Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1940, Síða 5

Frjáls verslun - 01.11.1940, Síða 5
vetrum er mjög stopul og bregðist hún, er leitað á náðir ríkisins um styrk. Af því, sem sagt er hér á undan, mætti nú ef til vill draga þá ályktun að landið væri snautt af öllum gæðum, en svo er ekki. „Landið felur í sér miklar auðslindir og má þar fyrst og fremst nefna fiskimiðin. Það er að vísu svo, að fiskútflutningurinn, einkum út- flutningur á söltuðum þorski, varð fyrir mikl- um hnekki vegna Spánarstyrjaldarinnar og þess markaðs taps, sem af henni leiddi. En við þörfnumst meiri fiskjar hér (í Bretlandi) og þá einkum meira af hinum dýrmætu fiskiol- íum. Nýfundnaland og íbúar þess gætu full- nægt mörgum þörfum okkar, ef stjórn oklcar hefði sýnt meiri forsjá og örlæti á undanförn- um árum“. „Nýfundnaland er um marga hluti líkt Nor- egi. Það getur látið af hendi trjávið og fisk og allar afurðir, sem unnar eru úr þessum vörum“. ,,Þá má nefna málmgrjót. — Fyrir stríðið flutti Nýfundnaland út mikið af járnmálmi, einkum til Þýzkalands. Auk þess er þar kop- ar, blý og zink“. „Með nægilegu fjármagni mætti auka fram- leiðslu eyjarinnar geysilega. Skilyrðin eru mjög góð. Aðal-hafnirnar eru 800 mílum nær Glasgow og Liverpool heldur en Quebec, og mikið er um ágætar hafnir frá náttúrunnar hendi. Loftlagið er tiltölulega milt“. „Ef Nýfundnaland væri hin risavaxna eign einhvers iðnfyrirtækis í stað þess að vera pólit- ísk nýlenda, þá er óhætt að fullyrða að landið væri athugað og rannsakað gaumgæfilega, og án þess að horft væri í kostnað. En það er ekki hægt að segja að svo sé gert nú“. „Nýfundnaland fær oss vanda en jafnframt tækifæri til viðskiptalegra og pólitískra fcil- rauna. Árangursrík meðferð á auðslindum þess myndi færa oss mikinn ábata. En ástand þjóðarinnar er áskorun til samvizku okkar og ógnun gagnv.art mannorði okkar“.' „Þegar vinir okkar Bandaríkjamenn koma til Nýfundnalands til þess að setja þar (flota) bækistöðvar, eða þegar óvinir okkar, sem þyrstir eftir ,,lebensraum“ renna augum sín- um þangað, þá ættum við að gera okkur far um að þessi vanrækti víngarður heimsveld- isins verði okkur til sóma — —“. Ofanritaðar tilvitnanir gefa afar dapurlega mynd af ástandinu í Nýfundnalandi, en því miður lætur hinn enski greinarhöfundur undir höfuð leggjast að rekja ítarlega orsakir þess að svona fór. Þó er það Ijóst, að ástæðurnar til þess að þjóðin varð að fela öðrum að fai'a með málefni sín, voru innanríkis-pólitísks eðl- is. Það var ekki um neina kúgun að ræða frá óvinaher. Landinu var illa stjórnað, fjárhag- urinn í öngþveiti. Nýfundnaland bað um hjálp og fékk hana a. m. k. að nokkru leyti. En þar fylgdi böggull skammrifi — hjálpin kostaði afsal á sjálfsforræðinu. Erlent lánsfé hefir að miklu leyti staðið undir hinni öru þróun í atvinnumálum okkar íslendinga. Við höfum bundið okkur þunga bagga og það er óhætt að fullyrða að ekki hefir öllu því fé, verið arðvænlega varið, sem inn í landið hefir streymt. Og þar sem sá tími er nú ekki löngu liðinn. að það olli okkur miklum örðugleikum að svara vöxtum og afborgunum af erlendum lánum, já, svo miklum örðugleikum að ýms- um virtist stefna beint að glötunarbarmi fjár- hagslegrar hjálparbeiðni, þá er ekki úr vegi að við stöldrum við og hugleiðum afdrif Ný- fundnalands, landsins sem þarf að finna enn á ný. — Mönnum hættir við að gleyma alvöru gærdagsins í peningavímu viðskiptalegrar velgengni. En það eru samt vafalaust margir íslendingar, sem vilja hafa fyrir því fulla vissu, að fulltrúar þjóðarinnar hafi það að æðsta marki að losa okkur úr erlendum fjár- hagsfjötrum; því að það gæti farið svo, að við vöknuðum við þann vonda draum, að við værum fátækari en nokkru sinni fyrr. Við getum líka minnst þess um leið og við íhugum örlög Nýfundnalands, að þjóðina skorti dugandi stjórnmálamenn. Því fór sem fór. Sú staðreynd er þörf áminning um það, að við getum seint orðið of vandir í vali á þeim mönnum, sem við fáum framtíð okkar í hendur. FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.