Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1940, Síða 31

Frjáls verslun - 01.11.1940, Síða 31
Næstu vígsiöðvar? Svartahat og löndin í kring. 36 taps- og eyðsluliðir á skrifstofum. Síðari hluta sumars kom út bæklingur með þessu nafni, eftir Herbert N. Casson, í íslenzkri þýðingu. það er óþarft að kynna Casson fyrir íslenzkum verzl- unarmönnum. Hann er löngu orðinn frægur fyrir bæk- ur sínar um viðskiptamál, enda fara saman lijá lion- um miklir rithöfundarhæfileikar og ríkt liugmynda- flug. Bækur hans eru þess vegna oftlega í hugvekju formi þar sem á litríkan liátt er bent á óteljandi leiðir til þess, sem betur mætti fara. þannig er um ofan- greindan bækling. þar er það rakið lið fyrir lið hvað óhentugt er á skrifstofum, gamalt og úrelt og svo hins vegar hvað er hagkvæmt og gefur bezta raun. Casson eij ekki einungis eindreginn formælandi alls- konar skrifstofuvóla og nýtízku tækja, heldur livetur hann menn einnig til þess að hæta annað fyrirkomu- lag á skrifstofum sínum. Ég geri ráð fyrir, að ýmsir séu ekki Casson sammála í öllum atriðum, en þó hygg ég, að flestir geti af honum lært. þess vegna á bækl- ingur þessi áreiðanlcga erindi til íslenzkra verzlunar- manna og þá ekki sízt til þeirra, sem veita skrifstofum forstöðu. X. Kol & Salt h.í. 25 ára frh. af bls. 8 varð enn tilfinnanlegri er íslandsbanki var lát- inn loka. Var ekki gott um f járöflun innanlands og var því leitað erlendis eftir innskotsfé og fékkst það. „Kol & Salt“ hefur um dagana veitt mikla vinnu. Það er búið að greiða svo miljónum skiptir í verkalaun og sést af því, að starfsemi þess hefur verið umfangsmikil. Félagið var fyrst til húsa í Hafnarstræti, þar sem nú er hús Helga Magnússonar & Co. Síð- an fluttist það í Hafnarstræti 18, og er nú í Hafnarstræti 9. Fyrsti framkvæmdastjóri félagsins var Ólaf- ur Briem. Síðan voru framkvæmdastj. Böðv- ar Kristjánsson, Theódór Jakobsson, Hjalti Jónsson, Kristján Karlsson og nú Geir Borg. Aðalbókari félagsins er Ásgeir Jónsson og sölu- maður Nieljohníus Ólafsson, sem lengi hefur starfað hjá félaginu. FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.