Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1940, Síða 10

Frjáls verslun - 01.11.1940, Síða 10
reiða á dag og flytja þær hergðgn, olíu og ýms- ar vörur handa her Chiang-Kai-Shek og frá Kína silki, te, húðir, tin og ýmsa aðra málma. I júlí s.l. lokuðu Bretar veginum, samkvæmt samningum við Japani og var það hið mesta mein fyrir Kínastjórn, því aðflutningar til hennar af sjó eru tepptir síðan Japanir náðu hafnarborgunum á sitt vald. Að vísu er unx ann- an veg að ræða, hinn svonefnda Silkiveg, sem er æfaforn og hinn torfærasti, en hann liggur frá Sianfu í Kína inn í Sovét-Turkestan. Þessi veg- ur er nú mjög lítið notaður. Þann tíma, sem Burma-veginum var lokað, voru rigningar og hefði umferð stöðvast að mestu hvort sem var, en þrátt fyrir þetta var á það bent, að óviðkunanlegt væri af Bretum að loka fyrir olíuflutninga til Kína, á sama tíma sem Japanir fengu ótakmarkaða olíu frá Amer- íku og Hollenzku-Austur-Indíum, brotajárn frá Ameríku og ull frá Ástralíu. En í júlí þegar veginum var lokað, hafði Frakkland gefist upp og Bretar bjuggust við innrás á hverri stundu og var því það ráð tekið að komast að samkomulagi við Japani ef það mætti verða til þess að hægt yrði að sætta þá og Kínverja. Sú von brást þó. Japanir urðu æ fjandsamlegri í garð Breta og náði það hámarki er þeir undirrituðu þríveldasamninginn við ít- ali og Þjóðverja. Bretar svöruðu strax með því að opna Burma-veginn þann 18. okt. s.l. Áður en vegurinn var opnaður beið aragrúi af bifreiðum, sem hlaðnar voru hergögnun og olíu, við suðurenda brautarinnar og fóru þær leið sína inn í Kína jafnskjótt og, hliðið var opnað. í Lashio, þar sem járnbrautin Rangoon-Manda- lay endar, voru allar vöruskemmur fullar af vörum, er fara áttu til Kína og á ökrum utan við bæinn var hrúgað upp kynstrum af her- gögnum og allskonar vélum. Áætlað var að um 20 þúsundir smálesta af vörum yrðu fluttar á mánuði hverjum um veg- inn frá Kína. Japanar urðu æfir þegar brautin var opnuð aftur og hótuðu að eyðlileggja hana með loft- árásum. Fjórum dögum áður en umferð hófst á ný var gerð árás á Kunming og reynt að sprengja veginn sjálfan á ýmsum stöðum. En Kínverjar eru vel á verði og hafa gert margar ráðstafanir til varúðar. Og ef einhver bilun verður. eru þeir strax tilbúnir, eins og aragrúi af maurum, til þess að byggja aftur það, sem eyðilagt hefur verið. Fáar fregnir berast hingað af atburðunum í Austurvegi. Ringulreið sú, sem þar er á allri framleiðslu og viðskiptumafvöldumlangvinnrar styrjaldar er gífurleg. Og þjáningar fólksins í varnarlausum eða varnarlitlum bæjum af völd- um grimmilegda loftárása eru jafnvel enn meiri þar en nokkurs staðar annars staðar. Englendingar og Bandaríkjamenn hafa mjög fárast yfir atferli Japana og það með réttu. En ekki er gáð að hinu, að einmitt þessar þjóðir hafa látið Japönum í té málma og olíu, er þeim er nauðsynlegast til að halda styrjöldinni áfram. Um hinn ófullkomna Burma-veg streyma nú vöruflutningalestirnar til Kínverja, en það verð- ur aðeins slæleg uppbót fyrir það tjón, sem undanlátssemi Evrópustórveldanna og Ameríku við Japani, hefur bakað þeim. Sfríðsskopmynd Englendingurinn segir: „peir skutu Zeppelinsloftfar niður við skýið að tarna í seinasta stríði!“ ,0 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.