gagnvart ster-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.