Vísbending - 10.09.1984, Síða 7
VISBENDING
7
samband skattlagningar og skatttekna
er flóknara en svo að "haekkun
skatta" færi ríkinu jafnan auknar
tekjur. í fyrsta lagi eru svokölluð
framboðsáhrif á skatttekjur. Ef
skattlagning er aukin hlutfallslega
gætir þeirrar tilhneigingar að fólk
dragi úr vinnu og fjárfesting
minnkar vegna þess að eigandi
fjármagnsins ber minna úr býtum
eftir skatt. Freistandi verður að
stunda ýmiss konar "óskráða"
starfsemi; heimaiðnað eða aukastörf
sem hægt er að skjóta undan
skattheimtunni. A sama hátt leitar
fjármagn í atvinnustarfsemi sem ekki
er gefin upp til skatts þar sem hún
er arðbærari. í hve miklum mæli
þetta gerist er háð staðkvæmni
framleiðsluþátta, þvi hve
auðveldlega framleiðsluþættir leita
úr skráðri starfsemi við
skattahækkun í óskráða og öfugt.
En skattstofn getur skroppið
saman við skattahækkun af fleiri
ástæðum. Skattahækkun kann einnig
að leiða til skattsvika jafnvel þótt
viðkomandi stundi áfram sömu
starfsemi. Þetta kynni að eiga við
um innheimtu söluskatts hér á landi;
hagurinn af því að gefa ekki rétt
upp til skatts verður því meiri sem
skatthlutfallið hækkar. í hvaða
mæli skattsvik aukast við
skattahækkun er háð heiðarleik
skattborgarans og viðhorfi hans til
stjórnvalda; refsingum fyrir
skattsvik og líkunum á því að upp
komist, auk skatthlutfallsins
sjálfs.
í þriðja lagi skiptir máli
hvort skattur er stighækkandi eða
ekki. Ef skattur er hlutfallslegur
(t.d. útsvar hér á landi) leiðir
10% lækkun án efa til 10% minni
tekna. Sé tekjuskattur lækkaður um
10% lækka tekjur aðeins um 10% ef
engin breyting verður á
skattstiganum. Lækkunin kynni að
leiða til þess að skattstofninn
stækkaði og þá minnka tekjur minna
en 10%.
Neðanjarðarhagkerfið
í grein sinni gera þeir Feige
og Mcgee greinarmun á þrenns konar
atvinnustarfsemi (sjámynd). Fyrst
er að nefna hina eðlilegu, skráðu
atvinnustarfsemi; summa
framleiðslu allra fyrirtækja og
stofnana þar er hrein
þjóðarframleiðsla. Að auki eru
tveir óskráðir geirar en hvorugur
þeirra kemur fram í. skráningu
þjóðarframleiðslu. Undir annan
fellur óskráð starfsemi þar sem
greitt er fyrir vörur og þjónustu
með peningum en hinn starfsemi þar
sem engin peningaleg viðskipti eiga
sér stað. Þar sem engin peningaleg
viðskipti eiga sér stað mun ekki
vera um raunveruleg skattsvik að
ræða þótt að öðru leyti sé þessi
starfsemi jafngild hefðbundnum
markaðsviðskiptum. Undir þetta
falla vinnuskipti og ýmiss konar
heimilisframleiðsia án peningalegra
viðskipta.
Óskráð starfsemi án
peningalegra viðskipta
Hefðbundin skráð
starfsemi (með
peningalegum viðskiptum)
Óskráð starfsemi með
peningalegum viðskiptum
Stuðlar Lafferkúrfunnar
Til að finna Lafferkúrfuna
fyrir Sviþjóð þurftu Feige og Mcgee
á ákveðnum stuðlum að halda og
verður hér greint stuttlega frá
þeim; viðmiðunarárið var 1979.
Meðalskatthlutfallið það ár reyndist
vera 0,62 (þ.e. 62%), þ.e.
hlutfall heildarskatttekna og
hreinna þjóðartekna.
Heildarskatttekjur náðu til beinna
og óbeinna skatta ríkis og
sveitarfélaga svo og til
tryggingargjaida. Á sama hátt var
skatthiutfali á jaðrinum metið 0,83
fyrir Svíþjóð árið 1979. Þá var
einnig stuöst við vaxtateygni
sparnaðar, en sú teygni var álitin
um 0,3-0,A (sparnaður eykst þá um
3-4% ef raunvextir hækka um 10%).
Að lokum þurfti að meta umfang
óskráða hluta hagkerfisins. Höfðu
höfundarnir undir höndum niðurstöður
tveggja rannsókna á sænska
neðanjarðarhagkerfinu og var það
talið innan við 10% í annarri
heimildinni en um eða yfir 20% í
hinni. í niðurstöðunum miðuðu Feige
og Mcgee við þrjú hugsanleg
hlutföli, 5%, 10% og 20%.
Niðurstöðurnar
Taflan sýnir mat Feiges og
Mcgees á bví skatthiutfalii sem
hámarkað hefði skatttekjur í Svíþjóð
árið 1979. Miðað er við þrjá
möguieika hvað varðar
framboðshliðaráhrifin: litla
teygni, sennilega teygni og mikla
teygni (hér er átt við í hve mikilum
mæli starfsemi flyst yfir í óskráða
geirann með hækkandi sköttum).
Skatthlutfallið sem hámarkar tekjur
hins opinbera er á bilinu 32% til
91% eftir því við hvaða forsendur um
stuðla Lafferkúrfunnar er miðað.
Samkvæmt þeim forsendum sem
höfundarnir telja líklegastar er
hámörkunarhlutfallið 0,58 eða 58%.
Meöalskatthlutfall í Svíþjóð árið
1979 var 0,62 svo Svíar voru hægra
megin við toppinn á Lafferkúrfu
sinni það ár. Þannig hefði verið
unnt að lækka skatta það ár og hækka
skatttekjur, samkvæmt þessu; eða
lækka skatta meira og halda samt
skatttekjum óbreyttum. Rannsóknir
sömu höfunda á Bandaríkjunum,
Bretlandi og Hollandi sýndu að þessi
Mat á skatthlutfalli í Svíþjóð 1979 sem hámarkar skatttekjur
F ramboðshliðaráhrif
Lítil teygni Óskráði hluti Sennileg teygni Óskráði hluti Mikil teygni Óskráði hluti
Skattkerfi hlutfallslegt 0,91 0,88 0,83 0,80 0,78 0,75 0,50 0,49 0,48
Skattkerfi stighækkandi 0,68 0,66 0,62 0,60 0,58 0,56 0,37 0,37 0,36
Skattkerfi mjög stighækkandi 0,61 0,59 0,55 0,53 0,52 0,50 0,33 0,33 0,32
Heimiid: Feige og Mcgee, Scandinavian Journal of Economics, 1983