Vísbending - 02.05.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING
3
sýnir einnig að þær tvær pen-
ingastærðir sem sýndar eru hafa
hækkað meira en lánskjaravísitala og
þar með miklu meira en laun og inn-
flutningsverð. Aftur skal minnt á hve
næmar þessar niðurstöður eru fyrir
byrjunarpunktinum og jafnframt á það
að mikill vöxtur peningastærða í
skamman tíma kann að eiga sér sér-
stakar skýringar. Nokkur aukning pen-
ingamagns er t.d. talin eðlileg í kjölfar
snöggrar lækkunar verðbólgu vegna
þess að veltuhraði peninga minnkar
nokkuð er hægir á verðbreytingum.
Hættan á aukinni verðþenslu er þó allt-
af fyrir hendi er peningastærðir vaxa
meira en verðlag og framleiðsla.
Hátt gengi, lágt gengi
Sú stefna stjórnvalda að hverfa frá
sveigjanlegu gengi krónunnar og taka
upp aðhaldssama gengisstjórn hefur
valdið því að innflutningsverð í kiónum
hefur hækkað mun minna frá miðju ári
í fyrra en almennt verðlag innanlands
(þar sem innflutningsverð vegur 35-
40%). Raungengi krónunnar hefur
m.ö.o. hækkað og er nú svipað eða
aðeins hærra en það var að meðaltali
á árinu 1982.
Lágt gengi hefur örvandi áhrif á at-
vinnustarfsemina vegna þess að tekjur
í útflutningsgreinum eru hærri en ef
verð á erlendum gjaldeyri væri lægra.
Innflutningur verður einnig dýr í
samanburði við innlenda framleiðslu
svo að staða þeirra framleiðslu- og
þjónustugreina sem keppa við innflutn-
ing batnar. Hátt gengi hefur gagnstæð
áhrif. Hagur útflutnings- og samkeppn-
isgreina þrengist og innflutningur
verður ódýrari í samanburði við inn-
lenda framleiðslu.
Þegar saman fara hátt gengi og
nokkur þensla í ríkisfjármálum og pen-
ingamálum er hætta á því að halli i við-
skiptum við útlönd fari vaxandi. Vegna
þess að hátt gengi rýrir stöðu útflutn-
ings- og samkeppnisgreina eykst þörf
þeirra á fyrirgreiðslu í lánastofnunum
og við það myndast hætta á auknum
erlendum lántökum og þenslu í pen-
ingamálum. Á móíi kemur að hátt
gengi dregur úr peningaútstreymi
vegna þess að færri krónur verða til er
útflytjendur eru knúðir til að skipta
gjaldeyristekjum sínum.
Vextir og gengi
Þegar stjórnvöld geta ekki snúið frá
þeim ásetningi sínum að halda gengi
háu en ekki hefur tekist að hafa sam-
svarandi stjórn á peningamálum virðist
ein leið fær til að draga úr áhrifum mis-
vægis á peningamarkaði: að stór-
hækka vexti. Verðbótaþáttur vaxta var
lækkaður í áföngum frá september til
janúar s.l. með lækkandi verðbólgu, en
slðan hafa stjórnvöld gert ýmsar ráð-
stafanir til að hækka vexti. Ríkis-
skuldabréf bera nú hærri vexti en áður,
útboð ríkisvíxla stuðlaði að frjálsri
vaxtamyndun og hærri vöxtum, og
heimildir innlánsstofnana til vaxta-
hækkunar, þótt afar takmarkaðar séu,
hafa einnig orðið til nokkurrar hækk-
unar vaxta.
Forsvarsmenn bankanna greinir að
vísu nokkuð á um hreina aukningu
innlána vegna vaxtahækkunarinnar en
þegar á heildina er litiö virðast ofan-
greindar vaxtahækkanir enn ekki hafa
breytt sparnaðarhneigð þjóðarinnar til
muna. Vegna hækkandi raungengis
verða erlend lán enn á ný hagkvæm í
samanburði við innlend lán. Erlendar
lántökur stef na langt fram úr áætlun og
hætta er á meiri innflutningseftirspurn
en áætlað var. Við þessar aðstæður
virðist engin áhætta tekin með því að
gefa vexti á innlendum markaði frjálsa.
