Vísbending - 02.05.1984, Blaðsíða 6
VÍSBENDING
6
Alþjóólegur fjármagnskostnaður_________________
Hvað er átt við með „fjárstreymi milli landa“?
Dollarastreymi
I Vísbendingu þann 4. apríl s.l. var
fjallað um áhrif dollarastreymis á fjár-
magnsmarkað. Var á það bent að
Bandaríkin sem löngum hafa verið
mikil uppspretta fjár fyrir alþjóðlegan
fjármagnsmarkað væru orðin nettó
innflytjandi fjármagns og sagt frá því
að á þriðja ársfjórðungi í fyrra hafi inn-
streymi fjár til Bandaríkjanna frá öðrum
löndum numið um 40 milljörðum doll-
ara (sjá mynd).
Leif H. Olsen, yfirmaður hagfraeði-
deildar Citibank og einn af erlendum
ræðumönnum á ráðstefnu félags við-
skiptafræðinga og hagfræðinga um
alþjóðafjármál og gjaldeyrismál á síð-
astliðnu hausti, hefur nýlega ritað grein
í Wall Street Journal þar sem hann
útskýrir hvað raunverulega er átt við
þegar talað er um fjárstreymi milli
landa eða innstreymi og útstreymi fjár
til og frá ákveðnu landi. Vegna þess að
það orðalag sem venja er að nota,
bæði á íslensku og á erlendum málum,
getur valdið misskilningi er hér drepið
á nokkra þætti í grein Olsens til að
skýra fjárstreymi nánar.
Talað er um innstreymi fjár, t.d. til
Bandaríkjanna, þegar bandaríska
fjármálaráðuneytið eða bandarisk
fyrirtæki eða bankar selja skuldabréf til
útlanda. Segja má að sl ík viðskipti jafn-
gildi útflutningi skuldabréfa rétt eins og
þegar vörur og þjónusta er flutt út. Út-
flytjandi bandaríska skuldabréfa fær
greitt fyrir þau í dollurum - rétt eins og
bandarískur vöruútflytjandi selur I doll-
urum. En í báðum tilfellum fer greiðsla
fram með dollurum sem þegar eru til
staðar í Bandaríkjunum. Ef bandarískt
fyrirtæki selur skuldabréf í London þá
sér einhver alþjóðlegur banki um að
greitt sé fyrir skuldabréfinn með doll-
urum sem þegar eru fyrir hendi í
Bandaríkjunum. Þannig verður ekkert
„innstreymi" nýrra dollara til Banda-
ríkjanna við sölu skuldabréfanna og
engir dollarar bætast við peningamagn
Bandaríkjamanna.
Eurodollarar
Eurodollarar eru samkvæmt skil-
greiningu dollarar í vörslu banka utan
Bandaríkjanna. En Eurodollarar eru
aðeinstil í bókumbankannaog bankar
sem annast viðskipti í Eurodollurum
verða að eiga raunverulegar dollara-
inneignir í banka í Bandaríkjunum.
Eurodollarar eru aðallega til að auð-
velda flutning á fjármunum milli landa
og heimsálfa. Eigendur Eurodollara
verða að kaupa raunverulega banda-
Fjárstraumar til og frá
Bandaríkjunum
Árlegar hreyfingar f
milljörðum dollara
* Ársfjórðungstölur umreiknaðar til árstalna
Heimild: Bankfor Intemational Settlements, The
Economist
ríska dollara áður en þeir geta fjárfest
eða eytt þeim með öðrum hætti í
Bandaríkjunum.
Misvísandi samlíking
Hugtökin fjármagnsinnstreymi og -
útstreymi eru notuð í greiðslujafnaðar-
reikningum til samræmis við inn- og
útflutning á vörum og þjónustu. En
samlíkingin getur verið misvísandi
eins og þegar hefur komið fram. Þegar
talað er um innstreymi fjár til Banda-
ríkjanna er ekki átt við innstreymi pen-
inga til landsins heldur aðeins að
skuldabréf í eigu einhvers í Bandaríkj-
unum hefur verið selt einhverjum utan
landssteinanna.
Til að taka dæmi mætti nefna vestur-
þýskan bílaframleiðanda sem flytur
framleiðslu sína til Bandaríkjanna.
Þýska fyrirtækið hefur marga umboðs-
menn víðs vegar um Bandaríkin sem
selja bílana en tekjunum er safnað
reglulega á einn reikning í banda-
rfskum banka. Ef fjármálastjóri þýska
fyrirtækisins ákveður að kaupa banda-
rísk ríkisskuldabréf vegna þess að þau
bera betri ávöxtun en önnur sambæri-
leg bréf þá notar hann hlutadollaranna
á reikningnum til að kaupa skuldabréf-
in. Engir dollarar fluttust til eða frá
Bandaríkjunum en samt eru viðskipti
þessi skráð sem fjármagnsinnstreymi
í greiðslujafnaðarreikningum.
Hið gagnstæða gerist þegar banda-
rískur banki lánar fjármagn til útlanda.
Þá er um að ræða „innflutning" á
skuldabréfum og viðskiptin eru skráð
sem útstreymi fjár í greiðslujafnaðar-
reikningum Bandaríkjamanna.
Áhrif á bandaríska vexti
Að Bandaríkin séu orðið fjármagns-
innflytjandi merkir því að bandarískum
skuldabréfum I eigu útlendinga-eða í
eigu Bandaríkjamanna búsettra utan
heimalandsins - fjölgar í sífellu. Því
vaknar sú spurning hvað gerast muni
ef eigendur þessara skuldabréfa kom-
ast á þá skoðun að bandarísku
skuldabréfin gefi ekki lengur bestan
arð og að betra muni að ávaxta fjár-
munina með öðrum hætti (sjá t.d.
ávöxtun Euroskuldabréfa annars
staðar í þessu blaði). Talið er að þetta
kunni að gerast ef gengi dollarans
tekur að falla svo að eigendur skulda-
bréfanna missa þá trú á dollaranum
sem þeir hafa haft undanfarið. Gæti
þetta leitt til gífurlegs útstreymis fjár
frá Bandaríkjunum, stórhækkaðra
vaxta þar vegna þess að ekki verður
lengur hægt að fjármagna hallarekstur
ríkissjóðs með erlendu lánsfé, og að
lokum minnkandi framleiðslu og verð-
bréfahruns í kauphöllum vegna ofur-
hárra vaxta?
Leif H. Olsen vísar röksemdafærslu
sem þessari algerlega á bug. Þótt
margir tækju þá ákvörðun að selja
skuldabréf sín á svipuðum tíma ylli það
engum fjárstraumum eins og skýrt
hefur verið hér að framan og heföi að
öllum líkindum lítil áhrif á vexti. Hins
vegar gætu mikil kaup og sölur
skuldabréfa haft áhrif á gengi dollar-
ans. Dollurum í Bandaríkjunum
fækkar ekkert og þess vegna verður
ekki svo miklu erfiðara að taka lán í
dollurum en áður. Vextir geta hins
vegar farið hækkandi ef eigendur
skuldabréfa telja að verðbólga fari vax-
andi og þess vegna að verðið á
skuldabréfum sé of hátt og ávöxtunin
of lág. Slíkt hefur komið fyrir áður í
Bandaríkjunum - en án nokkurra
tengsla við fjármagnsstrauma til og frá
landinu.