Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1940, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.11.1940, Qupperneq 2
Ríkiseinkasölurnar - og reynslan i. Allar hafa þær reynst illa og reynslan hef- ur orðið dýr. Allir eru orðnir þreyttir á þeim og enginn mælir þeim lengur bót, jafnvel ekki socialistar, sem mest ráku á eftir að þær væru stofnaðar. Jafnvel eru þeir farnir að sjá, að það er betra fyrir þjóðina að hafa einkafyrir- tæki, sem vel er stjórnað, en að hafa ríkis- fyrirtæki, sem er illa stjórnað. Framsóknar menn létu ginna sig sem þursa til að setja hverja einkasöluna á stofn eftir aðra, þótt þeir í hjarta sínu séu á móti öllum slíkum fyrirtækjum nema þeim, sem Sambandið stjórnar. Óvinsældir einkasölunnar eru orðn- ar svo almennar, að enginn vill nú við þær kannast, enda er nú öllum ljóst orðið með hví- líkum endemum margar þeirra hafa verið og eru reknar allt til þessa dags. En vegna bess, að skjólstæðingar Framsóknar og Alþýðu- flokksins stjórna þessum fyrirtækjum, þá hef- ur reynst erfitt enn sem komið er að fá þess- ar stofnanir lagðar niður. Eru flokkshags- munir látnir sitja þar í fyrirrúmi þótt hags- munir þjóðarinnar séu annars vegar. II. Raftækjaeinkasalan var lögð niður um síð- ustu áramót samkvæmt samningi milli flokk- anna er stjórnarsamvinnan var hafin. Það var sannanlegt, að einkasalan hafði keypt vörur sínar við mikluóhagstæðara verði,en einkafyr- irtækjum stóð til boða. Fékk hún alls ekki lægsta heildsöluverð hjá erlendum verksmiðj- um og varð því að selja vörur sínar hærra verði en búast hefði mátt við. Auk þess voru vörurnar illa valdar, svo að miklar birgðir höfðu safnast fyrir af ýmsum óútgengilegum vörum. Sumir formælendur þessarar einkasölu spáðu því, að miklir erfiðleikar mundu upp koma við innflutning rafmagnsvara, ef einka- salan yrði afnumin. En þessir spádómar hafa ekki ræst. Nú vinna margir gagnkunnugir og ötulir menn að innflutningi þessara vara. Ef 2 þessir menn hefðu fengið að flytja inn raftæk- in á sama tíma og við sömu skilyrði og einka- salan, þá hefði vöruverðið stórlækkað. Inn- flutningurinn gengur hindrunarlítið eftir því sem nú standa sakir og viðskiptin eru leyst úr hinum óþolandi fjötrum þóttafullra einkasölu- búðarsveina. III. Það má segja, að landhreinsun hafi verið gerð með afnámi raftækjaeinkasölunnar. — Væri full þörf á að fleiri einkasölur færu sömu leiðina. Af nógu er að taka: Tóbaks- einkasala, áfengiseinkasala, viðtækjaeinka- salá, fræ-einkasala, grænmetiseinkasala og bifreiðaeinkasala. Mörgum er það ráðgáta hversvegna sumum þessara einkasala er við- haldið, þótt almennt sé viðurkennt að þær hafi engan tilverurétt. Má þar til nefna grænmet- is-, fræ-, viðtækja- og bifreiðaeinkasölurnar, sem flestar eru sammála um að hafi aldrei verið til annars en ógagns. Hinsvegar eru menn ekki jafn almennt sammála um gagns- leysi hinna einkasalanna og skiptast um það í flokka eftir stjórnmálaskoðunum. Vei'zlun- arstéttin er hinsvegar ekki í vafa um að öll verzlun er betur komin í höndum einstaklinga eða félaga, en í höndum ríkislaunaðra em- bættismanna. Framsóknarflokkurinn heldur hlífiskildi yf- ir öllum þessum einkasölum og þess vegna ber hann raunverulega ábyrgð á rekstri þeirra, enda forstjórar þeirra flokknum ekki óvið- komandi. Ef Framsóknarflokkurinn stæði ekki á móti afnámi þeirra einkasala, sem allir eru sammála um, að séu þarflausar eða jafnvel skaðlegar, mundu þær vera fyrir löngu niður lagðar. VI. Socialistarnir íslenzku hafa verið æði hug- kvæmnir á verkefni fyrir ríkiseinkasölur, en aldrei hefur þeim tekizt eins vel upp og þegar FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.