Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1940, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.11.1940, Blaðsíða 4
Það er eðlileg afleiðing hernámsins, að við íslendingar höfum nú öllu greiðari aðgang að enskum blöðum og tímaritum en áður. Meira er um enskar bækur í bókabúðum og okkur gefst því tækifæri til nánari kynna af bók- menntum stórþjóðarinnar og andlegu lifi. — Okkur gefst líka tækifæri til þess að kynnast ýmsum vandamálum heimsveldisins. Bretar fara ekki í launkofa með það, sem miður fer, enda er það í samræmi við anda lýðræðis- ins að draga ekki fjöður yfir neitt — nema iþá hernaðarleyndarmál. Frjálsa gagnrýni telja þeir ekki einungis æskilega heldur blátt áfram skilyrði heilbrigðs stjórnmálalífs. Og sjálfur Churchill taldi skort á gagnrýni eina aðal-orsök þess hversu illa fór í Frakklandi. í enska vikuritinu „Picture Post“ frá 9. nóv. s.l., er ástandið í einni af nýlendum Breta, Ný- fundnalandi, tekið til meðferðar og stjórn Breta þar, fundið ýmislegt til foráttu. En vegna þess að Nýfundnaland er keppinautur okkar í fisksölu, og ýmislegt líkt með því og íslandi, þá geri ég ráð fyrir að ýmsum þyki greinin fróðleg. Það fara því hér á eftir nokkr- ir aðaldrættir úr greininni. Að nokkru leyti er efnið rakið í stuttu máli, en það sem er innan tilvísunarmerkja, er þýtt og sumst.aðar dálítið stytt. „Fæstir okkur vita nokkuð að ráði um Ný- fundaland og þjóðina, sem það byggir. En eigi að síður verðskuldar þessi ógæfusama en mikilsverða þjóð óskipta athygli okkar og samúð. Sérhver skóladrengur veit, að þetta er elzta nýlenda okkar. Það er eklci eins kunn- ugt að Nýfundaland er jafnframt yngsta ný- lenda okkar, því að í febrúar 1934 tók kon- ungsskipuð nefnd stjórn eyjarinnar í sínar hendur. Það var þungt áfall fyrir metnað lands- ins. John Cabot kaupmaður í Bristol, fann Ný- 4 fundnaland árið 1497, aðeins fimm árum eftir fyrstu Ameríkuferð Columbusar. Árið 1583 tengdi Sir Humphrey Gilbert landið ensku krúnunni, en 1713 var því yfirlýst í Utretcht- samningunum að landið væri brezk nýlenda. f heimsstyrjöldinni var landið sjálfstjórnar- nýlenda og forsætisráðherra þess kom fram sem jafningi við fulltrúa Kanada og Ástralíu á ráðstefnum heimsveldisins. Það voru ekki utanað komandi öfl, sem knúðu Nýfundnalandsbúa til þess að láta af hendi hina algjörðu sjálfstjórn sína. Þeir fóru sjálfir fram á að fá aðstoð við að ráða fram úr hinum alvarlegu fjárhags- og vioskiftalegu vandamálum sínum. Nefnd skipuð af konungi, rannsakaði ástandið í landinu og lagði síðan til að stjórnarskrá landsins skyldi numin úr gildi, um stundarsakir. Menn gerðu sér mikl- ar vonir um árangur af störfum nefndarinn- ar, en vandamál Nýfundnalands eru enn hin sömu“. Árið 1935 voru íbúar Nýfundnalands taldir 289 þúsund. Stærsta borgin er St. John’s, með 55 þús. íbúa, en næst stærsta borgin Bona- vista, telur aðeins 4 þús. íbúa. Stærð landsins er nálega 43,000 fermílur. „Þjóðin lifir á því að flytja út vörur til margra fjarlægra landa, Bandaríkjanna, Stóra-Bretlands, Portúgal, Spánar, Belgíu og Brazilíu. Það er mjög flókið mál að fylgjast með slíkum viðskiptum, gæta forsjár og skipu- leggja þau. Og svona fámenn og dreifð þjóð getur ekki, svo vel sé, byggt upp miðstöð þroskaðs stjórnmálalífs. Það er örðugt að finna, hjá svo fámennri þjóð, nægilega marga reynda og sérmenntaða menn, sem verið gætu dugandi leiðtogar í stjórnmálum.“ Þjóðin er mjög fátæk. Á vertíðinni, sem er á sumrin, telzt það mjög gott, ef sjómaður vinnur sér inn 40 sterlingspund. Atvinna á FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.