Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 10

Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 10
þegar klukkan kallar. leggja allir eyrun við. Hinn virðulegi klukkari, sern sést á myndinni hér að ofan, kippir í strenginn þegai tíðindi hafa borizt. jiannig hefir þetta vcrið allt frá tímum Lloyds kaffihúseig- anda. þar var hringt klukku ef tilkynna átti nýjar fréttir. 8 Lloyds í London Það var árið 1669 að nokkrir kaupmenn, sem áhuga höfðu á siglingum, tóku að hittast í kaffistofu Edwards Lloyds í Tower-götu í London. Þessir menn fóru inn á þá braut að takast á hendur ábyrgð á „spekulationum“ kunningja sinna. Meðan kaffið var sopið, var skrafað um skilmálaná. Brátt jókst þessi starf- semi. Seinna fluttu þessir hugkvæmu kaupmenn og þeir sem utan um þá höfðu safnazt, á ann- an og betri stað og nú er þetta fyrirtæki orðið eitt hinna voldugustu í heimi og mun vera meðal frægustu stofnana sem uppi er og langfrægast af öllum fyrirtækjum er fást við tryggingar. Tryggingarstarfsemi Lloyds hefir lifað örð- uga tíma. í aðalsalnum í höll Lloyds er gömul klukka, sem hringt er einu sinni ef tilkynnt eru ill tíðindi, en tvisvar ef góðar fréttir berast. Á tímum Napóleons-styrjaldanna og í heimsstyrj- öldinni 1914—18 heyrðust oft tvær hringingar og nú á hinum síðustu og verstu tímum, þegar hvert skipið af öðru er sent niður á hafsbotn, af völdum kafbáta, flugvéla eða tundurdufla, heyrist oft hringt tvisvar og á þá margur Lloyds-maður um sárt að binda. Tryggingarstarfsemi Lloyds er öðruvísi fyr- irkomið en tíðkast nú hjá nýrri vátryggingar- félögum. Fastheldni Englands við gamlar sið- venjur er alkunna og enn er tryggingarfyrir- komulagið í stærstu dráttunum hið sama og var, er kaupmennirnir gömlu hittust í kaffi- stofu Edwards Lloyds. Það eru einstakir menn FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.