Veruleg hækkun bæði á innláns- og út-
lánavöxtum gæti orðið til þess að
eyðslu og framkvæmdum yrði frestað
og fé lagt í sparnað í staðinn. Vaxta-
hækkun gæti þannig dregið úr mis-
vægi á peningamarkaði og minnkað
þörfina fyrir erlendar lántökur og hættu
á verðhækkunum síðar.
Eiga stjórnvöld eitthvert val?
Áhrifamönnum við stjórn efnahags-
mála mun fullljóst að erfiðasti hjall-
inn eru eftir áður en því marki er náð
að lækka verðbólgu til frambúðar.
Þungi efnahagsstefnunnar hvílir enn
á launastefnunni og siðari áfangar við
framkvæmd launastefnu eru ávallt
erfiðastir. Ríkisfjármál hafa reynst erfið
úrlausnar og vegna þess hve lækkunar-
ferill verðbólgunnar var brattur hefur
ekki tekist að draga að sama skapi úr
útlánum bankanna. Við blasir hátt í
tveggja milljarða halli á rlkisbúskapn-
um auk milljarðs sem bæta þarf við
lánsfjáráætlun. Þessar aðstæður eru
ekki í samræmi við 10% verðbólgu í
lok ársins, innan við 3% gengissig frá
því sem nú er, og aðrar forsendur
kjarasamninganna frá því í febrúar og
mars. Stjórnvöld hafa því um tvo kosti
að velja.
Annars vegar er sá kostur að sveigja
af markaðri stefnu í Ijósi þess að lengri
tíma virðist þurfa til að aðlaga hag-
kerfið að hægum verðbreytingum. I
ráðstöfunum gæti m.a. falist 7-12%
hækkun á verði erlends gjaldeyris og
að vextir yrðu gefnir frjálsir. Hæfileg
vaxtahækkun gæti verið á bilinu 4 til
7%. Einnig myndu laun hækka í októ-
ber nokkru meira en nú er gert ráð fyrir.
i árslok gæti verðbólga orðið 20-25%
en ekki vaxandi.
Hinn kostur stjórnvalda er að standa
fast við núverandi stefnu og halda
breytingum gengis innan þeirra marka
sem sett hafa verið. Þessi leið er miklu
áhættusamari en sú sem þegar hefur
verið lýst því að verðhækkanir eru
stöðvaðar með því að halda gengi
óbreyttu eftir að þensla í peninga-
stærðum og lánsþörf hins opinbera
hafa gefið tilefni til lækkunar. Með
þessu móti er verðhækkunum að vissu
leyti slegið á frest og því er alltaf hætta
á að þær brjótist fram - með kröfum
launþegasamtaka um hærri laun, eða
með brýnni þörf á lækkun gengis
vegna vaxandi viðskiptahalla eða
greiðsluþrots útflutningsgreina. En um
leið er hugsanlegt að úr rætist fyrr en
varir og að vandinn í efnahagsmálum
sé ekki eins mikill og nú virðist vera. Á
næstu mánuðum gætu ytri skilyrði
þjóðarbúsins snúist til hins betra þótt
slíkar breytingar séu ekki í sjónmáli
sem stendur. Aðgerðir stjórnvalda í
peningamálum, þótt ekki fari mikiðfyrir
þeim, gætu borið árangur og þannig
veitt aðhaldssamri stefnu í gengis-
málum þann stuðning sem hún getur
ekki verið án.
Hvað er framundan?
Yfirlýsingar ráðamanna um stefn-
una í efnahagsmálum, ekki síst þær
sem fram komu í ræðu seðlabanka-
stjóra á ársfundi Seðlabankans fyrir
páska, eru á þann veg að ekki verður
dregið í efa aðríkisstjórninætlarsérað
halda fast við þá stefnu í efnahags-
málum sem hún hefur þegar markað
og fylgt til þessa. Því má búast við að
gengi krónunnar verði ekki lækkað um
meira en 3% fram tii áramóta og
hugsanlega jafnvel minna. Hvað þá
tekur við er ekki auðvelt að sjá fyrir nú
en það ræðst að verulegu leyti af fram-
vindu í efnahagsmálum fram á haustið
og af breytingum ytri skilyrða.