Frjáls verslun - 01.12.1940, Side 4
Kringum áramótin
Lengst af stríðstímanum hafa engar opin-
berar skýrslur verið gefnar út um verzlunar-
og greiðslujöfnuð okkar gagnvart útlöndum. Er
þessi leynd alveg þýðingarlaus og mun ekki
hægt að færa fram neinar gildar ástæður fyrir
henni. Hér við er einnig að athuga að þótt
hið mánaðarlega yfirlit Hagstofunnar komi
ekki lengur út, þá eru þó reikningar bankanna
ennþá birtir, en af þeim má raunverulega sjá
að verulegu leyti, hvernig hagurinn er.
Skv. upplýsingum, sem fyrir liggja nam inn-
flutningurinn til 1. nóv. s. 1. 56 milj. kr. en var
50 milj. á sama tíma í fyrra. Inneignir bank-
anna erlendis voru einnig pr. 1. nóv. 1,463,636
sterlp., en á samaj tíma í fyrra voru skuldir
bankanna erlendis 425,453 sterlp. Af tölum
bankanna má leiða, að jöfnuður sé nú hag-
stæður um 50 milj. kr. Þetta eru hinar einu
opinberu tölur, sem við er að styðjast, en þær
gefa einnig nokkuð glögga mynd.
#
Mikið af útflutningsverðmætum liggur nú ó-
selt í lamdinu. Ekkert er enn selt af ull og gær-
um og lýsi og síldarmjöl er enn að nokkru leyti
óselt. Mun ekki óvarlegt að telja verðmæti þess
sem til er af síldar- og landbúnaðarafurðum,
ca. 20—25 milj. króna. Útflutningur pr. 1. nóv.
mun hafa verið orðinn ca. 100 milj. kr. og ætti
útflutningur alls því að geta orðið a. m. k. um
120 milj. kr.
Bretar hafa keypt af okkur síldarafurðir fyr-
ir ca. 20 milj. króna. Ameríkumenn hafa keypt
lýsi og nemur útfl. til þeirra ca. 10 milj. kr.
pr. 1. nóv. s. 1. Nokkuð hefir verið sent af salt-
fiski til Spánar og Portúgal og fengist fyrir
hann gott verð.
Þess er ekki að dyljast, að erfiðleikar eru
á að fá gott verð fyrir landbúnaðarafurð-
irnar, og það sem eftir er af saltsíld. Hefir
undanfarið verið um það rætt, að koma þessum
vörum til Svíþjóðar um Gautaborg gegn
greiðslu í dollurum. Bretar eru þess fýsandi að
2
slík sala geti tekizt en hún mun vera mörgum
erfiðleikum bundin og óvíst hvað úr verður.
Erfiðleikar á sölum til Ameríku eru miklir.
Ameríkumenn hafa lítið með vörur okkar að
gera og tollur á síldarlýsi er þar afar hár. Ekki
hafa verið gerðar neinar tilraunir til að fá hag-
stæðari aðstöðu gagnvart AmeríkumÖnnum með
því að gera við þá verzlunarsamninga, enda er
vafasamt um árangurinn. En í Ameríku eigum
við nú ötulan erindreka, þar sem er Thor Thors
aðalkonsúll, og má mikils vænta af störfum
hans á viðskiptasviðinu.
Ekkert hefir opinberlega verið látið uppi um
viðskiptasamninga okkar við Breta. Eftir öllu
að dæma, ganga þeir hægt og er ekki annað
sýnna en að samninganefndin verði „perma-
nent“-stofnun, enda má vel vera að slíkt
sé óhjákvæmilegt. — Þótt samningar væru,
koma alltaf ný og ný tilfelli, sem ræða
þarf um. Viðhorfið breytist einnig eftir gangi
styrjaldarinnar o s. frv. Skv. yfirlýsingum
Breta er ekki ástæðat til annars en að telja að
við munum geta fengið hagstæða samninga við
þá þannig, að tryggt verði að hægt sé að selja
allar afurðir og kaupa allar nauðsynjar og er
þá mikið fengið. Hitt er vitað, að Bretar vilja
hafa fulla íhlutun um hvað er keypt og hve mik-
ið á hverjum tíma, og er því fyrirsjáanlegt, að
víðtækar hömlur og höft verða á viðskiptum í
nánari framtíð. Þótt útflutningur til Ameríku
sé töluverður, er hann þó hvergi nærri nógur
til að fullnægja þörf okkar fyrir dollara. Það
sem á vantar, verðum við að fá með yfirfærslu
punda frá Englandi til Ameríku og er það að
sjálfsögðu mikilsvert atriði. Þótt þörf Englend-
inga sjálfra fyrir dollara sé mikil og knýjandi,
er ekki ástæða til annars en að við getum feng-
ið það sem við þörfnumst, því að þörf okkar
er auðvitað smáatriði eitt og hefir enga þýð-
ingu í sambandi við viðskipti Breta við Banda-
ríkin. Okkur munar það miklu, að geta fengið
dollara til kaupa á nauðsynjum, en Breta mun-
FRJÁLS VERZLUN