Vísbending


Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.07.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gjaldeyrisstýring_______________________________________ Japanir nota sér myntskipti til að lækka vaxtakostnað Gjaldeyrisskipti heimiluð í Japan Á undanförnum mánuðum hefur mikil áhersla verið lögð á það í Japan að auka f rjálsræði á fjármagnsmarkaði og var stuttlega greint frá nokkrum atriðum þar að lútandi í síðasta tölu- blaði Vísbendingar. Reglur sem tóku gildi þann 1. apríl sl. heimila japönsk- um fyrirtækjum að taka þátt í myntskipt- um. Tilgangurinn með myntskiptum almennt er að nýta til fulls lánstraust hvers lánstaka. Hver aðili tekur lán þar sem hann getur fengið það með sem bestum kjörum. Sé það í annarri mynt en hentar eða með annars konar vöxt- um (þ.e. föstum í stað fljótandi eða öfugt) er bætt úr því með skiptum. Sem dæmi um skiptaviðskipti jap- anskra fyrirtækja má nefna að Raf- magnsveitur Tokíóborgar gáfu nýlega út skuldabréf á Euromarkaði í London. Rafmagnsveiturnar eru eitt stærsta fyrirtækið í Japan ogsjáTokíóog nær- Danmörkframh. afbls. 1 liggjandi héruðum fyrir raforku. Fyrir- tækið selur skuldabréf í dollurum á markaði í London en notar sér síðan skiptamarkaðinn til að skipta dollara- skuldabréfum fyrir yenalán. Mótaðila Rafmagnsveitnanna (ónafngreindum) hentaði betur að skulda lán í dollurum meðföstumvöxtumhelduren í yenum. Tekjur Rafmagnsveitunnar eru nær eingöngu í yenum og því ónauðsyn- legt að taka gengisáhættu með því að skulda í dollurum. Með skiptunum fengu Rafmagnsveiturnar lán í yenum með föstum vöxtum og mótaðilinn lán í dollurum með föstum vöxtum; og með skiptunum náðu báðir aðilar betri kjör- um en unnt var án skiptanna. Skuldabréfamarkaður í Japan Athyglisvert er að það aukna frjáls- ræði sem þegar hefur verið veitt á fjár- magnsmarkaði í Japan kann að kalla á frokara afnám hafta. Japönsk stjórn- völd hafa jafnan stjórnað vöxtum og hafa þá ekki markaðssjónarmið alltaf ráðið ferðinni. Aukið frjálsræði í vaxta- myndun kann að verða nauðsynlegt, að því að talið er, eftir að heimlldir jap- anskra fyrirtækja til lántöku á erlendum markaði hafa verið auknar. Skuldabréfaútboö Rafmagns- veitnanna nam 100 milljónum dollara. Bréfin báru 13,375% nafnvexti og voru til fimm ára. Þóknun bankanna sem sáu um útboðið nam 1,75% af lánsfjár- hæðinni. Þess má einnig geta að skuldabréfa- markaður í Tokíó er nú opnari öðrum þjóðum en áður. Skuldabréf í yenum gefin út í Japan af erlendum lántökum eru nefnd Samurai-skuldabréf. Sem dæmi má nefna að Alþjóðabankinn hefur gefið út skuldabréf að jafnvirði 125,2 milljóna dollara í Japan. Þessi skuldabréf eru til tólf ára og bera 7,7% fasta nafnvexti. Eiga þau að seljast á genginu 99,50 þannig að þau gefa 7,78% ávöxtun í yenum. unum. Verðbólga er nú um 5,5% í Danmörku en 7-8% í Svíþjóð. Vextir og gengi Stjórn Schluters hefur haldið fast við þá stefnu sína að halda gengi dönsku krónunnar stöðugu til að halda verð- bólgunni í skefjum. Vegna þess að tek- ist hefur að koma í veg fyrir óhóflegar launahækkanir er ekki talið að gengi dönsku krónunnar sé í bráðri hættu. Þó er búist við 1-2% lækkun gagnvart þýska markinu ef kemur til breytingar á viðmiðunargengi EMS-myntanna. Ört vaxandi innflutningur ásamt háum erlendum skuldum hlýtur þó að vekja menn til umhugsunar um gengi dönsku krónunnar. Erlendar skuldir Dana í árslok í fyrra voru um 200 milljarðar danskra króna og þar af var um helmingurinn í doll- urum. Hækkandi gengi dollarans og vextir í Bandaríkjunum valda því vax- andi skuiaabyrði í Danmörku eins og víðar. Ávöxtun ríkisskuldabréfa hefur lækkað úr 22% haustið 1982 er stjórn Schluters kom til valda í u.þ.b. 14% nú. Á sama hátt hafa grunnvextir (Primel Rate) lækkað úr 14% að meðaltali á árinu 1982 í 10% í nú. Samanburður við íslenskar aðstæður Að nokkru leyti virðast dönsk og íslensk stjórnvöld í sömu sporum um þessar mundir. Bæði hafa tekið harða afstöðu í gengismálum og vilja ekki fallast á lækkun gengis. Báöum hefur tekist að koma í veg fyrir að of miklar launahækkanirspilli árangrinum. Dön- um hefur tekist að draga verulega úr opinberri lánsþörf - hún var tæplega 10% af VLF 1982, 7,8% árið 1983 og gæti orðið um 6% og 5% af VLF i árog 1985 samkvæmt OECD spám. Hér á landi hefur einnig náðst viss árangur í ríkisfjármálum og hugsanlega lagast staðan enn með skattahækkunum á síðari hluta ársins. í hvorugu landi hefur tekist að halda vexti peninga- magns í skefjum. Tiltölulega hátt gengi og mikil útlán hafa stuðlað að mikilli aukningu innflutnings. Hér er aðeins stiklað á stóru og samanburðurinn er ekki hugsaður til þess að draga af honum ályktanir. Annars staðar í þessu blaði er að því vikið að gengi sé ekki hagstjórnartæki heldur verð sem ráðist á frjálsum mark- aði. Sú spurning vaknar því með hvaða rétti stjórnvöld hafa „ákveöið" fast gengi og sú spurning vaknar einnig hvaða stjórntæki séu eftir til að hamla á móti of miklum innflutningi. Danir gripu í apríllok til þess að hækka skatta og skera niður ríkisútgjöld. Seðlabankinn þar hefur nýverið gripið inn í til að hefta útlánaaukningu. Benda má á í þessu sambandi að Bretar hafa nýverið lent í því að hækka vexti þótt stjórnvöld þar hefðu lýst því yfir að „engin innlend ástæða" væri til að rétt- læta hækkun vaxta. Að vissu leyti má segja að dönsk og íslensk stjórnvöld séu að gera merki- legar hagstjórnartilraunir í löndum sínum og vissulega er of snemmt að spá fyrir um árangurinn. Bæði löndin eru afar skuldsett í útlöndum. Og að lokum vaknar sú spurning hvort hlut- fallsleg stærð landanna hafi hér áhrif - eru íslendingar að einhverju leyti verr í sveit settir vegna þess hve þjóðarbúið er hlutfallslega lítið?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.